Fréttablaðið - 04.06.2011, Qupperneq 36
2 fjölskyldan
Fjölskyldan kemur út mánaðarlega með helgarblaði
Fréttablaðsins. Ritstjórn: Roald Viðar Eyvindsson og Sólveig
Gísladóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Gunnar
V. Andrésson Pennar: Gunnþóra Gunnarsdóttir, Júlía Margrét
Alexandersdóttir og Ragnheiður Tryggvadóttir Ljósmyndir:
Fréttablaðið Auglýsingar: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir
sigridurdagny@365.is
Þegar börnin eru fleiri en eitt í fjölskyldu er freistandi að spara bæði tíma og fyrirhöfn, að ekki sé minnst á orku, með því að sameina
ýmislegt. Svo sem baðferðir, lestrarstundir, útivist
og afmælisveislur, eins ósanngjarnt og það hljómar.
Börnin mín eru einmitt tvö, fædd í apríl og maí.
Aldursmunurinn er þó þrjú ár og auk þess eru
þau hvort af sínu kyni. Til að byrja með ætlaði ég
því alls ekki að falla í þessa gryfju. Einstaklings-
eðli hvors um sig fengi að blómstra enda taldi ég
mig fullfæra um að sjá til þess. Búna viljastyrk og
þolin mæði til að halda uppi þeim reglum, skipulagi
og aga sem þyrfti til að þau fengju sitt persónulega
rými.
Þessu var svo sem ekki flókið að framfylgja
þegar barnið var bara eitt. En svo urðu þau tvö, og
viljastyrkurinn og þolinmæðin gáfu sig merkilega
hratt. Frelsi barnanna til að blómstra sem einstak-
lingar á eigin forsendum vék fyrir hagræðingu en
aðallega andlegum orkusparnaði, móðurinni til
handa.
Þegar drengurinn var ungbarn var hann baðaður
í bala og systir hans hafði baðkarið út af fyrir sig.
Baðferðirnar voru hennar bestu stundir og ég sá
ekki fyrir mér að taka þær af henni. Drengurinn
yrði jafnframt að fá sínar eigin skvettustundir í
baðkarinu, ég myndi baða þau hvort í sínu lagi svo
þau gætu notið frelsisins með nóg pláss. Ég gafst þó
fljótlega upp á daglegum baðferðum og umstanginu
sem þeim fylgdi. Þegar drengurinn hafði náð þeim
áfanga að geta setið einn var honum skellt í baðkar-
ið með systur sinni. Þar með voru gæðabaðstundir
hvors þeirra úti . Nú slást þau með þvottastykkj-
unum og kvarta yfir plássfrekju hvors
annars. Hins vegar þarf ég ekki að
þurrka upp baðherbergisgólfið nema
annan hvern dag.
Vegna hagræðingar
og tímasparnaðar voru
lestrar stundirnar einnig
sameinaðar í eina og
hafðar strax eftir sameig-
inlega baðið. Litli bróðir
þarf því stundum að láta sér
lynda sögu sem hann ekki skilur, og stóra systir að
láta sér leiðast yfir smábarnalegum harðspjaldabók-
um. Þetta sparar mér þó talsverða orku að kvöldi
dags, sérstaklega eftir skvettumikla baðdaga.
Afmælisdagur hvers einstaklings er mikilvægur og
hann ætti hver að fá að eiga fyrir sig, eða hvað? Þar
sem stutt er á milli afmælisdaga barnanna minna
var þó bara haldin ein veisla þetta árið.
Auðvitað er ég með nagandi samviskubit yfir því
að allar þessar hagræðingar og sameiningar skerði
einstaklingsþroska barnanna. Það slær þó á sam-
viskubitið þegar systkinin bresta skyndilega saman
í einróma söng, mitt í öllum skvettuganginum í
baðinu.
Ólöf Gunnlaugsdóttir er fjórtán ára og fer í níunda bekk í Réttarholts-skóla í haust. Hún æfir handbolta með Víkingi á veturna og finnst
skemmtilegt að fara í sund með vin-
konum sínum og spjalla. En þegar skóla
lýkur á vorin er hún rokin upp í sveit til
afa síns og ömmu, í Húsagarði í Lands-
sveit í Rangárvalla sýslu.
„Ég hef farið til ömmu og afa síðan ég
man eftir mér og er nánast allt sumarið
í sveitinni,“ segir Ólöf. „Ég fór líka næst-
um hverja helgi í vor, í sauðburðinn,“
bætir hún við en sjálf á hún eina á sem
hún kallar Rassmínu Reyknefs.
Amma hennar og afi, Ólafur Andrés-
son og Ólafía Sveinsdóttir, búa með 200
kindur og nokkra hesta. Ólöf er mikil
hestastelpa og fer í útreiðartúra hvenær
sem tækifæri gefst, „Ég á hest í sveit-
inni sem heitir Blekking og við förum á
hverju ári í hestaferð í Landmannahelli.
Það er mjög gaman.“
Ólöf gengur í öll störf á bænum og
þegar hún er spurð hvað sé skemmti-
legast við að vera í sveitinni segir hún
„allt!“.
„Það er bara alltaf mikið að gera í
sveitinni og ekkert verið að hanga inni
í tölvunni. Bara drífa sig út að gera eitt-
hvað. Mér finnst bara gaman að hjálpa
til við allt og fer oft með afa að girða en
hann er girðingaverktaki. Svo er allt-
af rosalega gaman að fara í réttirnar á
haustin.“ En saknar Ólöf vin kvennanna
í bænum þegar hún fer í sveitina?
„Kannski smá, en frændsystkini mín,
sem eru á sama aldri og ég, koma líka
í sveitina og það er alltaf nóg að gera.“
Ætlar Ólöf þá að verða bóndi þegar hún
verður stór? „Nei, ég held ekki. Ég veit
ekki alveg hvað ég vil verða.“ - rat
Er í sveitinni öll sumur
Vist í sveit þótti sjálfsagt mál hér á árum áður. Í dag er ekki eins algengt að krakkar kynnist sveitalífinu af
eigin raun nema þeir sem eru svo heppnir að eiga þar afa og ömmu.
Á fáki fráum Ólöf bregður á leik með frænku sinni Ragn-
heiði Katrínu, sem er einnig mikið í sveitinni hjá ömmu
og afa. Þær eru báðar miklar hestastelpur.
Sæt lömb í sveitinni „Ég fór líka næstum hverja helgi í
vor, í sauðburðinn,“ segir Ólöf.
Ragnheiður Tryggvadóttir
skrifar
Ólöf og Blekking Ólöf Gunnlaugsdóttir hefur farið á hverju sumri síðan hún
man eftir sér í sveitina til afa og ömmu í Húsagarði. Þar fer hún á hestbak
hvenær sem tækifæri gefst. MYND/ÚR EINKASAFNI
Glatt á hjalla Ólöf ásamt fríðu föru-
neyti á leið inn á Landmannaafrétt
að sækja fé.
Orkusparnaður
Leynileikhúsið verður með
tvö námskeið í sumar,
leiklistarnámskeið og
söngleikjanámskeið sem
fara fram í Tjarnarbíói og í
Norðurpólnum á Seltjarnar-
nesi. Á því fyrrnefnda verða
kennd grunnatriði í leiklist í
gegnum leiki og æfingar og
í sumar munu hóparnir fara
út og sækja innblástur í
mannlífið og náttúruna.
Hvert námskeið er viku-
langt, hálfan dag í senn, og
kennsla er í höndum lærðra
leikara. Dans og söngur verður í fyrirrúmi á sönglistarnámskeið-
inu, en að þessu sinni er Selma Björnsdóttir aðalkennari. Nánari
upplýsingar á slóðinni www.leynileikhusid.is og í síma 864-9373.
Leikur og gleði í fyrirrúmi
nýtt skapandi og krefjandi
nám til stúdentsprófs
Sjónlistadeild
myndlist - hönnun - arkitektúr
umsóknarfrestur 8. júní
UMSÓKN
myndlistaskolinn.is