Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 20
24. MAÍ 2011 ÞRIÐJUDAGUR „Við leggjum mikla áherslu á al- hliða þjónustu í kringum sláttuvél- ar,“ segir Jóhann Rúnar Gunnars- son, eigandi Sláttuvélamarkaðarins á Smiðjuvegi 11. „Við erum stærstir á markaðnum þegar kemur að vara- hlutum í sláttuvélar og erum auk þess með varahluti og viðgerðaþjón- ustu fyrir reiðhjól og smávélar.“ Jóhann segir áríðandi að brýna það fyrir fólki að koma með sláttu- vélarnar í yfirhalningu strax á vorin í stað þess að bíða eftir að þær bili. „Það vill oft gleymast að láta yfirfara sláttuvélarnar áður en byrjað er að nota þær,“ segir Jóhann, „sem er eðlilegt þar sem þær eru ekki í notkun meirihlut- ann af árinu, en það þarf auðvitað að yfir fara þær, smyrja og brýna hnífana og slíkt og kostnaðurinn við það er bara örlítið brot af því sem það kostar að gera við eftir að eitthvað bilar.“ Jóhann segir sláttuvélavertíð- ina þó aðeins seinni í gang í ár en í eðlilegu árferði. „Við erum enn þá að bíða eftir að sumarið byrji, það er varla farið að spretta nokkurt gras,“ segir hann hlæjandi. „En það er þó orðið þó nokkuð að gera hjá okkur nú þegar. Enda er þetta ein- mitt rétti tíminn til að gera sláttu- vélarnar tilbúnar fyrir sumarið.“ Nú er rétti tíminn Það borgar sig margfalt að láta yfirfara sláttuvélarnar fyrir sumarið, segir Jóhann Rúnar Gunnarsson, eigandi Sláttuvélamarkaðarins á Smiðjuvegi 11. MYND/GVA Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal jonl@365.is s. 512 5449 Umsjónarmaður auglýsinga: Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is s. 512 5429. Það er fátt unaðslegra í sumartilverunni en ilmur af nýslegnu grasi og ekkert sem toppar þá upplifun að lifa og leika sér berfættur í grasgrænni, dúnmjúkri ábreiðu náttúrunnar. Lifað á teppi náttúrunnar Hamingjan á heima í grasinu, þar sem foreldrar breytast aftur í börn og leika glöð við afkvæmi sín í faðmi móður jarðar. NORDIC PHOTOS/GETTY Nestisferð með uppdúkuðu veisluborði í iðagrænu grasi er himnesk upplifun og gefur öllu ferskara bragð. Náttúran nærir okkur með ólgandi krafti sínum í formi grass og blóma, og einskær orkuáfylling að baða kroppinn í litríku sumarskrauti hennar. Á sumrin er blátt áfram skylda að þurrka þvottinn úti á snúru og brakandi ferskt ævintýri að leggjast til hvílu í grasilmandi sængurfötum. Börn breytast í mannlega grasmaðka þegar sól skín í gegnum strá og fyllast óheftri frelsistilfinningu og vilja hlaupa um mjúk og nýslegin tún. Kelerí er náttúrulegur gjörningur og hvergi eins viðeigandi að veltast um í faðm- lögum og á grænum grasbölum, enda grasangan í senn tælandi og alltumlykjandi. Það tilheyrir fögrum sumardögum að setjast flötum beinum á grasbala borgarinnar og skapa með því tilefni til hvunndagsveislu. Skoðaðu nýja og spennandi staði og taktu þér far með einhverju af þeim 15 flugfélögum sem fljúga frá Íslandi á árinu. Prófaðu Dohop leitarvélina á Vísi, flug og gisting, öll hagstæðustu tilboðin á einum stað.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.