Fréttablaðið - 04.06.2011, Qupperneq 81
LAUGARDAGUR 4. júní 2011 53
Tónleikar ★★★
Sigríður Thorlacius og Sigurður Guð-
mundsson með Sinfóníunni
1. júní í Hörpu
„Ég veit þú kemur“ var yfirskrift tónleika
Sinfóníunnar á miðvikudagskvöldið í Hörpu.
Á dagskránni voru þekkt dægurlög frá því í
gamla daga, í útsetningum Hrafnkells Orra
Egilssonar. Þetta voru lög eins og Á morg-
un eftir Ingibjörgu Þorbergs og Heima eftir
Oddgeir Kristjánsson, en einnig lög eftir
erlenda höfunda með íslenskum textum.
Útsetningarnar voru fínar. Það var
skemmtilegur, dálítið nostalgískur Holly-
wood-bragur á þeim, stundum í dekkri kant-
inum. En líka glanskenndir kaflar, oft glæsi-
legir lokasprettir og hápunktar sem eru
ekkert endilega í upprunalegu útgáfunum.
Það smellpassaði hér.
Þau Sigríður Thorlacius, úr Hjaltalín, og
Sigurður Guðmundsson, oft kenndur við
Hjálma og Memfismafíuna, sungu lögin.
Sigríður var of lengi að komast almenni-
lega í gang. Auðvitað er eðlilegt að söngv-
ari þurfi smá tíma til að ná fullum dampi,
en hér þurfti maður að bíða þar til eftir hlé
að hún næði að gefa sig tónlistinni á vald.
Hún hefur einstaklega fallega rödd, skæra
og hljómmikla, en það var varla merkjanlegt
fyrr en í seinni hluta tónleikanna.
Maður áttaði sig fyrr á Sigurði. Hann er
svona Hauks Morthens týpa. Röddin er silki-
mjúk, en tæknina vantar. Hann átti stundum
erfitt með að hoppa almennilega yfir stærri
tónbil, en frammistaða hans var þó jafnari
en hjá Sigríði. Og það var a.m.k. alltaf rétta
stemningin í söng hans. Hljómsveitin, undir
stjórn Bernharðs Wilkinsonar, spilaði prýði-
lega. Ég er þó ekki frá því að hún hefði mátt
spila örlítið veikar, a.m.k. átti hún það til að
yfirgnæfa söngvarana. Eða þá að þurft hefði
að hækka aðeins í söngvurum. Í sjálfu sér
voru þetta rislitlir tónleikar. Það var ekkert
sem gerði mann brjálaðan af hrifningu. En
eins og áður sagði voru útsetningarnar flott-
ar, og lögin hafa fyrir löngu sannað sig. Ég
held að fáum hafi leiðst þarna um kvöldið.
Jónas Sen
Niðurstaða: Smekklegar útsetningar, misjafn
söngur, jafnvægið á milli söngvara og hljóm-
sveitar ekki alveg í lagi, en góð stemning og
skemmtileg tónlist.
Fínar útsetningar
RISLÍTIÐ EN SMEKKLEGT Sigríður Thorlacius og
Sigurður Guðmundsson sungu með Sinfóníunni í
Hörpu á miðvikudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Samband Scarlett Johansson og
Sean Penn hefur liðið undir lok.
Parið hafði verið að hittast frá
því í febrúar.
Þau sáust fyrst saman er þau
fóru í frí til Mexíkó og stuttu
síðar birtust myndir af þeim þar
sem þau snæddu saman hádegis-
verð í Los Angeles. Parið mætti
einnig saman í veislu sem fram
fór í Hvíta húsinu í apríl. „Sean
mætti einn til Cannes í lok maí
og sást daðra við
fjölda kvenna, það
varð til þess að fólk
fór að velta fyrir
sér hvort hann og
Scarlett væru hætt
saman,“ var haft
eftir sjónar-
votti.
Daðrar
í Cannes
DAÐRAR
Sean Penn
sást daðra
við fjölda
kvenna í
Cannes.