Fréttablaðið - 04.06.2011, Side 24
4. júní 2011 LAUGARDAGUR24
ÞESSIR „SKRÓPA“ Á EM
Ekki fá allir að spila á EM í Danmörku og í flestum
tilfellum þykja þeir einfald-
lega of stórir fyrir mót U-21
landsliða. Stjórar kappanna
hjá félagsliðum þeirra settu
þeim sumum stólinn fyrir
dyrnar, á meðan aðrir virtust
einfaldlega ekki hafa áhuga.
Danmörk
Nicklas Bendtner
Simon Kjær
England
Jack Wilshere
Andy Carroll
Micah Richards (meiddur)
Spánn
Sergio Busquets
Stærstu íslensku stjörnurnar
Íslendingar eru einnig í hópi stærstu stjarna mótsins –
því má ekki gleyma. Stærstu
félagslið Evrópu munu fylgj-
ast grannt með gangi mála á
mótinu og ekki síst íslensku
leikjunum. Þetta er frábært
tækifæri fyrir þá alla að sýna
sig og sanna en það má búast
við að augu flestra muni bein-
ast að þessum:
Gylfi Þór Sigurðsson
Kolbeinn Sigþórsson
Aron Einar Gunn-
arsson
Eggert Gunnþór
Jónsson
Alfreð Finnbogason
ENGLAND DANNY WELBECK
Sóknarmaður | Manchester United | 20 ára | 1,85 m
SPÁNN DAVID DE GEA SVISS XHERDAN SHAQIRI
Kantmaður | FC Basel | 19 ára | 1,70 m
Býr yfir mikilli reynslu þrátt fyrir ungan aldur og er
miklum metum í heimalandinu.
Shaqiri á að vera andlit sviss-
neskrar knattspyrnu næsta
áratuginn og gott betur.
Flutti sem barn frá gömlu
Júgóslavíu til Basel í
Sviss þar sem hann
spilar enn í dag,
þrátt fyrir mik-
inn áhuga mun
stærri liða í
Evrópu. Var
óvænt valinn í
landsliðið snemma
árs 2010 og komst svo
í HM-hóp Sviss og kom
við sögu í einum leik í
Suður-Afríku.
Tómas Ingi: Fæddur ´91 og
hefur farið mjög hratt upp á
stjörnuhimininn. Þessi dreng-
ur hefur farið hamförum að
undanförnu með sinn vinstri
fót. Eldsnöggur og með
vinstri sleggju sem Guðs
gjöf. Menn ættu jafnvel að
muna eftir markinu sem
hann skoraði fyrir Basel
gegn KR í Evrópukeppninni.
Hefur aðeins spilað tvo leiki
fyrir U-21 lið Sviss en sjö
fyrir A-landsliðið.
Hættulegustu andstæðingarnir
Evrópumeistaramót U-21 landsliða hefst í Danmörku eftir eina viku og bíða margir Íslendingar spenntir enda ekki oft sem
Ísland kemst í úrslitakeppni stórmóts í knattspyrnu. Þó svo að margir sterkir leikmenn verði fjarverandi þar sem þeir þykja
greinilega of stórir fyrir þetta mót verða margar af framtíðarstjörnum Evrópu í eldlínunni á mótinu. Eiríkur Stefán Ásgeirsson leit
yfir sterkustu andstæðinga Íslands á mótinu og fékk Tómas Inga Tómasson, aðstoðarþjálfara U-21 liðs Íslands, sér til aðstoðar.
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, er nýbú-inn að tilkynna að De Gea verði eftirmaður Edwins van der Sar
hjá félaginu. Það eitt og sér segir margt um þennan sterka markvörð.
Hann er uppalinn hjá Atletico Madrid og komst í byrjunarliðið aðeins
átján ára gamall. Hann átti stóran þátt í sigri Atletico í Evrópudeild
UEFA í fyrra og varði svo vítaspyrnu Diego Milito í árlegri Ofurbikar-
keppni UEFA í haust. Atletico vann leikinn, 2-0.
Tómas Ingi: Klárlega efnilegasti markmaður Spánar og þó víðar væri leitað.
Spánverjar vilja líta á hann sem nýjan Iker Casillas. Er hávaxinn, góður á fótum
og býr yfir mikilli reynslu. Hann er fæddur 1990 og því einnig gjaldgengur
í næsta U-21 lið Spánar. Á að baki meira en 40 leiki með yngri landsliðum
Spánar og 60 leiki með Atletico.
DANMÖRK CHRISTIAN ERIKSEN
Sóknartengiliður | Ajax | 19 ára | 1,77 m
TÉKKLAND
TOMAS PEKHART
Sóknarmaður
Sparta Prag
22 ára | 1,94 m
Tómas Ingi: Einn
einn af þessum
háu framherjum
sem Tékkar hafa
mikið dálæti á
(m.a. Tomas Sku-
hravý og Jan Koller). 194 cm á hæð og
gífurlegur markaskorari. Ég er nokkuð
viss um að enginn af þeim sem spila
með U21 liðum sínum í Evrópu hafa
skorað jafn mörg mörk og Pekhart
en mörkin eru 16 í 22 leikjum. Mjög
sterkur á bolta og auðvitað nær óvinn-
andi í loftinu. Hefur aðeins spilað
einn A-landsleik og tel ég það vera
út af fastheldni Tékka að spila gömlu
mönnunum þar þó Pekhart sé klárlega
nægilega góður í A-liðið.
SPÁNN
BOJAN KRKIC
Sóknarmaður | Barcelona
20 ára | 1,70 m
Tómas Ingi: Hvað á maður að segja
um Bojan? Hann spilar með Barce-
lona, besta félagsliði í heimi, og hefur
leikið yfir 100 leiki. Frábær tækni,
hraður og útsjónarsamur. Hefur allt
sem Spánverjar vilja hafa í sínum 3-4
fremstu mönnum. Einnig gjaldgengur
í næsta U21 lið.
ÚKRAÍNA
TARAS STEPANENKO
Miðjumaður | Shakhtar Donetsk
21 árs | 1,81 m
Tómas Ingi: Fyrirliði Úkraínu og
vinnuhestur með fótboltagáfur er mín
besta lýsing á Taras. Ótrúleg hlaupa-
geta og vinnusemi þessa leikmanns
er dásamlegt að fylgjast með. Einnig
hefur hann góðan
skilning á leiknum,
er teknískur og
hrað-
ur.
Spilar
með
Shatkar
og er
leikja-
hæstur
Úkraínu í
U21 með 22
leiki.
ÚKRAÍNA
JAROSLAV RAKITSKÍ
Varnarmaður | Shakhtar Donetsk
21 árs | 1,80 m
Tómas Ingi: Klárlega að mínu mati
besti leikmaður Úkraínu. Þessi leik-
maður Shakhtar hefur verið frábær
með liði sínu í vetur og spilað vel
bæði í deild og Evrópukeppni. Hann er
fastamaður í A-landsliði Úkraínu og í
leik gegn Ítaliu um daginn gerði hann
frábært mark þrátt fyrir
að eyða mestum tíma
í vörninni. Hann er
miðvörður og með
frábæran vinstri fót
og sendingar
hans ótrúlega
nákvæmar,
hvort sem þær
eru 10 m eða
70 m.
Markvörður | Atletico Madrid | 20 ára | 1,92 m
Fæddur á því herrans ári 1992 er Danir urðu óvænt Evrópu-
meistarar eftir að hafa dottið fyr-
irvaralaust inn í úrslitakeppninna
vegna stríðsátaka á Balkanskaga.
Talinn gríðarlega efnilegur og er
nú þegar orðinn lykilmaður í A-
landsliði Dana. Var í HM-liði Dana
í Suður-Afríku og var þá yngsti
leikmaður keppninnar. Lék með
OB áður en hann var keyptur til
Ajax árið 2008 en var þá búinn
að vera til reynslu hjá Barce-
lona, Chelsea og AC Milan.
Tómas Ingi: Hinn nýi Laudrup
segja margir Danir en þó góður
sé á hann langt í Laudrup finnst
mér. Spilaði afar vel með Ajax
á nýliðnu tímabili og var valinn
efnilegasti leikmaður liðsins – ég
get lofað því að það er keppni um
þann titil í Ajax. Frábær boltameð-
ferð og skilningur á leik í háum
gæðaflokki. Er eins og margir ungir
spilarar í dag sem fer í A-lið síns lands
án viðkomu í U-21 en á um 40 leiki
fyrir yngri landslið Danmerkur að baki.
HVÍTA-RÚSSLAND
MIKHAÍL SÍVAKOV
Miðjumaður | Cagliari
23 ára | 1,86 m
Tómas Ingi: Sívakov sem er alinn upp
hjá „Vinum FH“ eða Bate í heima-
landinu er driffjöður Hvít-Rússa.
Hann var seldur til Cagliari 2009 en
hefur síðan verið lánaður þaðan og
er núna á mála hjá Wisla Krakov í
Póllandi. Mikhaíl er mikill leiðtogi hjá
Hvít-Rússum sem er mjög mikilvægt
hjá liði sem er þjálfað við heraga
þjálfarans Geprgo Kondratíev. Sívakov
er sterkur á boltann og sparkar jafnt
með vinstri og hægri. Góður í lofti
og kröftugur í sínu spili. Leikreyndur
bæði með U21 og í Evrópukeppni
með Bate sem kemur honum vel í
sumar.
Fæddur í Manchester en for-eldrar hans eru frá Gana.
Hefur spilað með öllum yngri
landsliðum Englands en Ganverj-
ar reyndu að lokka hann í A-liðið
sitt áður en hann var valinn af
Fabio Capello í A-lið Englands,
einmitt fyrir vináttulandsleik
gegn Gana. Uppalinn hjá Manc-
hester United og var lánaður til
Sunderland í vetur þar sem hann
stóð sig mjög vel. Hann er nú
kominn aftur til United og mun
berjast um sæti í liðinu á næsta
tímabili.
Tómas Ingi: Ef þú ert búinn að spila
24 leiki með Manchester United
þegar þú ert 18-19 ára þá er maður
þokkalegur í boltanum. Hefur í ár
spilað vel með liði Sunderland og
verður án efa einn af lykilmönnum í
enska landsliðinu í sumar. Leikinn og
áræðinn framherji.