Fréttablaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 2
14. júní 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 Ólafur Gaukur Þórhallson, gít- arleikari og tónlistarmaður, lést í gærmorgun áttræður að aldri. Ólafur fædd- ist í Reykjavík 11. ágúst 1930 og lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólan- um á Akureyri árið 1949. Ólafur hóf ungur að aldri að spila með mörgum af vinsælustu hljóm- sveitum landsins, meðal ananrs KK-sextett og stýrði svo eigin hljómsveit um árabil. Þá rak Ólafur gítarskóla Ólafs Gauks frá árinu 1975 til dauðadags. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Svanhildur Jakobsdóttir, söng- kona og dagskrárgerðarmaður. Ólafur Gaukur er látinn SÝRLAND Rúmlega sex þúsund Sýr- lendingar hafa flúið yfir til Tyrk- lands síðustu sólarhringa eftir að sýrlenski herinn náði völdum í borginni Jisr al-Shughour. Fólkið hefst við í flóttamannabúðum sem eru óðum að fyllast. Herlið fór inn í borgina snemma á sunnudagsmorgun að sögn sjón- arvotta, en þar sem erlendir fjöl- miðlar fá ekki að koma til Sýr- lands er erfitt að staðfesta fréttir. Þyrlur sáust sveima yfir borginni og skriðdrekar keyrðu inn í hana, en að sögn mannréttindasamtaka var sprengjum einnig varpað. Hershöfðingjar hafa neitað því. Þá hafa fjölmiðlar í landinu sagt að tveir vopnaðir meðlimir í hryðju- verkasamtökum hafi verið drepn- ir, en jafnframt hafi einn hermað- ur látist og fjórir slasast. Talið er að hersveitir muni næst gera inn- rás í bæinn Maarat al-Numan, í nágrenni Jisr al-Shughour. Fjöldi fólks hefst enn við á mörkum landanna tveggja í norðri og býr sig undir að fara yfir til Tyrklands ef hersveitir nálgast svæðið meira. Þó hafa yfir sex þúsund manns flúið yfir landa- mærin á síðustu dögum og skráð sig hjá tyrkneskum yfirvöld- um. Breska ríkisútvarpið segir að fimm þúsund til viðbótar séu komnir yfir landamærin en hafi ekki skráð sig formlega. Rauði hálfmáninn hefur sett upp nokkr- ar flóttamannabúðir við landa- mærin, sem eru nú fullar eða að fyllast. Því er verið að koma upp fjórðu búðunum nú. Jisr al-Shughour er um 20 kíló- metra frá landamærunum og aðeins um fimmtíu þúsund manns búa þar. Flestir flóttamennirnir Enn flýja þúsundir ofbeldið í Sýrlandi Hermenn hafa náð borginni Jisr al-Shughour í norðurhluta Sýrlands á sitt vald og þúsundir hafa flúið þaðan yfir landamærin til Tyrklands. Utanríkisráðherra Bretlands vill að öryggisráð SÞ taki skýra afstöðu og fordæmi ofbeldið. FLÓTTAMANNABÚÐIR Flóttafólk frá Sýrlandi fyrir utan búðir sem settar hafa verið upp í Boynuyogun í grennd við landamærin. Áfram streymir flóttafólk yfir til Tyrk- lands. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Bandarískur maður sem stundar nám við háskólann í Edinborg hefur viðurkennt að hafa skrifað bloggið „hinsegin stelpa í Damaskus,“ sem hefur verið mjög vinsælt um allan heim undanfarna mánuði. Bloggið var skrifað undir nafninu Amina Arraf, sem samkvæmt því var samkynhneigð ung kona í Sýrlandi. Í síðustu viku var greint frá því á síðunni að Amina hefði verið handtekin vegna skrifa sinna og tengsla við mótmæli í landinu. Hafin var undirskriftasöfnun á netinu og þess krafist að Aminu yrði sleppt. Efasemdir höfðu þó vaknað um tilvist hennar og böndin fóru að beinast að Tom Mac- Master, sem viðurkenndi á sunnudag að hafa búið persónuna og bloggið til. Hann baðst afsökunar en hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir athæfið. Frægur bloggari var plat koma þaðan eða annars staðar úr Idlib-héraði. William Hague, utanríkis- ráðherra Bretlands, fordæmdi ofbeldisverk stjórnvalda í Sýr- landi í yfirlýsingu á sunnudag. Hann kallaði einnig eftir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna tæki skýra afstöðu í málinu. Það gæti þó reynst erfitt þar sem stjórnvöld í Líbanon, sem á sæti í ráðinu, eru nánir bandamenn stjórnvalda í Sýrlandi. Stjórnvöld í Sýrlandi segja að fimm hundruð meðlimir öryggis- sveita hafi látist síðan mótmæli gegn forseta landsins, Bashar Assad, hófust um miðjan mars. Mannréttindasamtök segja að 1400 Sýrlendingar hafi verið drepnir og yfir tíu þúsund handteknir á sama tíma. thorunn@frettabladid.is SKIPULAGSMÁL Sif Sigurðardóttir á Laxagötu 10 á Akureyri segir bæjaryfirvöld fara með rangt mál og hóta íbúum í svari sínu við athugasemdum þeirra vegna fyrirhugaðrar heimildar til handar ÁTVR að byggja við vínbúð sína á Gránufélagsgötu. Íbúar í nágrenninu telja að verðmæti eigna þeirra muni minnka ef viðbyggingin verður reist. Í opnu bréfi til bæjarstjórnarinnar vitnar Sif til umsagnar sem skipulagsnefnd Akureyrar samþykkti. „Verð- mæti eignanna ætti að aukast við breytinguna þar sem núgildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir algerri uppstokkun og niðurrifi reitsins,“ segir í umsögn- inni. „Þarna er verið að vísa í gamalt deiluskipulag sem löngu er búið að fella úr gildi og þykir mér vera dulin hótun í garð okkar eigenda, að sætt- ast við þessa tillögu annars eigum við hættu á að húsin okkar verði rifin,“ skrifar Sif. Sjálf situr hún í félagsmálaráði Akureyrar fyrir Bæjarlistann sem er í minnihluta í bæjarstjórn, Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu sam- þykkti skipulagsnefndin breytingu á deiliskipulagi sem gerir ÁTVR fært að reisa viðbygginguna á baklóð vínbúðarinnar. Bæjarstjórnin frestaði hins vegar afgreiðslu málsins að tillögu bæjarfulltrúa Bæjarlistans sem áður hafði samþykkt breytinguna í skipulagsnefndinni. - gar Íbúi við Laxagötu á Akureyri telur bæjaryfirvöld fara offari í vínbúðarmáli: Segir bæinn hóta íbúunum niðurrifi SIF SIGURÐARDÓTTIR Nágranni vínbúðarinnar á Gránufélags- götu á Akureyri segir fyrirhugaða viðbyggingu á baklóðinni munu skerða útsýni og taka birtu frá næstu íbúðarhúsum auk alls þess ónæðis sem aukin umsvif muni valda. MYND/HÓLMFRÍÐUR BRYNJA HEIMISDÓTTIR LÖGREGLUMÁL Karlmaður á þrí- tugsaldri var í tvígang tekinn fyrir akstur undir áhrifum fíkni- efna um helgina. Á laugardags- kvöld var maðurinn stöðvaður í Kópavogi þar sem hann var færð- ur á lögreglustöð en sleppt stuttu síðar. Ökumaðurinn lét sér hins vegar ekki segjast og settist aftur undir stýri nokkrum klukkutím- um síðar. Lögreglunni tókst aftur að stöðva för hans um Kópavog- inn þar sem hann reyndi svo að flýja af vettfangi á hlaupum. Það tókst ekki og maðurinn því hand- tekinn í annað sinn á nokkrum klukkutímum og í þetta skiptið með fíkniefni í fórum sínum. - áp Ökufantur tekinn í tvígang: Ók undir áhrif- um fíkniefna LÍBÍA, AP Ríkisstjórn Þýskalands viðurkenndi í gær líbíska bylting- arráðið sem yfirvald í Líbíu. Guido Westerwelle, utanríkis- ráðherra Þýskalands, fundaði í gær með leiðtogum uppreisnar- mannanna í Benghazi. Hann sagði að Líbía án Gaddafís væri sam- eiginlegt markmið og að bylting- arráðið væri lögmætur fulltrúi líbísku þjóðarinnar. Wester welle varði einnig þá ákvörðun Þjóð- verja að taka ekki þátt í aðgerðum Nató í landinu. - þeb Þýskir ráðherrar í Líbíu: Þjóðarráðið hið rétta yfirvald MENNING Fiðluleikarinn heims- frægi Maxim Vengerov og píanó- leikarinn Maria Joao Pires munu koma fram saman á tónleikum í Hörpu þann 8. júlí næstkomandi ásamt St. Christopher hljómsveit- inni frá Vilníus. „Þetta verður að teljast mikill viðburður því þarna leiða saman hesta sína einhverjir tveir virtustu tónlistarmenn samtímans,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tón- listarstjóri Hörpu. Hún segir þetta vera menningarviðburð á heims- mælikvarða og búast megi við því að nokkur fjöldi útlendinga komi hingað til lands gagngert til að fara á tónleikana. - mþl Heimsviðburður í Hörpu: Vengerov og Pires í Eldborg HARPA Vengerov og Pires munu stíga á svið í Eldborg í júlí. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NÁTTÚRA Íbúar í Mýrdalshreppi hafa síðustu daga ítrekað tekið niður og fjarlægt hlið og keðjur sem Umhverfisstofnun hefur komið fyrir við Dyrhólaey til að vernda fuglalíf meðan á varpi stendur. Í fyrradag var starfsmanni stofnun- arinnar meinað að koma enn einu sinni fyrir keðjum á svæðinu og honum hrint þegar hann reyndi að sinna starfi sínu. „Dyrhólaey er friðlýst svæði og Umhverfisstofnun er heimilt að loka svæðinu frá 1. maí til 25. júní ár hvert til að vernda fuglalíf meðan á varpi stendur. Margir íbúar á svæð- inu hafa hins vegar andmælt þess- um lokunum,“ segir Ólafur Arnar Jónsson, deildarstjóri hjá Umhverf- isstofnun. Ólafur segir stofnunina á hverju ári fá fuglafræðing til að meta aðstæður í Dyrhóley og veita ráð- leggingar um hvort lokun sé nauð- synleg. Í ár hafi verið afráðið að loka svæðinu frá 5. maí en síðan hafi átt að opna hluta svæðisins, Háey, í dag. Lágey yrði hins vegar áfram lokuð til 25. júní. „Við höfum viljað reyna að ná sátt og ætlað okkur að koma á fót nefnd þar sem helstu hagsmunaaðil- ar kæmu að og gætu rætt þessi mál. Þessi læti undanfarna daga hafa hins vegar sett þau áform í uppnám og málið er í raun í algjörri óvissu núna,“ segir Ólafur og bætir við að Umhverfisstofnun hyggist kæra þá aðila sem hafi ítrekað tekið niður lokanirnar og farið inn á svæðið. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps sendi frá sér fréttatilkynningu um málið á sunnudag þar sem íbúar á svæðinu eru sagðir ósáttir við lokun svæðisins. „Íbúar í Mýrdalshreppi sem í dag hafa verulegan hluta tekna sinna af ferðaþjónustu eru því skiljanlega mjög ósáttir við að sjö æðarkollur eigi að geta komið í veg fyrir að ferðamenn fái að njóta þessarar einstöku náttúruperlu,“ segir í tilkynningunni. - mþl Íbúar Mýrdalshrepps ósáttir við lokun Dyrhólaeyjar á meðan á varpi stendur: Allt í háalofti vegna lokunar Dyrhólaeyjar DYRHÓLAEY Legið hefur við handalög- málum vegna tímabundinna lokana á Dyrhóley á meðan á varpi fugla stendur. Herjólfur bilaði Nokkur fjöldi fólks var fastur í Vest- mannaeyjum í gær vegna bilunar í annarri aðalvél Herjólfs. Unnið var að viðgerðum á skipinu í gærkvöldi og í nótt. Búist var við því að siglingar hæfust aftur samkvæmt áætlun í dag. SAMGÖNGUR Stefán, er farið að glitta í gull- pottinn við enda regnbogans? „Ja, það er nú ekki allt gull sem glóir.“ Stefán Konráðsson er framkvæmda- stjóri Íslenskrar getspár sem stendur í samningum um þátttöku í sam-evrópsku risalottói þar sem potturinn gæti hlaupið á milljörðum króna. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.