Fréttablaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 72
4. júní 2011 LAUGARDAGUR44 Hvað ertu gamall? Ég er sjö ára. Í hvaða skóla ertu? Ég er í Varmahlíðarskóla. Voru skólafélagar þínir spennt- ir yfir því að þú værir að fara að leiða Pedro Rodriguez inn á völlinn? Flestallir voru að spyrja mig út í þetta og þá er ég að tala um allir, nema nokkrir í mínum bekk. Þeim fannst þetta ekki sérlega merkilegt. Hvað var skemmtilegast við ferðina? Örugglega að fá að taka í höndina á Pedro Rodriguez og leiða hann. Hvernig var hann og töluðuð þið saman? Hann var ágætur. Hann spurði mig frá hvaða landi ég væri og ég sagði bara Iceland. Hefurðu mikinn áhuga á fót- bolta? Já, ágætlega. Æfirðu fótbolta? Já, hjá Smár- anum sem er hérna í Varmahlíð. Heldurðu með einhverju fót- boltaliði? ManU, auðvitað. Áttu þér einhverja fyrirmynd í fótboltanum? Örugglega Giggs vegna þess að hann er svo góður og hefur spilað marga leiki. Langar þig að verða eins og Giggs? Kannski, en ég er samt nýbúinn að velja annað starf sem ég ætla að verða þegar ég er stór. Ég ætla reyndar að verða efnafræðingur. Hver eru áhugamálin þín? Aðal- áhugamálið mitt er bardagi. Ég er mikið fyrir bardagamyndir og ég hef milljón, trilljón, skrill- jón sinnum horft á svoleiðis myndir. Ég er ekki að tala um bannaðar myndir, kannski samt innan tólf. Æfirðu einhverja bardaga- íþrótt? Ég er sjálfur að skálda mína eigin bardagaíþrótt. Hvað er skemmtilegast við bar- daga? Mér finnst töfrabardag- ar skemmtilegastir. Þeir eru skrýtnir. Töfrar eru samt ekki til í alvöru. Eini galdurinn sem er til er heimurinn. krakkar@frettabladid.is 44 Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Allir stilla sér upp framan við gluggalausan vegg. Einhver byrjar á að henda bolt- anum í vegginn og nefnir nafn ein- hvers í hópnum: „Upp fyrir Stínu“ og þá á Stína að grípa bolt- ann. Ef henni tekst það kast- ar hún aftur í vegginn og nefn- ir nafn einhvers annars. En ef Stína grípur ekki hlaupa allir frá veggnum á meðan hún nær í boltann. Þegar hún hefur náð honum kallar hún: „Stoð“ og þá eiga allir að stoppa. Þá reynir Stína að hitta einhvern með boltanum og ef henni tekst það fær sá krakki „strik“ en ann- ars fær Stína strikið. Þegar einhver hefur fengið þrjú strik er hann úr leik. Ef Stína hittir krakkann á sá að kasta í vegginn næst en annars gerir Stína það. Boltaleikurinn Stoð og strik TÖFRAR magic.about.com/od/libraryofsimpletricks/ig/Easy-Tricks-for- Kids er vefsíða sem kennir krökkum auðveld töfrabrögð. Maður hringir í öngum sínum í kvennadeildina: „Konan mín er ófrísk og það eru aðeins tvær mínútur á milli hríða hjá henni!“ „Er þetta fyrsta barnið hennar?“ spyr læknirinn? „Nei, vitleysingur,“ hrópar maðurinn. „Þetta er maðurinn hennar.“ Unglingur er – manneskja sem man aldrei eftir því að fara út með hundinn, en gleymir aldrei símanúmeri. Unglingur er – einhver sem kann á flóknustu tölvurnar án kennslu en getur ekki búið um rúmið. Unglingur hefur smekk fyrir tvenns konar tónlist. Hárri og mjög hárri. HEIMURINN ER GALDUR Hinn sjö ára gamli Steinar Óli Sigfússon leiddi Pedro Rodriguez, fótboltamann í Barcelona, út á völlinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um liðna helgi. Steinar Óli heldur með Manchester United og hefur ágætlega mikinn áhuga á fótbolta. Aðaláhugamálið mitt er bar- dagi. Ég er mikið fyrir bardaga- myndir og ég hef milljón, trilljón, skrilljón sinnum horft á svoleiðis myndir. Ég er ekki að tala um bann- aðar myndir, kannski samt innan tólf. Steinar Óli Sigfús- son sagði Pedro Rodriguez að hann kæmi frá Íslandi. Listasmiðja verður starfrækt í Norræna húsinu um helgina í tengslum við sýningu Myndlista- skólans í Reykjavík, Víðáttu og rjóður. Sýningin er unnin upp úr þremur norrænum listbúðum sem Myndlistaskólinn stóð fyrir og tók þátt í og fjölluðu meðal annars um ábyrgð okkar gagn- vart landslaginu. Undanfarið hafa grunnskólanemendur sótt listasmiðjurnar heim en um helg- ar er gestum og gangandi boðið að spreyta sig. Listasmiðjan hefst klukkan tíu og er þetta síðasta helgin sem sýningin er opin. Víðátta og rjóður Krakkar í Listasmiðjunni. MIKIL SALA VANTAR EIGNIR Á SKRÁ! www.landmark.is • sími: 512 4900 • Bolholti 4 Sveinn Eyland sölufulltrúi gsm: 6.900.820 VANTAR ALLAR TEGUNDIR EIGNA Á SKRÁ. ER MEÐ KAUPANDA AÐ 3-4 HERB. Í 101/105/107. VANTAR 3JA HERB ÍBÚÐ Í 101 MEÐ STÆÐI Í BÍLG. ALLT AÐ 40 MILLJ. • • • HRINGDU NÚNA 6.900.820 Magnús Einarsson Lögg. fast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.