Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 21
Úrval af sláttuvélum! Vnr. 53323150-51 Sláttuvél WARRIOR sláttuvél með fjórgengis mótor. Vélin er 3,75 hestöfl, stillanleg sláttuhæð, sláttubreidd 46 cm. 33.900 Verð frá Vnr. 53323051 Flymo sláttuvél FLYMO TURBO LITE sláttuvél, 330 SVIF. 1150W sláttubreidd 33 cm, sláttuhæð 10-30 mm, þyngd 6,5 kg, 12 m löng rafmagnssnúra. 29.900 Vnr. 74830060 Sláttuvél EINHELL sláttuvél BG-PM 46 P. Með 3,75 hestafla fjórgengismótor, sláttubreidd er 46 cm, hægt að velja um 3 hæðarstillingar, safnpoki er 60 l. 44.990 Vnr. 74830022 Sláttuvél EINHELL rafmagnssláttuvél BG-EM 1030, 1000W, sláttubreidd er 30 cm, hæðarstilling er 25-60 mm, safnkassi er 28 l. Lítil og ódýr sláttuvél sem hentar fyrir minni grasbletti. 19.990 Vnr. 74891134 Sláttuvél BOSCH rafmagnssláttuvél Rotak 34, 1300W, sláttu breidd er 34 cm, hæðarstilling 20-70 mm, safnkassi er 40 l. Kraftmikil sláttuvél sem hentar fyrir minni garða. 37.990 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2011 Tími er kominn á slátt í görðum og bjóða verslanir BYKO fjölbreytt úrval garðsláttuvéla og garðverkfæra fyrir sumarið. „Hjá BYKO er sennilega landsins mesta úrval af sláttubúnaði fyrir heimilið og sumarbústaðinn,“ segir Agnar Kárason, verslunar- stjóri hjá BYKO í Kauptúni, en sláttutraktorar, sláttu vélar og sláttuorf af ýmsum stærðum og gerðum fylla nú hillur og gólf í verslunum BYKO. „Við erum með bensíndrifna fjórgengis sláttutraktora, 13,5 hestöfl, en þeir eru hentugir fyrir heimili með stóra garða og fyrir fjölbýlishús og fasteignafélög. Þeir fást ýmist með eða án gras- safnara og á þá er hægt að hengja kerru undir garðúrgang, moldar- tilfærslu og fleira,“ segir Agnar. „Við seljum alltaf nokkra traktora á hverju ári, það er eng- inn búmaður nema að eiga traktor, ekki satt?“ segir hann hlæjandi en bætir við að úrvalið af minni sláttuvélum fyrir minni grasflatir sé einnig gott, bæði af bensín- drifnum vélum og rafdrifnum. „Við ættum að geta leyst þarfir flestra. Bensínsláttuvélarnar hjá BYKO eru allar svokallaðar fjór- gengisvélar, mótorinn er byggð- ur eins upp og bílmótor, smurolían sér og bensínið bara beint af tanknum. Rafmagnsvélarnar eru mjög vinsælar á smærri grasflatir og mun meðfærilegri hvað varðar gangsetningu. Bara stinga í sam- band eins og ryksugu, og slá.“ Agnar segir rafmagnsvélarnar bæði hljóðlátari en bensínvélarn- ar og þær menga ekki umhverfið. Ferðafrelsið sé þó minna þar sem lengd framlengingarsnúrunnar ræður vegalengdinni sem hægt er að vinna á. En getur snúran þvælst fyrir við sláttinn? „Það getur komið fyrir að fólk slái óvart snúruna. En þá gerist ekkert annað en það að hún fer í sundur. Það fær enginn straum þó þetta óhapp verði,“ segir Agnar. Sláttuorf fást einnig í verslun- um BYKO bæði bensín- og raf- magnsorf. Orfin henta vel þegar slá þarf í halla. „Bensínsláttuorfin hjá BYKO eru öll tvígengis. Tví- gengisvélar eru oftast mun léttari en fjórgengisvélar og mega snúa hvernig sem er, á meðan bensínið lekur ekki af vélinni. Vélin smyr mótorinn í gegnum bensínið og er því ekki eins viðkvæm fyrir mikl- um halla. Rafmagnssláttuorfin eru einnig hentug á kanta en hreyfigeta sláttumannsins helg- ast af lengd snúrunnar, en þau eru mun léttari og hljóðlátari en bensín orfin.“ Starfsmenn verslana BYKO ráðleggja viðskiptavinum um val á hentugri vél og geta einnig ráð- lagt garðeigendum um umhirðu grasflatarinnar. „Þeir starfsmenn BYKO sem vinna í árstíðadeildunum hafa sótt námskeið í áburðargjöf og hafa mjög góða þekkingu á því sem fólk vill oftast fræðast um,“ segir Agnar. Leysum þarfir flestra Agnar Kárason, verslunarstjóri í Kauptúni, segir BYKO sennilega búa yfir landsins besta úrvali af sláttubúnaði. MYND/GVA Sláttuvélar eru ekki það eina sem þarf til að halda garðflötinni fallegri en verslanir BYKO bjóða fjölbreytt úrval af öðrum garð- verkfærum, svo sem mosatætur- um, hekkklippum og kerrum. „Mosatætarar eru verkfæri sem mikið er notað á vorin þegar mosi kemur í ljós í grasflötinni þegar hún fer að grænka. Mosinn er þá klóraður upp með mosatæt- ara en við erum bæði með bensín- drifna tætara og rafdrifna. Eftir að mosinn hefur verið tættur er borinn áburður á blettinn og kalk en áburð og algengustu plöntu- lyf er einnig að finna hjá okkur,“ segir Agnar. „Hekkklippur eigum við einnig bæði bensín- og rafdrifnar en fyrir heimilisgarð er yfirleitt nóg að eiga klippur sem ganga fyrir rafmagni, þær eru léttari en hinar og meðfærilegri. Muna þarf bara að smyrja hnífinn reglulega með þar til gerðri olíu, sem fæst að sjálfsögðu hjá okkur. Svo erum við einnig með kerrur fyrir jeppa eða fólksbíl þegar flytja þarf garðúrgang eða tæki. Í leigumarkaði BYKO er einnig hægt að fá flestar vélar á leigu og margir nýta sér það í stað þess að kaupa vélar sjálfir. Ég vil einn- ig ráðleggja fólki að geyma sláttu- vélarnar inni í upphituðu þurru rými og þegar sláttutímabilinu líkur að tappa bensíni af vél- unum. Rafmagnsvél má hengja upp á vegg í geymslunni, eins og önnur garðverkfæri, á milli þess sem hún er í notkun.“ Ekki bara sláttuvélar Sláttuorf, hekkklippur, mosatætarar og fleira í garðverkin fæst einnig í BYKO. MYND/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.