Fréttablaðið - 04.06.2011, Qupperneq 66
4. júní 2011 LAUGARDAGUR38
timamot@frettabladid.is
Tveir menn voru hætt komnir þegar
hafnsögubát hvolfdi við björgunar-
störf utan við Sandgerði fyrir réttum
tveimur árum. Björgun þeirra tókst
giftusamlega.
Hafnsögubáturinn hafði verið
tengdur landfestum togarans Sóleyjar
Sigurjóns sem varðskipið Týr var að
draga af strandstað í innsiglingunni
í Sandgerðishöfn. Búið var að toga í
um klukkutíma þegar hið 1300 tonna
skip losnaði allt í einu. Við það fór
hafnsögubáturinn á hliðina og sökk
og var skipstjóri hans inni í stýrishús-
inu neðansjávar í allt að tvær mín-
útur. Hinn hafnsögumaðurinn um
borð var á dekki og fór beint í sjóinn.
Hann var kominn í bát björgunar-
félagsins Sigurvonar innan við hálfri
mínútu síðar.
ÞETTA GERÐIST: 4. JÚNÍ 2009
Hafnsögubát hvolfdi við Sandgerði
AFMÆLI
ANNA
ÓLAFSDÓTTIR
BJÖRNSSON,
tölvunar- og
sagnfræðingur,
er 59 ára.
ÁRNI
MAGNÚSSON,
fyrrverandi
ráðherra, er 46
ára.
„Krakkarnir eru með krapvél og öll
höfum við pantað sól svo þeir sem
vilji geti farið í heita pottinn,“ segir
Erla Ruth Harðardóttir leikkona en
hún og eiginmaður hennar eru með
nánustu ættingja og vini í árbít í til-
efni fimmtugsamæla. Hennar afmæli
er í dag en Jakobs var í mars. „Eftir
klukkan 14 geta svo gestirnir farið að
sinna sínum helgarstörfum,“ segir Erla
Ruth glaðlega. „Eða taka þátt í dagskrá
bæjarhátíðarinnar Bjartra daga hér í
Hafnarfirði.“
Erla Ruth kveðst borinn og barn-
fæddur Reykvíkingur. „Ég ólst upp í
Litlagerði sem er í Bústaðahverfinu.
Þar voru kindur og hestar í bakgarð-
inum því konan í næsta húsi var með
smábúskap. Ég fékk lánaða andarunga
hjá henni og hafði hjá mér yfir nótt í
dúkkukörfu. Hún hét Ingibjörg þessi
kona og var dásamleg,“ segir hún og
rifjar upp fleiri atriði úr æsku sinni,
svo sem byggingu Bústaðakirkju, sem
hún kveðst hafa tekið þátt í eins og öll
börnin í hverfinu. „Við naglhreinsuð-
um spýtur og sinntum fleiri smáverk-
um. Það var bara gaman,“ segir Erla
Ruth, sem var í Landakotsskóla frá sex
ára aldri til tólf. „Mamma keyrði mig
í byrjun og svo tók ég strætó en kveið
því stundum að „gamli strætó“ væri á
ferð, því ég náði ekki upp í bjöllurnar
í loftinu heldur varð að biðja einhvern
annan að dingla svo hann stoppaði á
Túngötunni. En Landakotsskóli var góð
uppeldisstöð. Þar var agi og það hvarfl-
aði ekki að manni að svíkjast um eða
óhlýðnast reglum. Seinna fór ég í Rétt-
arholtsskólann og þær stúlkur sem ég
kynntist þar eru bestu vinkonur mínar
í dag. Ég er trygglynd, held í vini mína
og held í manninn minn. Við Jakob
erum búin að vera saman frá því við
vorum sautján ára og við eigum þrjá
stráka, eina stelpu og einn hund. Ef ég
finn eitthvað sem mér líkar þá sleppi
ég því ekki!“
Eftir stúdentspróf frá Verslunarskól-
anum lá leið Erlu Ruthar í leiklistar-
nám í Bretlandi. „Ég valdi Guildford.
Þar hefur fjöldi Íslendinga farið í gegn
síðan, en ég var sá fyrsti og í byrjun
eini útlendingurinn í skólanum. Þaðan
útskrifaðist ég 1987 og var komin með
umboðsmann úti sem ætlaði held ég að
gera mig að annarri Ingrid Bergman
en fékk ekki atvinnuleyfi nema giftast
inn í landið. Ég gat auðvitað gifst ein-
hverjum homma þarna, þeir voru meira
en til í það svo ég gæti orðið fræg, ég
var bara ekki alveg að fíla það og ekki
maðurinn minn heldur! En svo fékk ég
árssamning hjá Leikfélagi Akureyrar,
síðan lék ég með leikhópum og í Þjóð-
leikhúsinu og líka í fyrsta verkinu sem
sett var upp á litla sviði Borgarleik-
hússins, Ljósi heimsins. Ég var meðal
þeirra sem gengu fylktu liði í búning-
um frá Iðnó upp í Borgarleikhús. Það
var mikill heiður.“
Margir muna eftir Erlu Ruth úr
Spaugstofunni sem hún tók þátt í einn
vetur ásamt Lindu Ásgeirsdóttur en
síðustu ár hefur Sönglist, söng-og leik-
listarskóli fyrir börn, átt hug hennar
og hjarta. Hann stofnaði hún árið 1998
ásamt vinkonu sinni og meðeiganda,
Ragnheiði Hall. Nú er hann starfrækt-
ur á tveimur stöðum, í Borgarleikhús-
inu og í Borgartúni 1. „Við vorum bara
tvær í byrjun og lögðum á okkur mikla
vinnu,“ segir Erla Ruth. „En nú höfum
við bætt við okkur mannskap enda
hefur skólinn stækkað ört.“
gun@frettabladid.is
ERLA RUTH HARÐARDÓTTIR LEIKKONA: ER FIMMTUG Í DAG
Held í vini mína og eiginmann
AFMÆLISBARN DAGSINS „Landakotsskóli var góð uppeldisstöð. Þar var agi og það hvarflaði
ekki að manni að svíkjast um eða óhlýðnast reglum,“ segir Erla Ruth. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
PÁLL SKÚLASON, fyrrverandi háskólarektor, er 66 ára.
„Viskunnar er hvergi meiri þörf en í málefnum ástarinnar.“66
Elskulegur sambýlismaður minn, faðir,
tengdafaðir, bróðir, mágur,
afi og langafi,
Jón Trausti Jónsson
Njarðargötu 7, Reykjanesbæ,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans sunnudaginn
29. maí síðastliðinn. Útförin fer fram frá
Keflavíkurkirkju mánudaginn 6. júní kl. 14.00.
Hrefna Steinunn Kristjánsdóttir
Páll Janus Jónsson
Jón Kristbjörn Jónsson Elísabet Stefánsdóttir
Katrín Líney Jónsdóttir Ólafur Halldórsson
Halldór Traustason Eydís Þórsdóttir
Eiríkur K. Þorbjörnsson Svanhildur Þengilsdóttir
Hulda María Þorbjörnsdóttir Bergþór Sigfússon
Kristbjörn Þór Þorbjörnsson Guðríður Ingvarsdóttir
Birna Rut Þorbjörnsdóttir Sverrir Þorgeirsson
Ágúst Þ. Þorbjörnsson Ragnhildur Geirsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Sverrir Ragnar Bjarnason
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk laugardaginn 28. maí.
Útförin verður gerð frá Háteigskirkju fimmtudaginn
9. júní kl. 13.00.
Guðrún Sverrisdóttir
Bjarni Sverrisson Hanna María Oddsteinsdóttir
Árni Sverrisson
Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir Hrólfur Jónsson
Gunnar Sverrisson Karen Bergsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Gíslína Magnúsdóttir
Höfðagrund 11, Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness 29. maí síðastliðinn.
Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju 7. júní kl. 11.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Höfða,
hjúkrunar- og dvalarheimili Akranesi.
Magnús Ólason Þóra Másdóttir
Hlöðver Örn Ólason
Sigríður K. Óladóttir Þórður Sveinsson
Valentínus Ólason Halldóra Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
Örn Vilmundsson
lést þann 29. maí á Heilbrigðisstofnun Vesturlands.
Útför hans fer fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Kristín G. Arnardóttir Kristófer Jóhannesson
Sigurjón G. Arnarson Ásta L. Jónsdóttir
Árný Ösp Arnardóttir Gísli Guðmundsson
og barnabörn.
Hjartkær eiginmaður minn og bróðir
okkar,
Ágúst Björnsson
prentari,
Fellsmúla 19, Reykjavík,
sem lést 29. maí sl., verður jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju þriðjudaginn 7. júní kl. 13.00. Þeir
sem vildu minnast hans eru vinsamlega beðnir að láta
Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík njóta þess.
Þrúður Márusdóttir
Margrét Björnsdóttir
Björn Olsen
Innilegustu þakkir til þeirra sem sýndu
okkur samúð og vinarhug
vegna fráfalls elskulegrar móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Sigurbjargar Gísladóttur
Margrét Friðbergsdóttir Bergþór Halldórsson
Högni Bergþórsson
Sigurbjörg H. Bergþórsdóttir Karl Sæberg Jónsson
Halldóra Bergþórsdóttir Gestur Svavarsson
og barnabarnabörn