Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 14
14 24. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Í frétt á mbl.is síðdegis 30. apríl segir: „Hersveitir NATO hafa varpað sprengjum
á stjórnarbyggingu í Trípólí þar sem m.a.
ríkissjónvarpið er til húsa. Yfirvöld í Líbíu
segja að tilgangur loftárásarinnar hafi verið
að drepa Gaddafi þegar hann var að ávarpa
þjóðina í ríkissjónvarpinu.“
Í sömu frétt er sagt að NATO
hafi hafnað boði Gaddafis um
vopnahlé.
Síðla kvölds bárust síðan fréttir
af því að flugvélar NATO hefðu
gert árás á hús Gaddafis í Trípólí
þá um kvöldið. Sonur hans og þrjú
ung barnabörn fórust. Í húsinu
voru einnig Gaddafi sjálfur, eigin-
kona hans og fleiri úr fjölskyld-
unni.
Um þetta þarf í sjálfu sér
ekki að hafa fleiri orð. Hér var
um hreina morðárás að ræða og
barnamorð í ofanálag. Í fljótu bragði verður
ekki annað séð en þetta hafi verið stríðs-
glæpur.
NATO tók þann 25. mars yfir hernaðar-
gerðir í Líbíu sem höfðu að forsendu ályktun
Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1973
frá 17. mars. Ályktunin hefur verið umdeild
enda sátu fimm ríki hjá. Með henni var sett
á loftferðabann yfir Líbíu. Jafnframt er
tekið fram að hún miði að verndun almennra
borgara og lausn átakanna en ekki að knýja
fram stjórnarskipti. Árásir á sjónvarpsstöð
og heimili og önnur borgaraleg skotmörk
eru því langt utan við það sem þessi ályktun
heimilar.
Aðgerðir NATO hafa líklega
frá upphafi farið út fyrir ramma
ályktunarinnar og sannanlega
þessar aðgerðir. Margir hafa
gagnrýnt samþykki íslensku ríkis-
stjórnarinnar við aðgerðir NATO.
Forystumenn Vinstrihreyfingar-
innar græns framboðs hafa sagt
að utanríkisráðherra hafi veitt
þetta samþykki án þess að leita
álits VG. Í ályktun stjórnar VG 25.
mars segir: „Stjórn Vinstrihreyf-
ingarinnar græns framboðs for-
dæmir allar aðgerðir í Líbíu sem
ekki eru í samræmi við samþykkt
Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.“
Á fundi sínum 20.-21. maí skerpti flokks-
ráð VG á þessu með ályktun þar sem segir:
„Flokksráð VG fordæmir loftárásir NATO
á Líbíu og skorar á þingmenn VG að bera
fram á Alþingi þingsályktunartillögu þar að
lútandi,“ en á sömu leið ályktaði kjördæmis-
ráð flokksins í Suðurkjördæmi á fundi sinum
7. maí.
HALLDÓR
Hér var
um hreina
morðárás
að ræða og
barnamorð í
ofanálag.
Samþykki á að draga til baka
Hernaður
Einar Ólafsson
bókavörður
Styrmir og lýðræðið
Ræða, sem Styrmir Gunnarsson,
fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins,
hélt nýverið á fundi Verkalýðsráðs
Sjálfstæðisflokksins og birtist síðar
á netinu, hefur vakið nokkra athygli.
Í ræðunni segir Styrmir flokkinn
þurfa að horfast í augu við það að
íslenskt þjóðfélag og raunar flokkurinn
einnig hafi verið í klóm sérhagsmuna.
Áhrifaríkasta leiðin til
að brjóta þá sérhags-
muni á bak aftur sé
að taka upp beint
lýðræði þar sem þjóð-
in sjálf taki ákvarðanir
um meginmál. Þá
segir Styrmir
flokkinn einnig þurfa að aðhyllast
beint lýðræði og því eigi að kjósa
formann í almennri kosningu allra
skráðra flokksmanna.
Hvað sagði Bjarni aftur?
Styrmir segir að lokum að með
þessum hugmyndum sé hann að
boða byltingu. Hann er þó varla fyrstur
til að vekja máls á hugmyndum
í þessum anda innan Sjálf-
stæðisflokksins. Formaðurinn
sjálfur, Bjarni Benediktsson,
helgaði umræðunni um
beint lýðræði kafla í lands-
fundarræðu sinni sum-
arið 2010. Hann sagði
flokkinn styðja þann
rétt þjóðarinnar að fá að taka þátt
í stórum ákvörðunum og taldi tíma
til kominn að opna formannskjör
flokksins frekar. Nánar tiltekið ætti að
kjósa formann í almennri kosningu
allra skráðra flokksmanna.
Landeyjahöfn í lagi
Eldgosið í Grímsvötnum hefur sett
samgöngur á Suðurlandi úr skorðum.
Þjóðvegi 1 hefur verið lokað, innan-
landsflug liggur niðri auk þess sem
millilandaflug er í mýflugumynd. Eitt
samgöngumannvirki lætur eldgosið
þó ekki á sig fá. Landeyjahöfn
er nefnilega opin aldrei
þessu vant.
magnusl@frettabladid.is
Fræðslumynd um krabbamein í ristli og endaþarmi
sýnd á RÚV þriðjudaginn 24. maí kl. 21:25
„Þetta er svo lúmskt“
Krabbameinsfélag Reykjavíkur, Ristilfélagið og Stómasamtök Íslands.
Auglýsingin er gerð í samvinnu við Roche og Merck Serono.
Krabbameinsfélagið
E
ldgosið í Grímsvötnum minnir okkur enn og aftur á
að við búum í landi þar sem náttúruöflin eru óútreikn-
anleg og geta hvenær sem er gripið harkalega inn í
okkar daglega líf. Náttúran sýnir mátt sinn og megin
og manneskjurnar verða um leið ósköp smáar frammi
fyrir þeim ógnarkrafti sem í henni býr.
Saga landsins sýnir að við
getum hvenær sem er búizt við
enn ógurlegri hamförum. Hins
vegar erum við líka margfalt
betur í stakk búin að takast á
við náttúruhamfarir en fyrr
á öldum, þegar þjóðin var
vanbúin og varnarlaus gagn-
vart afleiðingum eldgosa.
Almannavarnakerfið, sem byggt hefur verið upp á undan-
förnum áratugum, hefur virkað vel að þessu sinni eins og síð-
ustu skipti sem hefur gosið á Íslandi. Meðal annars vegna sam-
stillts átaks heimamanna, björgunarsveita, lögreglu og annarra
hefur enn enginn slasazt eða veikzt af völdum gossins og mest
af búpeningi hefur komizt í skjól. Ýmis áhrif eiga eftir að koma
fram síðar, til dæmis eru menn nú farnir að átta sig betur á
sálrænum áföllum, sem fylgja náttúruhamförum.
Áhrifin á efnahagslífið – á svæðinu í kringum eldstöðina, á
Íslandi og raunar víðar um heiminn – geta orðið umtalsverð.
Lífsafkomu bænda í sveitunum í nálægð við Vatnajökul er
ógnað. Ferðaþjónustan, sem bjóst við metsumri, getur misst
spón úr aski sínum.
Ef fram fer sem horfir, verða öðru sinni á rúmu ári verulegar
truflanir á alþjóðlegri flugumferð vegna eldgoss á Íslandi. Eins
og við höfum séð, geta bæði falizt ógnir og tækifæri í þeirri
athygli sem slíkt vekur á landinu. Nú búa ferðaþjónustan og
ferðamálayfirvöld að reynslunni frá því í fyrra og verða að
vera reiðubúin að grípa aftur til sérstakra aðgerða til að miðla
upplýsingum og reyna að snúa stöðunni sér í hag.
Mörgum þykir nóg komið af vondum fréttum á Íslandi. Nátt-
úruhamfarir tvö ár í röð, eftir tvö verstu árin í efnahagslífinu
um langan aldur, eru sannarlega ekki góð tíðindi.
Reynslan af gosinu í Eyjafjallajökli í fyrra sýnir okkur hins
vegar að hægt er að vinna vel úr vondri stöðu og gera það til-
tölulega hratt. Í uppbyggingarstarfinu hefur þjóðin staðið ein-
huga að baki þeim sem urðu fyrir tjóni í gosinu og margir hafa
lagt sitt af mörkum við endurreisnina.
Það er reyndar munurinn á viðbrögðunum við hinum vondu
fréttum, af bankahruninu og öllu sem því fylgdi annars vegar
og af náttúruhamförunum hins vegar; í síðara tilvikinu stendur
þjóðin saman sem einn maður. Enda er erfitt að finna sökudólga
á meðal náttúruaflanna.
Engu að síður hljótum við að velta því fyrir okkur hvort
okkur geti lærzt með tímanum að bregðast jafn fagmannlega og
fumlaust við efnahagslegum áföllum og við náttúruhamförum.
Náttúruöflin sýna mátt sinn og megin.
Vondar fréttir,
samstillt viðbrögð
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN