Fréttablaðið - 04.06.2011, Síða 86

Fréttablaðið - 04.06.2011, Síða 86
4. júní 2011 LAUGARDAGUR58 sport@frettabladid.is DAGUR SIGURÐSSON verður ekki arftaki Heiner Brand með þýska landsliðið í handknattleik. Það var staðfest í gær og Dagur mun því halda áfram að þjálfa Fuchse Berlin. „Framkvæmdastjóri Berlin vildi binda enda á þessar vangaveltur. Þýska sambandið lagði aldrei fram tilboð í mig og ég þurfti því ekki að taka ákvörðun,” sagði Dagur. FÓTBOLTI Það var létt yfir Morten Olsen, landsliðsþjálfara Dana, á blaðamannafundi danska lands- liðsins í gær. Danir gera kröfu um þrjú stig í leiknum í kvöld en Olsen varar við því að verkefnið sé ekki auðvelt. „Við berum virðingu fyrir íslenska liðinu og vitum að það er alltaf erfitt að spila gegn því. Í liðið eru komnir góðir, ungir og teknískir leikmenn og fyrir eru reyndari og sterkir leikmenn. Það er því góð blanda í þessu íslenska liði,“ sagði Olsen en hann sagð- ist samt ekki vita hversu marga af ungu leikmönnunum Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands, myndi nota. „Það eru þarna strákar eins og Gylfi Sigurðsson og Kolbeinn Sig- þórsson sem eru vanir að spila fyrir framan fulla leikvanga af fólki. Það þarf að hafa gætur á leikmönnum íslenska liðsins. Markmiðið er samt klárt og það er að fara með þrjú stig heim frá Íslandi.“ - hbg Landsliðsþjálfari Dana ber virðingu fyrir Íslandi: Góð blanda ungra og reyndra leikmanna MORTEN OLSEN Gerir sér grein fyrir því að það þarf að hafa fyrir sigri á íslenska landsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Stefán Logi Birkir Már Kristján Örn Hermann Bjarni Ólafur Aron Einar Ólafur Ingi Eiður Smári Heiðar Gylfi Þór Kolbeinn Sörensen S. Poulsen Svensson Kjær Jacobsen C. Poulsen Kvist Eriksen Bendtner Krohn Dahl Rommedahl Líkleg byrjunarlið Danmörk Ísland Ísland-Danmörk í tölum 21 landsleikur 0 sigrar 4 jafntefli 20 ár frá síðasta jafntefli 69 dönsk mörk 13 íslensk mörk 10 leikur liðanna á Laugardalsvelli Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum Stál og plast þakrennur Allir fylgihlutir fáanlegir Frábært verð! Mánudagurinn 6. júní. Þriðjudagurinn 7. júní. Víkingur R. - Fylkir kl.19.15 Víkingsvöllur Stjarnan - Grindavík kl.19.15 Stjörnuvöllur KR - FH kl.19.15 KR-völlur Breiðablik - Fram kl.19.15 Kópavogsvöllur Þór - ÍBV kl.19.15 Þórsvöllur FÓTBOLTI Ísland mætir í dag Dan- mörku í 22. sinn. Karlalandsliðið í knattspyrnu hefur aldrei unnið sigur á Dönum sem er „stóra grýl- an“ í íslenskri knattspyrnu. En Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálf- ari hefur það á tilfinningunni að nú gæti sú bið verið á enda. „Auðvitað viljum við vinna Dani mest af öllum,“ sagði Ólafur. „Og við mætum til leiks með það hugarfar að við ætlum okkur sigur.“ Ólafur tilkynnti í gær að Stefán Logi Magnússon myndi verja mark Íslands en hann hélt hreinu í leikn- um gegn Kýpur í mars. Þeir Rúrik Gíslason og Indriði Sigurðsson eru meiddir og spila ekki með í dag. Þegar liðin mættust ytra í haust unnu Danir 1-0 sigur með ódýru marki í lok leiksins. Það hefur verið saga Íslands undanfarin ár – ágæt spilamennska en árangurinn lítill og stigin sérstaklega fá. Ísland er bara með eitt stig í undankeppni EM 2012 eftir fjóra leiki. Ólafur vill að liðið þori að færa sig upp og láta reyna á sóknarleikinn. „Við höfum þurft að liggja til baka í okkar leikjum en hér heima verðum við að þora að sækja. Við munum fara með liðið framar á völlinn,“ sagði þjálfarinn. „Við gerum okkur grein fyrir því að við munum ekki pressa Dani í 90 mínútur en það er mikilvægt að byrja vel. Þeir eru pínu hræddir við okkur og við verðum að nýta okkur það – láta aðeins finna fyrir okkur.“ Ólafur segir að hann muni leggja leikinn upp á svipaðan máta og hann gerði fyrir leikinn á Parken í haust. „Við spiluðum góðan varnarleik síðast og ætlum að sinna honum vel nú. Ég á einnig von á því að Danirnir verði svip- aðir enda nánast með sama liðið auk þess sem þeir hafa spilað eins undanfarinn áratug.“ Hermann Hreiðarsson lands- liðsfyrirliði segir að leikmenn séu ekki mikið að velta fyrir sér sögu- legum staðreyndum. „Það eina sem við vitum er að það er kominn tími til að vinna þá, eins og svo oft áður. Miðað við síð- asta leik teljum við það alls ekki fjarstæðukennt,“ sagði Hermann. „Við viljum fá stig enda búnir að spila fínan bolta. Það er hundfúlt að vera með bara eitt stig í riðlin- um og við verðum einfaldlega að nýta okkur heimavöllinn og taka stig.“ eirikur@frettabladid.is Danirnir eru pínu hræddir Ólafur Jóhannesson er bjartsýnn á að Ísland geti á morgun lagt Dani að velli í fyrsta sinn í sögunni. Stefán Logi Magnússon heldur stöðu sinni í byrjunarlið- inu en þeir Rúrik Gíslason og Indriði Sigurðsson eru báðir frá vegna meiðsla. LÍTUR TIL VEÐURS Eiður Smári Guðjohnsen verður væntanlega í eldlínunni gegn Dönum í dag. Hér er hann á landsliðsæfingu í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.