Fréttablaðið - 04.06.2011, Page 12

Fréttablaðið - 04.06.2011, Page 12
12 4. júní 2011 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 A ðeins liðlega hálft prósent bílaflota landsmanna geng- ur fyrir öðru eldsneyti en bensíni og dísilolíu eða rétt rúmlega eitt þúsund bílar. Þar af er meira en helmingurinn svokallaðir tvinn- bílar sem knúnir eru bæði bensíni og rafmagni, því næst koma metanbílar sem ýmist ganga eingöngu fyrir metani eða bæði fyrir metani og bensíni. Þá eru ótaldir sextán vetnis- bílar og tíu rafmagnsbílar. Þessar tölur gefa vissulega ekki beinlínis tilefni til bjartsýni um vistvæðingu orkunnar sem samgöngutæki okkar ganga fyrir. Þó eru teikn á lofti um að undirbúningsvinna undangeng- inna ára sé að skila einhverjum árangri á þessu sviði. Fyrir nokkrum vikum var frá því greint hér í Fréttablaðinu að Fyrirtækið Metanorka stefndi að því að setja hér á fót metanorkuver í samstarfi við Stjörnugrís. Í orkuverinu yrði úrgangur frá svínabúinu að Melum í Melasveit nýttur til fram- leiðslu á metangasi, úrgangur sem að öðrum kosti nýtist ekki og er í raun heldur til trafala. Framleiðslugeta búsins á að vera næg til að uppfylla ársnotkun eitt þúsund meðalstórra fjölskyldubíla. Í þessari viku var greint frá öðru verkefni þar sem unnið er að sama markmiði, að draga úr notkun óendurnýjanlegrar orku til að knýja samgöngutæki. Verið er að reisa metanólverksmiðju á Reykjanesi á vegum nýsköpunarfyrirtækisins Carbon Recycl- ing International en á vegum þess fyrirtækis hefur verið þróuð aðferð til að framleiða vistvænt eldsneyti. Í verksmiðjunni á að vinna metanól úr gufum sem fást úr túrbínum orkuversins í Svartsengi. Metanólinu á að blanda í bensín, fyrst í stað í svo litlu magni að hægt verður að nota blönduna á venjulegar bílvélar. Hugsanlegt er að að blandan komi á markað strax í haust. Það er meira en að segja það að bylta orkunotkun bílaflotans. Til þess að hægt sé að skipta um um orkugjafa þarf nýja orkan að vera aðgengileg og hver áfylling verður að geta knúið farar- tækið hundruð kílómetra. Til þess að hagkvæmt sé að setja upp áfyllingarstöðvar nýrrar orku þarf aftur nokkurn fjölda bíla sem gengur fyrir orkunni. Þarna liggur ákveðin hindrun. Svo virðist þó sem við fær- umst hægum skrefum nær því að vistvæn, eða í það minnsta vistvænni, orka verði aðgengilegur valkostur. Í þessari þróun þurfa neytendur líka að átta sig á því hvað er í húfi og taka nýju orkunni opnum örmum. Verkefnið er brýnt. Svo mikið er víst. Þar sem fátt fólk býr á stóru landsvæði er ljóst að alltaf mun þurfa að nota mikla orku í samgöngur. Þess vegna er afar brýnt að þróa nýja valkosti í eldsneytismálum. Hvort tveggja skiptir þar máli, að þróa val- kost sem er umhverfinu vinsamlegri en sú óendurnýjanlega og umhverfisspillandi orka sem við notum nú, og hitt að ná að fram- leiða hér eldsneyti sem þegar upp er staðið verður ódýrari val- kostur en innflutt olía og bensín því eftir því sem á þær birgðir gengur mun verðið hækka og svo halda áfram að hækka. SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Pólitísk réttarhöld eru þekkt í sögunni. Mynd þeirra er margvísleg. Eitt eiga þau þó sameiginlegt. Það er smán- arbletturinn sem þau setja á þær þjóðir sem hlut eiga að máli. Fyrstu pólitísku réttarhöld íslenska lýð- veldisins hefjast í næstu viku. Það eru réttarhöld Steingríms Jóhanns Sigfússonar fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra gegn Geir Haarde. Sérstakur saksóknari Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingarinnar hefur þegar opnað vefsíðu á kostnað skattborg- aranna til þess að koma málstað flokkanna sem að ákærunni standa á fra m fær i . Það er nýmæli í íslenskri rétt- arsögu en um leið rökrétt birt- ingarmynd póli- tískra réttar- halda. Sá sem einn sætir ákæru vegna pólitískr- ar stöðu sinnar á að sjálfsögðu ekki aðgang að pen- ingum skattborgaranna til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í þeim átökum sem boðuð eru með opnun ákærusíðunnar. Frjáls fram- lög þeirra sem trúa á réttarríkið verða að sama skapi mikilvægari í þessari málsvarnarbaráttu. Aug- ljóst er að ríkisvaldið ætlar ekki að spara peninga skattborgaranna fyrir ákærumálstað þeirra flokka sem reka málið. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir afdráttarlaust að ekki hafi verið unnt að koma í veg fyrir fall bankanna eftir 2006. Flokkar Steingríms Jóhanns Sigfús- sonar fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra ákváðu hins vegar að ákæra Geir Haarde einan úr hópi þeirra sem pólitíska ábyrgð báru árið 2008 fyrir að hafa ekki gert það sem rannsóknarnefndin taldi ógerlegt. Gerska ævintýrið í nýrri útgáfu ÞORSTEINN PÁLSSON Niðurstöður rannsóknar-nefndarinnar verða hvorki sannaðar né afsannaðar með vís- indalegum aðferðum eða laga- rökum. Sama er um mat fyrrver- andi forsætisráðherra á aðstæðum árið 2008. Kjarni málsins er sá að réttarhöldin snúast um mat á aðstæðum sem menn axla pólitíska ábyrgð á í lýðræðisríkjum en eru fundnir sekir fyrir þar sem önnur gildi eru æðri. Réttarhöld Stalíns gegn Búk- harín á ofanverðum fjórða ára- tug síðustu aldar eru þekkt dæmi um pólitískan málarekstur. Þeim verður alls ekki í einu og öllu jafnað til þeirra réttarhalda sem hefjast í næstu viku, af þeirri ástæðu að þar markaði dauðinn endalokin. Þau réttarhöld spunn- ust þó inn í íslensk stjórnmálaátök og íslenskar bókmenntir enda var Halldór Laxness viðstaddur. Hann skrifar um þau í Gerska ævintýrinu og segir: „Sú lifandi mynd baráttunnar milli pólitískra höfuðafla … er svo skyld náttúru- öflunum sjálfum að atriði eins og siðferðileg eða lögfræðileg „sekt“ samsærismannanna, eða sú pers- ónulega refsíng sem beið þeirra, verða í raunréttri smámunir sem ekki freista til kappræðu. Þegar svo djarft er teflt um örlög 170 miljón manna, og raunar als heimsins, einsog blökkin gerði, þá fara ræður um „sekt“ að fá býsna smáborgaralegan hljóm, sömu- leiðis býsnanir útaf réttlátum eða ránglátum aftökum.“ Þetta við- horf endurspeglaðist á Alþingi við lokaafgreiðslu ákærumálsins gegn Geir Haarde meira en sjö áratug- um síðar. Þá höfðu runnið tvær grímur á nokkra stjórnarþing- menn. Af því tilefni flutti formað- ur ákærunefndarinnar lokaræðu með þeirri brýningu að stjórnar- þingmönnum væri skylt að greiða atkvæði með ákæru því að um málið hefði verið samið í stjórn- arsáttmála. Með öðrum orðum: Smáborgaralegar hugsanir um sekt eða réttlæti í nútíma réttar- skilningi hlutu að víkja fyrir æðri gildum eins og stjórnarsáttmála Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingarinnar. Býsnanir út af ranglæti Aldarfjórðungi eftir útkomu Gerska ævin-týrisins skrifaði Hall-dór Laxness Skálda- tíma. Þar birtast réttarhöldin í öðru ljósi: Sakborningarnir voru þvældir endalaust af yfirsaksókn- ara ríkisins, sakaðir um heims- sögulega en að sama skapi þoku- kennda glæpi. Síðan segir Halldór Laxness: „Þegar höfuðandskotinn Búkhar- ín var afþveginn sökum nú fyrir skemstu, eftir að hafa verið dauð- ur í tuttugu og fimm ár, þá var sagt í hinu dauflega orðaða upp- reisíngarskjali æru hans að hann hefði ekki gert sig sekan um neinn glæp, heldur aðeins haft skoðun á stjórnmálum smávegis öðruvísi en einhverjir aðrir menn.“ Erfitt er að gera sér ímynd af Íslandi án Skáldatíma. Þó má ganga út frá því sem vísu að Ísland væri snauðara í andlegum efnum ef hann hefði aldrei orðið til. Halldór Laxness er svo sam- ofinn þjóðinni að Skáldatími var nauðsynlegur fyrir samvisku hennar. Þegar saksóknari Steingríms Jóhanns Sigfússonar og Jóhönnu Sigurðardóttur hefur málarekstur sinn í næstu viku eru liðin fjöru- tíu og átta ár frá útkomu Skálda- tíma. Því er ástæða til að spyrja: Lýtur Ísland forystu fólks sem ekki meðtók það sem þar er skrif- að? Eða er Skáldatími úr sögunni? Er Skáldatími úr sögunni? TILBOÐ Á HÁRSNYRTIVÖRUM 25% AFSLÁTTUR ...til 20. júní MARIA NILA - I CARE Frábærar hársnyrtivörur á mjög góðu verði. Sjampó fyrir daglega notkun, sjampó sem gefur meiri fyllingu, sjampó fyrir li a r, susjampó, n ring, djúpn ring, rsprey og rfo a. Sölustaðir eru m.a.: Lyfja, Lyfjaver, Lyfjaval, Árbæjarapótek, Reykjavíkurapótek, Laugarnesapótek, Apótek Vesturlands Umhverfisvænt eldsneyti skiptir sköpum fyrir umhverfið og efnahaginn. Nýir valkostir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.