Fréttablaðið - 04.06.2011, Page 59

Fréttablaðið - 04.06.2011, Page 59
fjölskyldan 5 Í nýju fuglasafni Í Íslenska fuglasafninu eða Icelandic Bird Museum í Hafnar- búðum, Geirsgötu 9 (í sama húsnæði og Ferðamálastofa við gömlu höfnina í Reykjavík) er hægt að fræðast um fugla landsins, en þar verða 66 sex tegundir til sýnis. Safnið er haft opið á sama tíma og veitingahúsið Eagle Café, alla daga frá klukkan 8 til 21. Frítt er fyrir yngri en sjö ára, 500 krónur kostar inn fyrir sjö til fimmtán ára og 1.000 krónur fyrir fullorðna. Þótt stutt sé í sveitir lands allt í kringum Reykjavík eru flest borgarbörn nútímans óvön hefðbundnu sveita- lífi. Kennum því börnum að bera virðingu fyrir margbreytileika lífsins, hvernig sem hann birtist þeim. Að njóta fegurðar og angan gróðurs og blóma, án þess að slíta þau upp með rótum, að þyrma litríkum skordýrum þótt ógnvekjandi séu við fyrstu sýn og að vera ekki með ógnandi tilburði eða ofsalæti í kringum húsdýr, heldur mynda falleg tengsl og einstaka vináttu við málleysingja sveitarinnar. Virðum lífið í sveitinni

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.