Fréttablaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 6
14. júní 2011 ÞRIÐJUDAGUR6 Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Nú eru allar ryksugur frá Siemens og Bosch á tilboðsverði. Líttu inn og gerðu góð kaup! Umboðsmenn um land allt. FRÉTTASKÝRING Hvernig breyttist litla kvótafrumvarpið í meðferð þingsins? Tillögur ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnunar- kerfinu voru lagðar fram á þingi í tveimur frumvörpum sem hafa verið kölluð litla og stóra frumvarp- ið. Í stóra frumvarpinu eru lagðar til afar umfangsmiklar breytingar á stjórn fiskveiða en frumvarpið var ekki afgreitt fyrir þinglok. Umræðu um það verður því væntanlega fram haldið í haust. Litla frumvarpið, sem varð að lögum á laugardag, er mun minna í sniðum en hið stóra og raunar fellur það úr gildi ef og þegar stóra frum- varpið verður að lögum. Þrátt fyrir það hefur mikill styr staðið um það í þinginu og víðar. Svo mikill að á lokastigum þingsins var því breytt nokkuð til að um það gæti skapast meiri sátt. Litla frumvarpið tónað niður Veigamestu breytingarnar sem gerðar eru með litla frumvarpinu eru tvær. Í fyrsta lagi eru sjávar- útvegsráðherra á hverju fiskveiði- ári falin í kringum 4.500 þorsk- ígildistonn til ráðstöfunar að vild til að mæta áföllum vegna veru- legra breytinga á magni kvóta eða með byggðasjónarmið að leiðarljósi. Í upphaflegum frumvarpsdrögum stóð til að ráðherra hefði til ráðstöf- unar 13.000 tonn þegar allt var talið. Þessi kvótapottur ráðherra hefur hins vegar mætt einna harðastri gagnrýni meðan á meðferð frum- varpsins hefur staðið. Í öðru lagi er veiðigjald hækk- að úr 9,5 prósentum af framlegð útgerðarinnar í 13,3 prósent. Rétt eins og í tilfelli kvótapottsins hefur umfang breytinganna verið minnk- að frá upphaflegu frumvarpi en þar var gert ráð fyrir 16,2 prósentum af framlegð. Þá var fallið frá ákvæði sem hefði falið í sér að 15 prósent veiðigjaldsins rynnu til sveitarfé- laga en upp höfðu komið efasemd- ir um að ákvæðið stæðist stjórnar- skrá. Veiðigjaldið rennur eftir sem áður í ríkissjóð en það er í raun umframskattlagning sem útgerðin sætir til að koma til móts við sjónar- mið um að þjóðin njóti hluta af auð- lindaarði sjávarútvegarins. Stóra frumvarpið róttækara Stóra frumvarpið gengur, eins og áður sagði, mun lengra í breyting- um á fiskveiðistjórnunarkerfinu en það litla. Raunar er ekki orðum aukið að segja að þar séu lagðar til grundvallarbreytingar á núverandi kerfi. Í fyrstu grein frumvarpsins er tekið fram að nytjastofnar á Íslands- miðum séu þjóðareign sem óheim- ilt sé að selja eða láta varanlega af hendi. Ráðherra er hins vegar heim- ilað að veita einstaklingum eða lög- aðilum tímabundinn afnotarétt gegn gjaldi án þess að eignaréttur eða óafturkallanlegt forræði myndist yfir veiðiheimildunum. Aflaheimildum er skipt í tvo flokka samkvæmt frumvarpinu. Annars vegar samningsbundin nýtingarleyfi á þeim og hins vegar afla sem úthlutað er án samninga úr fimm „pottum“. Samnings- bundnu nýtingarleyfin verða veitt núverandi eigendum aflaheimilda til fimmtán ára með mögulegri framlengingu til átta ára. Pottarnir nefnast strandveiðipottur, byggða- pottur, leigupottur, línuívilnunar- pottur og bótapottur. Áætlað er að allt að 15 prósent þorskígilda verði í lok fimmtán ára samningstímans í flokki tvö. Þá gilda sérreglur um þorsk, ýsu, ufsa og steinbít. Til að mynda mun allt að helmingur afla- heimilda þorsks á hverju fiskveiði- ári umfram 160 þúsund tonn renna í pottakerfið. Hafrannsóknastofnun kynnti í Minni pottur, lægri skattur Minna frumvarpið um breytingar á fiskveiðistjórnuninni varð að lögum á laugardag. Gengið er skemmra í hækkun veiðileyfagjalds og færslu veiðiheimilda í pott sem ráðherra úthlutar úr en í upphaflegu frumvarpi. SJÁVARÚTVEGUR Litla kvótafrumvarpið svokallaða varð að lögum á laugardag. Hið stóra bíður hins vegar haustsins. Upphaflegar tillögur og endanleg lög 20 15 10 5 0 Eldri lög Ný lög Fyrri tillaga Veiðigjaldið á útgerðina - prósent af framlegð Þorskígildistonn í kvótapotti sjávarútvegsráðherra 9% 16,2% 13,3% Fyrri tillaga 13.000 þorskígildistonn Ný lög 4.500 þorskígildistonn vikunni spá sína um vöxt þorsk- stofnsins næstu fimm árin. Þar var því spáð að aflamark þorsks árið 2016 gæti numið allt að 260 þúsund tonnum. Verði sú spá að veruleika gætu þannig hátt í 50 þúsund tonn af þorski bæst við í pottana. Í stóra frumvarpinu er gert ráð fyrir meiri hækkun veiðigjalds en í því litla, eða í 19 prósent af fram- legð. Þá verður veiðigjaldinu skipt milli ríkissjóðs, sjávarbyggða og þróunar- og markaðsmála í sjáv- arútvegi. Loks er veðsetning afla- heimilda bönnuð og framsal á þeim verulega takmarkað. Slagsmál í haust? Breytingarnar sem ríkisstjórn- in hyggst gera á stjórn fiskveiða með stóra frumvarpinu eru mun umfangsmeiri en þær sem fylgja litla frumvarpinu. Sé tekið mið af því hve hörð umræðan um litla frumvarpið hefur verið undanfarn- ar vikur má því gera ráð fyrir að haustið verði síst rólegra í þjóðmála- umræðunni. Það er þó ólíklegt að stóra frumvarpið verði borið undir atkvæðagreiðslu í þinginu óbreytt þegar þar að kemur. Unnið verður að því í sjávarútvegs- og landbún- aðarnefnd þingsins í sumar auk þess sem von er á mati hagfræðinga- nefndar undir forystu Axels Hall á hagrænum áhrifum þess. Líklegt má því telja að frumvarpið gangi í gegnum talsverðar breytingar áður en það verður að lögum, ef það þá verður það. magnusl@fretttabladid.is Finnst þér að biskup Íslands eigi að segja af sér eftir niðurstöður rannsóknarnefndar kirkjuþings? JÁ 74,6% NEI 25,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Horfir þú á leiki íslenska U-21 árs landsliðsins í knattspyrnu? Segðu þína skoðun á vísir.is. STJÓRNMÁL Alþingi lauk störfum fyrir sumarleyfi á laugardag. Nokk- ur frumvörp urðu að lögum á síð- ustu klukkustundum þingsins, þar á meðal frumvarp um breytingar á þingsköpum sem kveður meðal ann- ars á um fækkun fastanefnda þings- ins úr tólf í átta. Breytingunum á þingsköpum er ætlað að styrkja eftirlitshlutverk Alþingis með framkvæmdarvaldinu. Verkefni fastanefnda verða þann- ig ekki bundin við ráðuneytin eins og verið hefur, heldur verður þeim skipt niður eftir vinnuálagi. Fastanefndir þingsins eru því nú allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, umhverfis- og samgöngunefnd, fjárlaganefnd, vel- ferðarnefnd, efnahags- og viðskipta- nefnd og loks stjórnskipunar- og eft- irlitsnefnd. Breytingunum er einnig ætlað að auðvelda stjórnarandstöðunni hverju sinni að koma málum á dag- skrá. Meðal annarra frumvarpa sem urðu að lögum á laugardag má nefna bandorminn svokallaða um ráðstafanir í ríkisfjármálum og frumvarp um framlengingu gjald- eyrishafta fram á haust. Þá voru Icesave-lögin frá sumri 2009 felld úr gildi en þau kváðu á um heim- ild fjármálaráðherra til að greiða Bretum og Hollendingum Icesave- kröfur sínar. - mþl Ýmis frumvörp að lögum á lokadegi þingsins: Þingnefndum fækkað ALÞINGI Þingið lauk störfum að vori á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR RANNSÓKN Íslenskir framhalds- skólanemar hreyfa sig meira en áður og verja meiri tíma með for- eldrum sínum. Þá hefur bóklestur hópsins dregist verulega saman á skömmum tíma. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um hegðun og viðhorf yngri fram- haldsskólanema sem Rannsóknir og greining við Háskólann í Reykjavík hefur unnið. „Þarna koma aðallega fram frekar jákvæðir hlutir. Þar má nefna fleiri samverustundir með foreldrum, meiri þátttaka í íþrótt- um og tómstundum og fleira,“ segir Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsókna og greiningar. Þá segir Jón það vekja athygli hve mjög bóklestur hefur minnk- að. Hann telur það þó frekar vera til marks um breytingar á tækni en nokkuð annað. „Við höfum spurt um lestur bóka og dagblaða í mörg herr- ans ár en það vantar kannski núna að taka tillit til lestrar á vefnum og í nýjum raftækjum eins og iPad. Lestur hefur sennilega færst tölu- vert til slíkra miðla,“ segir Jón. Í skýrslunni kemur fram að um 18 prósent stúlkna stundi enga lík- amsrækt en árið 2004 var hlutfall- ið 27 prósent. Þá stundar þriðjung- ur stúlkna oftar en fjórum sinnum í viku líkamsrækt og tæpur helm- ingur stráka. Rétt tæplega 30 prósent ung- menna sögðust ekki lesa neinar bækur árið 2007 en nú er sú tala komin í 40 prósent. Þá hefur dag- blaðalestur dregist enn meira saman. Meðal annarra athyglisverðra tíðinda úr skýrslunni má nefna að traust á lögreglunni hefur aukist til muna en traust á Alþingi hefur minnkað. Þá borða framhalds- skólanemar meira af ávöxtum og drekka minna af gosdrykkjum. Loks verja stúlkur töluvert meiri tíma í heimanám en strákar. Bæði kyn verja þó meiri tíma í heima- nám en árið 2004. - mþl Ný skýrsla frá rannsóknarmiðstöðinni Rannsóknir og greining við Háskólann í Reykjavík: Framhaldsskólanemar sífellt heilbrigðari NEMAR Ungmenni lifa heilbrigðara lífi nú en áður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BANDARÍKIN Barátta yfirvalda við skógareldana skæðu í Arizona heldur áfram en íbúum bæjanna Springerville og Eager var leyft að snúa aftur til síns heima í fyrradag. Yfirvöld vara þó við lélegum loftgæðum, menguðu drykkjar- vatni og menguðum mat á svæð- inu. Þeim íbúum sem eiga við heilsuvandamál að stríða er ráðlagt að fara ekki heim að svo stöddu. Skógareldarnir kviknuðu 29. maí. Enginn hefur látist en sjö hafa slasast. Alls hafa 29 heimili orðið eldinum að bráð. - áp Skógareldar í Arizona: Íbúum leyft að snúa aftur heim ÍTALÍA, AP Silvio Berlusconi, for- sætisráðherra Ítalíu, beið enn einn pólitískan ósigur þegar í ljós kom í gær að ítalska þjóðin hafði hafn- að þremur lagasetningum hans í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þrjú mál voru lögð í dóm kjós- enda; endurreisn kjarnorkunýt- ingar, einkavæðing vatnsréttinda og löggjöf sem hefði hlíft Berl- usconi frekar gegn lögsóknum. Þegar stór hluti atkvæða hafði verið talinn í gær var ljóst að lög- unum hafði verið hafnað og í ljósi taps stjórnarflokksins í sveitar- stjórnarkosningum á dögunum þykir ljóst að staða Berlusconis veikist sífellt. - þj Kjósendur felldu lög á Ítalíu: Enn eitt áfallið fyrir Berlusconi ÁFALL Pólitísk staða Silvio Berlusconi veiktist enn með ógildingu laga í þjóðar- atkvæðagreiðslu um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.