Fréttablaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 68
4. júní 2011 LAUGARDAGUR40 Merkisatburðir 780 f.Kr. Fyrsti sólmyrkvi sögunnar var skráður í Kína. 1134 Orrustan við Fótavík nálægt Lundi milli Níelsar Dana- konungs og Eiríks eimuna. 1794 Breskar hersveitir náðu Port-au-Prince á Haítí á sitt vald. 1832 Tíu Íslendingar skipaðir fulltrúar á þing Eydana, en það voru íbúar eyja, sem heyrðu undir Danmörku. 1896 Henry Ford prufukeyrir fyrsta bílinn sem hann hannaði (þetta var jafnframt fyrsti bíllinn sem hann keyrði). 1917 Fyrsta afhending Pulitzer-verðlaunanna. 1919 Bandaríkjaþing samþykkir að breyta stjórnarskrá Bandaríkjanna svo konur nytu kosningaréttar. „Mikil fjölgun hefur orðið í kraftasportinu og marg- ir sterkir strákar farnir að æfa. Þeir eiga þó ekkert í menn sem eru uppundir 200 kíló og því ósanngjarnt að láta þá keppa í sama flokki. Því ákváðum við að vera með sér keppni fyrir létt- ari keppendur,“ segir Hjalti Árnason. Í dag hefst í Þor- lákshöfn keppnin Sterkasti maður Íslands, léttari en 105 kíló. Þetta er í þriðja sinn sem keppnin er haldin en hún hefst við höfnina í Þorláks- höfn klukkan 14 í tengslum við sjómannadagshátíð bæjarins. „Tíu keppendur hafa skráð sig til leiks, þeir eru allir í mjög heilbrigðu formi, léttir á sér og sterk- ir,“ segir Hjalti. Keppendur þurfa að kljást við klassísk- ar íslenskar greinar. „Þeir munu draga skip, fara í bændagöngu og sirkuslyftu og þurfa að lyfta þungum steinum,“ segir Hjalti og telur að keppnin sé stór- skemmtileg fyrir áhorf- endur. „Svo geta áhorfend- ur líka spreytt sig,“ segir hann. Keppnin verður tekin upp og sýnd á Stöð 2 Sporti síðar í sumar. Sigurvegarinn fær titil auk þess sem reynt verður að greiða götu hans svo hann geti keppt í heims- meistaramóti í Finnlandi. Draga skip og lyfta steinum ÚRSUS Hjalti lofar góðri skemmtun þegar tíu sterkir karlmenn keppa um titilinn sterkasti maður Íslands léttari en 105 kg í Þorlákshöfn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Guðmundu Ögmundsdóttur Starfsfólki líknardeildar á Landakoti eru færðar bestu þakkir fyrir góða umönnun. Guðný Gerður Gunnarsdóttir Ögmundur Gunnarsson Rannveig Stefánsdóttir Gunnar Freyr Gunnarsson barnabörn og barnabarnabarn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðríður Guðmundsdóttir frá Viðey, Vestmannaeyjum, lengst af til heimilis á Langholtsvegi 144, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 29. maí. Útför hennar fer fram frá Áskirkju í Reykjavík miðvikudaginn 8. júní kl. 13.00. Guðlaug St. Sveinbjörnsdóttir Þórður Kristjánsson Guðmunda Erla Sveinbjörnsdóttir Gérard Vautey Kári Hafsteinn Sveinbjörnsson Íris Björnæs Þór Erla, Örvar Hafsteinn, Marit Guðríður, Nils, Sólveig, Tómas Þór og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Eðvarð Árdal Ingvason frá Skagaströnd, lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss 29. maí. Jarðsett verður frá Hólaneskirkju á Skagaströnd mánudaginn 6. júní kl. 15.00. Blóm og kransar vinsam- lega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á deild Krabbameinsfélagsins á Skagaströnd. Signý Magnúsdóttir og fjölskylda Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og sendu okkur kveðjur við andlát og útför Yngva Rafns Baldvinssonar fyrrum íþróttafulltrúa, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. Friðrik E. Yngvason Theodóra Gunnarsdóttir Björgvin Yngvason Birna Hermannsdóttir Stefán Yngvason Nína Leósdóttir Yngvi Rafn Yngvason Alís Freygarðsdóttir og fjölskyldur Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Margrétar Ketilsdóttur Hjallalundi 15b, Akureyri. Sérstakar þakkir til Heimahlynningar á Akureyri, kvenfélaga Akureyrarkirkju og Hörgdæla og Kirkjukórs Möðruvallaklaustursprestakalls. Aðstandendur. Móðir okkar, Guðríður Helgadóttir Snorrabraut 56, áður Þórólfsgötu 8, Borgarnesi, lést á Droplaugarstöðum miðvikudaginn 1. júní. Guðrún Gestsdóttir Sigurlaug Gestsdóttir Fanney Gestsdóttir Kristján Gestsson Heiða Gestsdóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Júlíus S. Júlíusson leigubílstjóri, Þinghólsbraut 10, Kópavogi, andaðist á Hrafnistu Boðaþingi þann 23. maí síðastliðinn. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 7. júní kl. 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hrafnistu Boðaþingi, þar sem hann fékk góða umönnun. Jón E. Júlíusson Stefanía Júlíusdóttir Vilhjálmur Þorsteinsson Hörður Júlíusson Júlía J. Puiaob Jóhanna Júlíusdóttir Sigrún Júlíusdóttir Trausti Júlíusson Helga G. Óskarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Hjartkær eiginmaður minn, Þorsteinn Sigurðsson Hjaltastaðahvammi, Akrahreppi, Skagafirði, lést á dvalarheimili aldraða Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki miðvikudaginn 1. júní síðastliðinn. Sigríður Márusdóttir Bílaumboðið Askja verður opnað formlega í Reykjanesbæ í dag. Kjartan Steinarsson stýrir því undir merkjum K. Stein- arsson ehf. og er til húsa við Holtsgötu 52. Þar verður hann með söluumboð fyrir nýja Mercedes-Benz og Kia-bíla, líkt og Askja á Krókhálsi 11. Í K. Steinarsson verða þrír starfsmenn en auk Kjartans verður eiginkona hans, Guðbjörg Theodórs- dóttir þar og einnig bróðir hans, Sigtryggur Steinarsson. Kjartan er vel þekktur á Suðurnesjum innan bíla- og fót- boltageirans. Hann hefur verið með umboð fyrir bíla frá Heklu og rekstur þjónustuverkstæðis við Njarðarbraut frá árinu 2000 en hefur nú lokað þeirri starfsemi og segir eft- irsjá í öllu því góða starfsfólki sem hann hafi haft með sér síðasta áratuginn. Hann tekur jafnframt fram að það sé ánægjulegt að allir sem unnu hjá honum hafi fengið vinnu annars staðar. Síðustu þrjú ár eru án efa þau erfiðustu í sögu bílasölu á Íslandi en Kjartan segir hana aðeins að glæðast aftur þar sem endurútreikningar bílalána séu að ganga í gegn og við- skipti tekin að glæðast að nýju. Hann telur því að botninum hafi verið náð í bílasölu á Íslandi og kveðst horfa bjartsýnn fram á veginn. Askja opnuð í Reykjanesbæ BÍLABÆRINN Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa lýst því yfir að þau ætli að vera í forystu í umhverfisvænum samgöngum. Askja hefur þegar selt nokkra Mercedes Benz metanbíla til fyrirtækja þar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hinn árlegi handverksdagur Heimilis- iðnaðarfélags Íslands á Árbæjarsafni verður haldinn hátíðlegur á morgun. Félagsmenn munu venju samkvæmt sýna margvíslegt handverk eins og útsaum, baldýringu, knipl, perlusaum, tóvinnu og spjaldvefnað. Einnig verð- ur rússneskt hekl og sauðskinnsskóa- gerð sýnd. Á Kornhúsloftinu verður útskrift- arsýning nemenda Heimilisiðnaðar- skólans og Þjóðbúningastofa verður með kynningu á þjóðbúningnum Líkn. Á morgun verður einnig opnuð ný sýning í Suðurgötu 7 sem nefnist Buxur, vesti, brók og skó. Á henni getur að líta heimagerð barnaföt frá ýmsum tímum. Formleg dagskrá hefst klukkan 13 í dag og allir sem mæta í íslenskum búningi fá frítt inn. Árbæjarsafn er opið alla daga í sumar á milli klukkan tíu og fimm. - mmf Handverk á Árbænum SAUÐSKINNSSKÓAGERÐ SÝND Hinn árlegi handverksdagur Heimilisiðnaðarfélags Íslands verður haldinn á morgun á Árbæjarsafni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.