Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 16
24. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR16 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. timamot@frettabladid.is 70 Hún er þrítug, heillandi og friðsæl í sínum ferska fjallablæ og náttúruang- an, blessuð Breiðholtslaugin í Efra- Breiðholti, þar sem vikuna út verður mikið um dýrðir og hátíðahöld. „Hér bíður fólk í röð við útidyrnar þegar sundlaugin opnar á morgnana, enda hálfgerð félagsmiðstöð Breiðhylt- inga sem koma til að sýna sig og sjá aðra, um leið og þeir stunda heilsurækt og útivist í heimilislegu andrúmslofti,“ segir Sólveig Valgeirsdóttir, fjórði for- stöðumaður Breiðholtslaugar frá upp- hafi, en hún tók við starfinu í febrúar. „Ég hafði áður komið hingað sem sundlaugargestur og ávallt orðið fyrir ánægjulegri upplifun, en nú kemur mér mest á óvart hversu mikið batt- erí það er að stýra sundlaug og hversu margflókin kerfi fylgja því í ýmis konar stýringum og tönkum sem gest- unum er hulinn,“ segir Sólveig við úti- laugina sem vígð var í janúar 1981. Framkvæmdir við innilaugina hóf- ust 1976, en Breiðholtslaug var upp- haflega byggð sem kennslulaug fyrir skólana í Breiðholti. Eftir að útilaugin opnaði fengu íbúar Breiðholts þó tak- markaðan aðgang að henni fyrstu árin og var hún í fyrstu nefnd Sundlaug Fjölbrautaskólans í Breiðholti. „Breiðhyltingar hafa alltaf sótt mikið í laugina en nuddpotturinn er landsfrægur fyrir kraft sinn og gæði og koma gestir víðs vegar að til að láta líða úr sér í fersku fjallalofti Breið- holts. Þá er laugin einkar vinsæl meðal barnafólks með grunnum kerum og stórum vatnsrennibrautum sem lofa spennu og fjöri,“ segir Sólveig. Í Breiðholtslaug er líf og fjör frá morgni til kvölds; leikfimi fyrir aldr- aða, leikfimi fyrir almenning, ung- barnasund og sundæfingar Sundfélags- ins Ægis. Einnig sækja nemendur FB, Fella-, Hólabrekku- og Norðlingaskóla þangað skólasund. „Þegar Breiðholtslaug opnaði var hverfið krökkt af krökkum og mikið fjör í lauginni, en það breyttist þegar Árbæjarlaug opnaði,“ segir Guð- rún Skúladóttir, vaktformaður og afgreiðslumær, sem mætti fyrst til starfa 1985. „Mér þótti gaman að vinna innan um barnaskarann og víst kemur hingað enn barnafjöld, en líka marg- ir eldri borgarar sem gefa mikið af sér, því hver aldur hefur sinn sjarma,“ segir Guðrún sem á 26 árum hefur kynnst þrem kynslóðum Breiðhyltinga. „Gestirnir eru yndislegt fólk og mín ánægja að hafa fengið að fylgjast með krílum busla í lauginni og sem nú eru orðin fullorðin með eigin börn og ung- linga í sundi,“ segir Guðrún sem er hvergi hætt á vaktinni í Breiðholtslaug. „Mér þykir mest sjarmerandi að búningsklefar og útlit byggingarinn- ar hafi fengið að halda sér, og svo þessi sundlaugarmenning sem birtist í öllum sundlaugum, þar sem fastagest- ir „eiga“ sína klefa, sturtur og stúta.“ Veisluhöld Breiðholtslaugar hófust á föstudagskvöld með sundlaugadiskói. Á morgun verður þar prjónakaffi og þrautabraut fyrir krakka, á fimmtudag tónleikar Herberts Guðmundssonar og sonar og á föstudaginn syngur Gerðu- bergskórinn. Þá mæta óvæntir gestir í pottaspjall, ásamt fleiru, en dagskrána má sjá á www.reykjavik.is undir Þjón- usta: Íþróttir og tómstundir. thordis@frettabladid.is BREIÐHOLTSLAUG Í EFRA-BREIÐHOLTI: BÝÐUR TIL 30 ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐAR Stuð á sundlaugarbakkanum BREIÐHOLTSLAUG ÞRÍTUG Sólveig Valgeirsdóttir, forstöðumaður Breiðholtslaugar, og Guðrún Skúladóttir vaktformaður sem unnið hefur lengstan starfsaldur í Breiðholtslaug. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TÓNLISTARMAÐURINN BOB DYLAN er 70 ára „Að vekja athygli getur verið íþyngjandi og þannig var Jesús krossfestur fyrir að vekja athygli á sér. Af sömu ástæðu fer ég oft huldu höfði og læt mig hverfa.“ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Árni Kristinn Sveinsson rafvirkjameistari, Blómsturvöllum 3, Grindavík, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð sunnudaginn 15. maí, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju miðvikudaginn 25. maí kl. 14.00. Dagbjört Guðlaugsdóttir Guðrún Árnadóttir Þórður Gíslason Sveinn Árnason Bylgja Kristín Héðinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, Alda Gísladóttir Skúlagötu 40, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 17. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 25. maí kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ás styrktarfélag, Skipholti 50c. Brynleifur Sigurjónsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Hólmfríður Björnsdóttir Furugrund 32, Kópavogi, lést mánudaginn 16. maí. Jarðsungið verður frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 25. maí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarsjóð L5 Landakoti, sími 543-9890. Elsa Jóhanna Ólafsdóttir Rúnar Jónsson Droplaug Ólafsdóttir Þorsteinn Ólafsson Jóna Fanney Kristjánsdóttir ömmu- og langömmubörn.                              ! "#$%& '' ()(*+,,()(*++," - ./   0      1 !  Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Jens Jóhannesar Jónssonar Dalseli 33, Reykjavík. Sólveig Ásbjarnardóttir Anna Jensdóttir Sigurður V. Viggósson Ásbjörn Jensson Vilborg Tryggvadóttir Tausen Jón Haukur Jensson Berglind Björk Jónasdóttir Ástríður Jóhanna Jensdóttir Ragnar Kjærnested Erla Sesselja Jensdóttir Gunnar Friðrik Birgisson barnabörn og barnabarnabörn. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var haldin í fyrsta sinn fyrir 55 árum. Alls tóku sjö þjóðir þátt með tveimur lögum hvert, samtals fjórtán lög, en allar götur síðan hefur regla gilt um að eitt lag komi frá hverri þjóð. Fyrsta keppnin fór fram í Lugano í Sviss og unnu Svisslendingar með lagi sínu Refrain í flutningi Lys Assia. Á sjötta áratug síðustu aldar var Evrópa sundruð eftir stríðsrekstur og kom upp hugmynd um að binda álfuna sterkari böndum með léttri skemmtidagskrá í sjónvarpi. Nefnd var skipuð af Europian Broadcasting Union (EBU) og á fundi í Mónakó 1955 stakk formaður nefndarinnar upp á að halda alþjóðlega söngvakeppni. Keppnin var metnaðarfull tæknitilraun í lifandi sjón- varpsútsendingum því gervihnattasjónvarp var ekki til og evrópska sjónvarpskerfið samanstóð af jarðtengdum örbylgjustöðvum. Nafnið Eurovision var fyrst notað af breska blaðamanninum George Campey í London Evening Standard árið 1951 í tengslum við sjón- varpskerfi EBU. ÞETTA GERÐIST 24. MAÍ 1956 Eurovision hleypt af stokkunum LUGANO Í SVISS Merkisatburðir 1839 Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkir að skylda bæjarbúa til að inna að hendi þegnskylduvinnu við vegagerð og fleira. 1941 Hood, stærsta herskip heims, sem hafði farið frá Hvalfirði nokkrum dögum áður, sekkur um 250 sjómílur vestur af Reykjanesi eftir orrustu við þýska herskipið Bismarck. Með Hood fórust 1.418 Bretar en þremur var bjargað og þeir fluttir til Reykjavíkur. 1943 Josef Mengele ráðinn yfirlæknir í útrýmingarbúðum nas- ista í Auschwitz. 1973 Mótmælafundur, sá fjölmennasti á Íslandi, haldinn í Reykjavík þegar um þrjátíu þúsund manns mótmæla flotaíhlutun Breta vegna útfærslu á fiskveiðilögsögu í 50 mílur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.