Fréttablaðið - 04.06.2011, Page 4
4. júní 2011 LAUGARDAGUR4
RANNSÓKNIR Fornleifarannsóknir
á mannvistarleifum í Höfnum á
Reykjanesi benda til þess að þar
sé fundinn skáli sem hafi verið
byggður talsvert fyrir hið hefð-
bundna landnám undir lok níundu
aldar. Fornleifafræðingur telur að
í skálanum felist nánari skýring á
ástæðum þess
að landnáms-
menn settust að
á Íslandi.
Byggðasafn
Reykjanes-
bæjar og Forn-
leifafræði-
stofan standa
að rannsókn-
um við Kirkju-
vogskirkju,
sem hófust árið 2009. Þá var um
það bil fjórðungur skálans graf-
inn upp og benti margt til þess að
um merkilegan fund hafi verið að
ræða, segir dr. Bjarni F. Einarsson
fornleifafræðingur í samtali við
Fréttablaðið en hann stýrir rann-
sókninni.
„Þegar skáli finnst á Íslandi er
að öllu jöfnu gengið út frá því að
þar sé um venjulegan bóndabæ
að ræða en þá verða að vera fleiri
byggingar í næsta nágrenni, líkt
og fjós, smiðja, búr og skemmur og
þess háttar. Þrátt fyrir mjög ítar-
lega leit, bæði með jarðsjá, prufu-
holum og loftmyndum, finnast
engin önnur hús í næsta nágrenni
við skálann og þá veltir maður því
fyrir sér hverslags byggingu er
um að ræða.“
Bjarni bætir því við að niður-
stöður kolefnisaldursgreiningar
gefi nú til kynna að skálinn hafi
verið yfirgefinn á árabilinu 770 til
880, sem gefi tilefni til að áætla að
hann hafi verið byggður fyrir hið
„sagnfræðilega landnám“ sem er
jafnan miðað við árið 874.
„Mín vinnukenning er sú að
um sé að ræða útstöð frá Norður-
Evrópu, Skandinavíu eða bresku
eyjunum, þar sem menn komu
hingað í þeim erindagjörðum að
nýta sér þær auðlindir sem hér
var að finna, til dæmis bjargfugl
og egg, fisk, hvalreka, og ekki síst
rostungstennur.“
Bjarni segir þetta kollvarpa
hefðbundnum skýringum á land-
námi Íslands.
„Þannig hefur búseta á Íslandi
þróast úr því að vera útstöð hluta
úr árinu yfir að endanlegu land-
námi. Það kemur í stað þess að
ímynda sér síðhærðan, reiðan
kóng í Noregi sem rak höfðingja í
burtu til Íslands. Það er hreinasti
tilbúningur og rómantísering
á upphafi okkar, til að réttlæta
Íslendinga sem hluta af efri stétt
Skandinava.“
Bjarni bætir við að þó að ljóst sé
að gamlar „kreddukenningar“ um
upphaf Íslandsbyggðar séu fallnar
að hans mati, eigi aðrar kenningar
erfitt með að rata inn í sögubækur
vegna hinnar eðlislægu íhaldssemi
sagnahyggjunnar.
Rannsóknum í Höfnum er þó
ekki að öllu lokið þar sem nú stend-
ur yfir uppgröftur á miðhluta skál-
ans og lokahnykkurinn verður
næsta sumar. thorgils@frettabladid.is
GENGIÐ 03.06.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
220,5515
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
114,07 114,61
186,07 186,97
165,23 166,15
22,159 22,289
21,174 21,298
18,357 18,465
1,4153 1,4235
182,89 183,97
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Ný sýn á upphaf landnáms
Fornleifarannsóknir í Höfnum á Reykjanesi gefa til kynna að menn hafi vanið komur sínar til Íslands fyrir
árið 870 og nýtt sér gæði landsins hluta úr ári. Fornleifafræðingur segir fyrri kenningar þegar vera fallnar.
BJARNI F.
EINARSSON
MERKUR FUNDUR Fornleifafræðingurinn Bjarni F. Einarsson telur skálann í Höfnum benda til þess að þróun landnáms hafi verið
með öðrum hætti en sögubækur segja til um. MYND/BJARNI F. EINARSSON
Þegar skáli finnst á
Íslandi er að öllu jöfnu
gengið út frá því að þar sé um
venjulegan bóndabæ að ræða
en þá verða að vera fleiri
byggingar í næsta nágrenni.
DR. BJARNI F. EINARSSON
FORNLEIFAFRÆÐINGUR
DÓMSMÁL Bjarni Benediktsson,
formaður Sjálfstæðisflokks, segir
ganga út fyrir allan þjófabálk
hvernig farið hafi verið með Geir
H. Haarde, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, í málsmeðferð saksókn-
ara Alþingis. Ummælin féllu í
óundirbúnum fyrirspurnartíma á
Alþingi í gær.
„Þá hófst vegferðin á því að
ákæra var gefin út án sakamála-
rannsóknar. Sakborningurinn
fékk síðan ekki skipaðan verjanda
fyrr en seint og um síðir. Innan-
ríkisráðherra lagði síðan fram
frumvarp um breytingar á máls-
meðferðarreglum eftir að ákæra
hafði verið gefin út. Og nú síðast
hefur saksóknari Alþingis ákveð-
ið að opna vefsíðu til þess að halda
saman sjónarmiðum sínum og
málsskjölum,“ sagði Bjarni.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra sagði málsmeðferðina
hafa tekið allt of langan tíma þótt
gera mætti ráð fyrir því að unnið
hefði verið í samræmi við lög og
reglur. Þá sagðist hún ekki telja
það athugunarefni, að óathuguðu
máli, að opnuð væri vefsíða um
málið. Hins vegar væri sjálfsagt
að sjónarmiðum sakbornings væri
einnig haldið til haga á síðunni.
Málið gegn Geir Haarde verður
þingfest fyrir landsdómi næsta
þriðjudag. - mþl
Forsætisráðherra segir málið hafa tekið of langan tíma:
Bjarni gagnrýnir landsdómsmeðferð
BJARNI
BENEDIKTSSON
JÓHANNA
SIGURÐARDÓTTIR
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
21°
26°
27°
23°
28°
23°
20°
20°
21°
21°
25°
26°
33°
22°
24°
15°
20°
Á MORGUN
8-13 m/s síðdegis.
MÁNUDAGUR
5-10 m/s.
10
10
10
10
10
15
5
9
8
9
127
9
3
5
6
9
8
9
10
8
5
7 8
8
8
15
10
6 8
7
12
BJART OG MILT
Dagurinn í dag
verður sólríkur
á Suðaustur- og
Austurlandi í
hægum vindi og
hitinn ætti að ná
þar 16°C. Varla
hægt að tala um
sumarbíðu í öðrum
landshlutum
en þetta verður
að teljast ágætt
vorveður.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
FERÐAMÁL Rúmlega 37 þúsund
erlendir ferðamenn fóru frá
Íslandi um Leifsstöð í maímánuði.
Er það einhver mesti fjöldi ferða-
manna sem heimsótt hefur landið
í mánuðinum. Þetta kemur fram í
tölum frá Ferðamálastofu.
Ferðamönnum hefur fjölgað um
31,5 síðan í fyrra en maímánuður
var sérstaklega slæmur þá vegna
eldgossins í Eyjafjallajökli.
Af einstaka þjóðum voru
Bandaríkjamenn, Norðmenn,
Danir, Bretar, Þjóðverjar og
Svíar fjölmennastir. - mþl
Stefnir í gott ferðasumar:
Ferðamenn fjöl-
menntu í maí
BLÁA LÓNIÐ Nóg verður að gera í Bláa
lóninu í sumar ef fram fer sem horfir
með ferðamannastraum.
STJÓRNSÝSLA Stjórn Landssam-
bands eldri borgara mótmælir
harðlega þeim áformum ríkis-
stjórnarninnar að skattleggja
lífeyrissjóðina um 1,7 milljarða
króna. Þetta kemur fram í ályktun
frá sambandinu.
„Þetta er bein aðför að eldri
borgurum og öryrkjum þar sem
það hlýtur að skerða kjör þeirra
þegar ráðstöfunarfé lífeyrissjóð-
anna er skert sem þessu nemur,“
segir stjórnin. Skorað er á Alþingi
að samþykkja ekki ákvæðið í
fyrirliggjandi frumvarpi. - sv
Mótmæla skattlagningu:
Bein aðför að
eldri borgurum
ÞÝSKALAND Lögreglan í Þýska-
landi ætlar á næstunni að beita
nýstárlegum aðferðum við að
leita uppi lík á víðavangi. Dýra-
þjálfarar eru nú að þjálfa þrjá
hrægamma til að leita að líkum.
Hrægammarnir hafa fengið
nöfnin Sherlock, Miss Marple og
Columbo, eftir frægum persónum
bókmenntanna, að því er fram
kemur á vef BBC.
Þjálfarar þeirra telja að þeir
muni nýtast betur en hundar þar
sem þeir komist hraðar yfir leit
á stórum svæðum. Gagnrýnend-
ur óttast hins vegar að þeir gætu
gætt sér á völdum bitum af þeim
líkum sem þeir kunni að finna. - bj
Ný aðferð við leit að líkum:
Lögreglan þjálf-
ar hrægamma