Fréttablaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 60
6 fjölskyldan
Jón Klausen, sem verður ell-efu ára í haust, fór á sín fyrstu fjöll í burðarpoka með móður sinni og föður, þeim
Guðbjörgu Andreu Jónsdóttur og
Jóhanni Friðriki Klausen. Þegar
hann var sjálfur farinn að geta
hlaupið um allar trissur fór fjöl-
skyldan að fara í stuttar dagsferð-
ir á fjöll en fyrsta langa fjallgang-
an þar sem Jón var með í för var
ferð á Leggjabrjót en þá var hann
fjögurra ára.
„Frá árinu 2005 höfum við farið
í nokkrar ferðir og ansi víða,“
segir Guðbjörg, sem starfar sem
forstöðumaður Félagsvísinda-
stofnunar Háskóla Íslands. Jóhann
sinnir starfi ráðgjafa hjá Skýrr.
„Við erum bæði alin upp úti á
landi, þar sem útivist var sjálf-
sagður hlutur. Eftir að við fluttum
í bæinn fórum við í styttri ferðir
en fórum að fara í lengri ferðir
þegar við eignuðumst jeppa árið
2005,“ segir Jóhann og Guðbjörg
bætir við að með tilkomu göngu-
tjalds árið 2008 hafi þau prófað
göngur með „allt á bakinu“ og það
hafi verið ótrúleg upplifun. Ein
slík ferð, sú lengsta sem fjölskyld-
an hefur farið í, varð mikið ævin-
týri en þá var Jón 7 ára.
Fjölskyldan gekk þá stærðar-
innar hring, 40 kílómetra, upp við
Langjökul en Karlsdráttur nefn-
ist vogur norður úr Hvítárvatni
rétt austan Norðurjökuls. „Það er
farið umhverfis Baldheiði og inn
í Karlsdrátt en leiðin er ekkert
merkt, engar stikur eða neitt þann-
ig að maður stólar á GPS-tækið.
Síðan gengum við og vorum bara
ein með náttúrunni,“ segir Jóhann.
Guðbjörg og Jóhann segjast
orðið vita vel hvernig hægt er að
gera fjallgöngurnar skemmtilegar
fyrir Jón og í þessari ferð fundu
þau til að mynda stein á kortinu,
sem þau skírðu „Jón klett“, og
gerðu sér það að leik að ná að þeim
kletti og borða þar nesti.
„Þetta er svona hans klettur á
kortinu og það finnst honum rosa-
lega gaman. Annars er nestið allt-
af lykilatriðið í öllum ferðum sem
hann fer með okkur í. Alveg sama
hversu stutt ferðin er, jafnvel bara
upp í Öskjuhlíð – nesti verður að
vera,“ segir Guðbjörg og bendir
á að hægt sé að gera fjallgöngur
mjög skemmtilegar fyrir börn ef
þau vita að áð verður og snætt eitt-
hvað smálegt, hvort sem er epli,
kex, heitt kakó eða samlokur.
„Eitt það mikilvægasta þegar
farið er með börn á fjöll er að
maður má ekki reka of mikið á
eftir þeim,“ segir Guðbjörg og
Jón, með sinn eigin klett á kort-
inu, getur tekið undir það og finnst
greinilega gott að geta hægt á
göngunni þegar honum hentar og
fá að leggjast í grasið. „Ef ég verð
þreyttur bið ég þau um að stoppa
og við finnum góðan stað til að
leggjast í grasið og hvíla okkur
og kannski fáum við okkur eitt-
hvað að borða,“ segir Jón og bætir
við að eitt það skemmtilegasta
við fjallgöngurnar sé að sjá allt
útsýnið.
„Þetta snýst ekki um að draga
börnin á fjöll, maður verður að
vera tilbúinn til að fara á þeirra
forsendum, og hafa meira en
minna af fötum, ef veður breytist.
Einnig er Jón alltaf með smápoka
á sér með nesti, bók og einhverju
dóti. Börn eru svo mismunandi,
sum eru full af kappi og vilja bara
komast á leiðarenda en önnur, eins
og Jón, vilja skoða og rannsaka það
sem þau sjá á leiðinni og það er
mikilvægt að gefa þeim svigrúm
til þess,“ segir Guðbjörg.
Jóhann mælir að lokum með
því að fólk byrji smátt og prófi sig
áfram til að sjá hvort fjallgöngur
henti fjölskyldunni. „Til að mynda
er hægt að fara í stuttar dagsferð-
ir og nefni ég þar til að mynda
Reykjanesið sem er heill ævin-
týraheimur. Bæði svæðið í kring-
um Kaldársel, að ganga á Keili og
fleiri staðir. Að fara með börnunum
er líka svo skemmtilegt fyrir okkur
fullorðna fólkið því maður skoðar í
raun miklu meira með þeim í stað
þess að ana áfram.“ - jma
Nestið er eitt það
allra mikilvægasta
Hjónin Guðbjörg Andrea Jónsdóttir og Jóhann Friðrik Klausen hafa ásamt syni sínum
Jóni Klausen, tíu ára, farið á ófá fjöll frá því að Jón var ekki ýkja hár í loftinu. Þau segja
fjallgöngur með börnum öðruvísi og ekki síðri en í fullorðinshóp.
Fjölskyldan Jóhann Friðrik Klausen, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir og Jón
Klausen hafa yndi af því að fara saman á fjöll. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Esjan sigruð Feðgarnir sprettu upp Esjuna og Jón var ekki vitund lofthræddur þegar upp var komið.
Til í slaginn Mæðginin saman en
fjölskyldan hefur farið í fjallgöngur
saman frá því áður en Jón fór að
ganga, en þá var hann bara í burðar-
poka á bakinu.
Tannlæknafélag Íslands mælir
með notkun xylitols sem
aðalsætuefnis í tyggigúmmíi
AFS á Íslandi • Sími 552 5450 • www. afs.is
LANGAR ÞIG TIL ÞESS AÐ VÍKKA
SJÓNDEILDARHRINGINN OG
EIGNAST ERLENDA VINI?
AFS skiptinemasamtökin leita nú að fóstur-
fjölskyldum fyrir erlenda nema sem koma til
landsins 19. ágúst næstkomandi.
Við gefum þér möguleika á að kynnast heiminum heima hjá
þér auk þess sem þú sérð eigið land og þjóð frá nýrri hlið þegar
þú kynnist sjónarhóli skiptinemans. Fjölskyldur sem bjóða
skiptinemum inn á heimili sín geta verið mjög margbreytilegar, það
er fyrst og fremst áhuginn og hlýtt viðmót sem skiptir máli.
Fósturfjölskyldur gera starf AFS skiptinemasamtakanna mögulegt!
Áhugasamir vinsamlega hafið samband við skrifstofu AFS,
Ingólfsstræti 3, 101, Reykjavík. Sími 552-5450. www.afs.is