Fréttablaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 30
4. júní 2011 LAUGARDAGUR30 E ins og kemur fram í heimildarmynd- inni Blikkinu var Melavöllurinn aðal- samkomustaðurinn í Reykjavík. Það var lítið annað um að vera á þessum tíma og þarna hittust allir, spjöll- uðu saman og fylgdust með íþrótt- um. Þangað var líka farið á 17. júní og fleira í þeim dúr. Þetta var aðalstaðurinn,“ segir kvikmynda- gerðarmaðurinn Kári G. Schram, sem forsýnir nýja heimildar- mynd sína um sögu Melavallarins, Blikkið, á heimildarmyndahátíð- inni Skjaldborg á Patreksfirði um næstu helgi. Fann marga fjársjóði í geymslu Ekki er um formlega frumsýningu að ræða á Skjaldborgarhátíðinni, því Kári er enn á síðustu metrun- um að ljúka við vinnslu heimildar- myndarinnar. „Aðstandendum Skjaldborgar þótti áhugavert að sýna myndina á hátíðinni og það er mjög gaman. Þetta er skemmtileg hátíð sem einbeitir sér að betri heimildar- myndum,“ segir Kári og bætir við að gerð Blikksins sé það langt komin að hægt sé að sýna hana fólki og fá viðbrögð svo vel sé. Önnur forsýning verður á mynd- inni í tilefni aldarafmælis vígslu Melavallarins hinn 11. júní næst- komandi og formleg frumsýning fer síðan fram snemma í haust. Blikkið, sem gerð er í samvinnu við Íþróttabandalag Reykjavík- ur (ÍBR), skiptist í tvo hluta sem hvor um sig er 45 mínútur að lengd og spannar sögu vallarins frá upphaflegu vígslunni fyrir hundrað árum og allt þar til hann var rifinn niður árið 1987. Í milli- tíðinni, árið 1926, hafði nánast öll girðingin í kringum völlinn fokið í ofsaveðri og þá var ákveðið að gera nýjan og betur útbúinn völl á sama stað. Sjálfur hefur Kári gerð fjölda heimildarmynda á ferilskránni. Má þar nefna Willta Vestfirði, sem fjallar um náttúru, mann- líf og matargerð á Vestfjörðum, Villta veislu, þar sem íslensk matargerð og kræsingar í náttúru Íslands eru kannaðar, og Fyrstu ferðina, sögu landafundanna, auk margra fleiri. Í gegnum starf sitt sem kvikmyndagerðarmaður seg- ist Kári alltaf annað slagið hafa séð upptökur af íþróttaviðburðum á kvikmyndasöfnum og víðar, og vissi því að töluvert var til af efni frá gamla Melavellinum. „Það kom mér hins vegar á óvart hversu mikla fjársjóði ég fann við vinnslu myndarinnar,“ segir hann. „Ég byrjaði á því að ræða við um fimmtíu manns sem höfðu verið mikið á vellinum, jafnvel keppt á honum, og fékk að heyra sögurnar af því sem þar átti sér stað. Svo tók við um fjögurra ára ferill sem fór í að finna mynd- efni og safna saman. Ég komst fljótlega að því að á sínum tíma var nánast enginn staður í Reykja- vík, og jafnvel á landinu öllu, sem var jafn mikið myndaður og Mela- völlurinn. Fólk var mikið með ljós- myndavélar þarna, en það er líka ótrúlegt hversu mikið efni hafði verið fest á filmu. Þetta var fólk að finna á háaloftum og í ýmsum söfnum, og þetta var gríðarleg vinna. Án þessarar góðu hjálpar hefði myndin aldrei orðið til og ég er mjög þakklátur öllum þeim sem veittu mér hjálparhönd.“ Lifandi staður frásagna Kári segir áherslu Blikksins ekki síður liggja á reynslusögum um upplifun þeirra sem eyddu tíma á Melavellinum, því flestir sem hafi aldur til hafi sínar minningar og skoðanir á vellinum. „Þetta var lifandi staður frá- sagna og mikilla afreka og hróð- ur vallarins spurðist jafnvel út fyrir landsteinana,“ segir Kári og nefnir sem dæmi að mölin sem notuð var í völlinn hafi þótt óvenju hentug til íþróttaiðkunar. „Í myndinni kemur í ljós hversu skynsamlega var staðið að gerð vallarins, því malarvöllurinn var af mörgum talinn með þeim betri í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Mölin var þessi sérstaka blanda af mold úr moldarbarði, ísaldar- leir og fína sallanum sem kom úr malbikunarstöðinni við Elliðaá. Þessi blanda þótti afar mjúk og hentug, bæði í hlaupabrautirnar og á völlinn sjálfan. Auðvitað átti völlurinn misjafna daga, en marg- ir segja að við réttum skilyrði hafi það verið alveg eins og að spila á grasi að leika á honum.“ Einn stærsta stund íslenskrar íþróttasögu er jafnan talin hafa átt sér stað á Melavellinum sum- arið 1951, þegar Íslendingar sigr- uðu Svía með fjórum mörkum gegn þremur í landsleik í knatt- spyrnu. Kári útskýrir að hingað til hafi verið lítið um fáanlegt myndefni frá þessum fræga leik. „Það má því segja að rúsínan í pylsuendanum hafi verið þegar ég fann lifandi efni á sextán milli- metra filmu frá leiknum, sem ég rambaði á í úrklippum sem lágu grafnar einhvers staðar. Það var líkast því að finna gull,“ segir Kári. Einstakar pylsur á Melavelli Aðspurður segist Kári muna vel eftir Melavellinum. Hann er upp- alinn í Vesturbænum, spreytti sig þar nokkrum sinnum með KR í fótbolta og segir minningarnar góðar. „Margs er að minnast frá vell- inum. Eins og kemur fram í mynd- inni man fólk enn vel eftir pylsun- um sem þar voru seldar og segir þær hafa verið einstakar. Þegar Laugardalsvöllurinn tók við árið 1958 hóf starfsemi Melavallarins að minnka. Við tók skautasvellið á veturna, krikketiðkun, hestaí- þróttir og fleira í þeim dúr. Og svo auðvitað Melarokkið árið 1982. En svo skemmtilega vill til að þegar mannvirkin á vellinum voru rifin árið 1987 var byggingarefnið úr þeim nýtt af bændum fyrir austan fjall, sem reistu úr því hlöður og fjárhús. Svo það má segja að völl- urinn lifi enn. Þetta var auðvitað gríðarlegt efni, bæði timbur og sérstaklega blikkið sem var ein- stakt á þessum árum, efnismikið og þykkt. Það dugar í hundrað ár í viðbót, ef ekki tvöhundruð ár, og sér ekki á því,“ segir Kári og hlær. Þetta var auðvitað gríðarlegt efni, bæði timbur og sérstaklega blikkið sem var einstakt á þessum árum, efnismikið og þykkt. Margs að minnast frá Melavelli Kvikmyndagerðarmaðurinn Kári G. Schram sýnir Blikkið, heimildarmynd um sögu Melavallarins, á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði um næstu helgi. Kjartan Guðmundsson ræddi við Kára um völlinn, sögurnar og blikkið sem blívur fyrir austan fjall. LIFANDI STAÐUR AFREKA Valur og Fram etja kappi á Melavellinum um miðjan áttunda áratuginn. Gleðipinninn Hermann Gunn- arsson er annar frá hægri af þeim rauðklæddu. Á þessum malarvelli unnust margir fræknir sigrar. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR REYKJAVÍK Á þessari loftmynd frá árinu 1961 sjást meðal annars Háskóli Íslands, Þjóðminjasafnið, Melavöllurinn og Hótel Saga í byggingu. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR TÍVOLÍ Síðustu árin áður en Melavöllurinn var rifinn var meðal annars sett upp tívolí á vellinum, sem gladdi ungviðið mjög. Þessi mynd er tekin árið 1984. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR FALDIR FJÁRSJÓÐIR Kári G. Schram líkir því við að finna gull þegar hann rambaði á lifandi myndir frá frægum sigurleik Íslendinga á Svíum á Melavellinum árið 1951. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.