Fréttablaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 81
LAUGARDAGUR 4. júní 2011 53 Tónleikar ★★★ Sigríður Thorlacius og Sigurður Guð- mundsson með Sinfóníunni 1. júní í Hörpu „Ég veit þú kemur“ var yfirskrift tónleika Sinfóníunnar á miðvikudagskvöldið í Hörpu. Á dagskránni voru þekkt dægurlög frá því í gamla daga, í útsetningum Hrafnkells Orra Egilssonar. Þetta voru lög eins og Á morg- un eftir Ingibjörgu Þorbergs og Heima eftir Oddgeir Kristjánsson, en einnig lög eftir erlenda höfunda með íslenskum textum. Útsetningarnar voru fínar. Það var skemmtilegur, dálítið nostalgískur Holly- wood-bragur á þeim, stundum í dekkri kant- inum. En líka glanskenndir kaflar, oft glæsi- legir lokasprettir og hápunktar sem eru ekkert endilega í upprunalegu útgáfunum. Það smellpassaði hér. Þau Sigríður Thorlacius, úr Hjaltalín, og Sigurður Guðmundsson, oft kenndur við Hjálma og Memfismafíuna, sungu lögin. Sigríður var of lengi að komast almenni- lega í gang. Auðvitað er eðlilegt að söngv- ari þurfi smá tíma til að ná fullum dampi, en hér þurfti maður að bíða þar til eftir hlé að hún næði að gefa sig tónlistinni á vald. Hún hefur einstaklega fallega rödd, skæra og hljómmikla, en það var varla merkjanlegt fyrr en í seinni hluta tónleikanna. Maður áttaði sig fyrr á Sigurði. Hann er svona Hauks Morthens týpa. Röddin er silki- mjúk, en tæknina vantar. Hann átti stundum erfitt með að hoppa almennilega yfir stærri tónbil, en frammistaða hans var þó jafnari en hjá Sigríði. Og það var a.m.k. alltaf rétta stemningin í söng hans. Hljómsveitin, undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar, spilaði prýði- lega. Ég er þó ekki frá því að hún hefði mátt spila örlítið veikar, a.m.k. átti hún það til að yfirgnæfa söngvarana. Eða þá að þurft hefði að hækka aðeins í söngvurum. Í sjálfu sér voru þetta rislitlir tónleikar. Það var ekkert sem gerði mann brjálaðan af hrifningu. En eins og áður sagði voru útsetningarnar flott- ar, og lögin hafa fyrir löngu sannað sig. Ég held að fáum hafi leiðst þarna um kvöldið. Jónas Sen Niðurstaða: Smekklegar útsetningar, misjafn söngur, jafnvægið á milli söngvara og hljóm- sveitar ekki alveg í lagi, en góð stemning og skemmtileg tónlist. Fínar útsetningar RISLÍTIÐ EN SMEKKLEGT Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson sungu með Sinfóníunni í Hörpu á miðvikudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Samband Scarlett Johansson og Sean Penn hefur liðið undir lok. Parið hafði verið að hittast frá því í febrúar. Þau sáust fyrst saman er þau fóru í frí til Mexíkó og stuttu síðar birtust myndir af þeim þar sem þau snæddu saman hádegis- verð í Los Angeles. Parið mætti einnig saman í veislu sem fram fór í Hvíta húsinu í apríl. „Sean mætti einn til Cannes í lok maí og sást daðra við fjölda kvenna, það varð til þess að fólk fór að velta fyrir sér hvort hann og Scarlett væru hætt saman,“ var haft eftir sjónar- votti. Daðrar í Cannes DAÐRAR Sean Penn sást daðra við fjölda kvenna í Cannes.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.