Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 10
24. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR10 Fróðleikur á fimmtudegi 26. maí | kl. 8:30 | Borgartúni 27 Fjallað verður um fyrirhugaðar skattalagabreytingar í tengslum við gerð kjarasamninga. Skráning og nánari upplýsingar á kpmg.is ELDGOS Í GRÍMSVÖTNUM Dæmi eru um að dýr hafi drep- ist eftir að hafa hrakist í ógöngur vegna blindu frá gosmekkinum úr Grímsvötnum. Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir Vestur-Skafta- fellsumdæmis, segir slík dæmi þó ekki mörg og hljóð í bændum á svæðinu ótrúlega gott miðað við aðstæður. Þar hafi hjálpað fyrstu fregnir um að tiltölulega lítið flúor mældist í öskunni, en það getur verið skepnunum hættulegt. Í gærmorgun hafði öskufall aukist á ný þannig að vart sá á milli húsa á Kirkjubæjarklaustri. Ástandið var svo enn verra þegar austar dró. „Þetta má samt ekki vara mikið lengur. Þá kæmi mér ekki á óvart þótt bændur yrðu að hella niður mjólk í dag.“ Mjólk var síðast sótt á bæina á föstudag. Nú segir Gunnar bændur reyna að tryggja dýrum sínum rennandi vatn og fóður. Ekki eru miklar fregnir af felli vegna öskufalls- ins, þótt vart hafi orðið við ein- hverjar dauðar skepnur. „En fyrir því geta verið ýmsar orsakir. Það þarf ekki að vera eitthvað í gosefn- unum, heldur gæti það til dæmis verið stresstengt,“ segir Gunn- ar. Austur á Síðu segir hann vera dæmi um að skepnur hafi hrak- ist í skurði. „Askan fer í augun og dýrin sjá ekki nokkurn skapaðan hlut frekar en við.“ Á einum bæ segir hann meri hafa lent ofan í skurði og slasast nokkuð, auk þess sem folald hafi drukknað. Gunnar segir að þrátt fyrir allt hafi ekki enn verið mikið um hjálp- arbeiðnir frá bændum, hringt hafi verið úr Mýrdalnum þar sem var veik kýr, en útkall á það svæði verði kollegar á Hvolsvelli eða Hellu að annast. „Í öskufallinu núna er vonlaust að komast þessa leið þangað.“ olikr@frettabladid.is Skepnur hafa hrakist í skurði og drukknað Bændur á gosöskusvæði þurfa sumir að hella niður mjólk þar sem ekki er hægt að koma til þeirra tankbíl. Myrkur gosöskunnar helltist aftur yfir í gærmorgun. KINDUR Skepnur hafa ekki drepist í stórum stíl vegna öskufallsins frá Grímsvötnum líkt og bændur óttuðust í fyrstu. Unnið er að því að koma húsdýrum í skjól þar sem því verður við komið og sjá þeim fyrir rennandi vatni og hreinu fóðri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UNDIR VEGG Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir Vestur-Skaftafellsumdæmis, bjargaði í gær litlu fuglskríli sem leitað hafði skjóls frá öskurokinu undir þakskegginu hjá honum, en gefist upp og lagt sig á ruslatunnu við húsvegginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Nokkuð af bleikju hefur drepist í kerum í fiskeldisstöð Klaustur- bleikju á Kirkjubæjarklaustri vegna öskufallsins frá Grímsvötn- um. „Þetta er sem betur fer ekki mikið ennþá en það er svo mikil óvissa því maður sér ekki leng- ur út. Það er eins og það sé málað svart fyrir gluggana,“ sagði Birg- ir Þórisson hjá Klausturbleikju um miðjan dag í gær. Birgir sagði á bilinu 40 til 50 tonn af bleikju í stöðinni hverju sinni. Náðst hafi upp úr kerunum á bilinu 200 til 300 kíló af dauðum fiski en ekki hafi verið hægt að huga að því nánar. Birgir kvaðst áhyggjufullur um framhaldið. Ekki væri hægt að tryggja fyrir slíku tjóni sem gæti hlaupið á tugum milljóna. „Við erum með mikið og gott vatn sem við hleypum mjög hratt í gegn- um kerin og verðum að vona að það gangi.“ - gar Nærri 300 kíló af dauðum fiski hjá Klausturbleikju: Gæti verið milljónatjón KLAUSTURBLEIKJA Reynt er að hreinsa eldisker af ösku með auknu gegnum- streymi af vatni. „Staðan núna er óvissa,“ segir Ólafur Arnalds, deildarforseti umhverfisdeildar í Landbúnað- arháskólanum, spurður um áhrif öskufallsins á dýr og beit. „Það er þrennt sem ræður. Þetta fer mikið eftir því hversu þykk þessi gjóska verður. Svo skiptir óskaplega miklu máli hversu öfl- ugur gróðurinn er undir henni. Og svo er það úrkoman. Sérstaklega þar sem ekki er mjög þykk gjóska og veðurfar er sterkt, þar þurfa áhrifin ekki að vera mjög mikil,“ segir Ólafur, en miklir þurrkar voru þegar gosið í Eyjafjallajökli var í fyrra. Ólafur segir að ekki sé vitað enn hvort mikil gjóska sé að falla á svæði þar sem lítil jarðbinding er. Sé svo er hætt við foki eins og gerðist í gosinu í Eyjafjallajökli í fyrra. „Það sem gerðist undir Eyjafjöllum í fyrra var að þetta varð svo langvinnt, en jarðfræð- ingar gefa vonir um að þetta verði eitthvað skemmra áhlaup núna.“ Minnstar áhyggjur þarf líklega að hafa af kúabúskapnum. „En þarna eru stór og mikil sauðfjárbú og þetta fellur á alveg hrikalega erfiðum tíma. Það er einmitt verið að sleppa lambfénu út. Þetta er alveg hræðilegt fyrir þá sem eru að ganga í gegnum þetta.“ - þeb Erfitt að segja til um áhrif öskufalls á búfé og beit: Fellur á vondum tíma

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.