Fréttablaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 12
12 14. júní 2011 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Hafinn er málflutningur í máli fyrrver-andi forsætisráðherra fyrir landsdómi. Forsaga þessa máls nær aftur til haustsins 2008 er Geir H. Haarde og aðrir fulltrúar þingflokka á Alþingi ákváðu að skipa rann- sóknarnefnd Alþingis en skýrslu hennar var ætlað að liggja til grundvallar ályktun þingsins um hvort ráðherrar hefðu brotið lög um ráðherraábyrgð í aðdraganda hrunsins. Þannig var í árdaga málsins lagt af stað eftir leiðsögn fyrrverandi forsætisráðherra án þess að lagðar væru til breytingar á lögum um ráðherraábyrgð eða landsdóm. Vorið 2010 ákvað Alþingi að skipa nefnd þingmanna til að móta afstöðu þingsins til skýrslunnar og taka ákvörðun um hvort vísa ætti málum einstakra ráðherra til landsdóms vegna hugsanlegra brota á lögum um ráð- herraábyrgð. Þannig skipaði Alþingi okkur þingmennina til verka eftir vinnulagi og við lagaumgjörð sem það hafði sjálft ákveðið. Sérstaklega var leitað eftir því að skipa þingmenn sem ekki höfðu starfað á Alþingi þegar hrunið átti sér stað enda talið mikil- vægt að gæta að fjarlægð þingmanna frá viðfangsefninu. Sjö af níu nefndarmönnum töldu að málum þriggja eða fjögurra ráð- herra ætti að vísa til landsdóms. Það var svo Alþingi sem ákvað hins vegar að einungis væri ástæða til að senda mál eins ráðherra til landsdóms, þ.e. mál fyrrverandi forsætis- ráðherra. Málsvörn ráðherrans byggir mikið á að persónugera stöðu hans. Við vinnu þing- mannanefndar var hins vegar fagleg og mál- efnaleg nálgun í fyrirrúmi en verkefnið ekki persónugert. Þannig tók ég t.d. ekki afstöðu til mannsins eða KR-ingsins Geirs H. Haarde við umfjöllun málsins, heldur tók ég afstöðu til þeirra upplýsinga sem komu fram í viða- mikilli skýrslu RNA um embættisfærslur viðkomandi ráðherra. Því er manni spurn – hvers vegna eru lög um ráðherraábyrgð ef ekki á að koma til kasta þeirra ef grun- ur vaknar um embættisglöp? Getur aldrei komið til þess að ráðherrar geti átt að bera ábyrgð? Að mínu mati voru til staðar nægar málsástæður til að vísa ætti málum viðkom- andi og fleiri til landsdóms þar sem meðal annarra, okkar vísustu lögspekingar, gætu ákvarðað hvort fyrrverandi forsætisráðherra hefði brotið lög um ráðherraábyrgð eða ekki. Ég taldi þannig að nægar upplýsingar væru fyrir hendi til þess að vísa málinu áfram til landsdóms. Með því er ekki sagt fyrir um sekt eða sakleysi, enda er það landsdóms að komast að efnislegri niðurstöðu og ber ég fullt traust til þess að þar njóti Geir sann- gjarnrar og réttlátrar málsmeðferðar og að málinu ljúki með efnislega réttri niðurstöðu. Landsdómur Vísun til landsdóms Magnús Orri Schram alþingismaður TILBOÐ á 1 lítra Kókómjólk Nýjar og betri umbúðir! S kýrsla rannsóknarnefndar kirkjuþings er vandað plagg. Hún staðfestir það sem margir töldu í raun liggja fyrir; að ýmsir starfsmenn og stofnanir kirkjunnar gerðu mistök þegar ásakanir komu fram um kynferðisbrot á hendur Ólafi Skúlasyni, þáverandi biskupi Íslands, árið 1996. Alls eru tilgreindir í skýrslunni 23 núlifandi einstaklingar, sem taldir eru hafa gert mistök í málinu. Þeirra á meðal eru ýmsir sem enn starfa á vett- vangi kirkjunnar, þar með tal- inn biskup Íslands, Karl Sigur- björnsson. Í skýrslunni eru hins vegar tilgreindar þær málsbætur fyrir þessa einstaklinga, að vegna deilna innan kirkjunnar á þessum tíma hafi gætt til- hneigingar til að líta á ásakanir fórnarlambanna sem lið í viðleitni andstæðinga biskups til að koma á hann höggi. Þá er ljóst af lestri skýrslunnar að Ólafur biskup beitti stöðu sinni sem yfirmaður kirkjunnar mjög ein- dregið til að knýja fram stuðningsyfirlýsingar undirmanna sinna, sem rannsóknarnefndin gerir alvarlegar athugasemdir við. Á það ber jafnframt að líta að margt hefur breytzt í viðhorfi til kynferðisbrotamála og meðferðar þeirra á þeim fimmtán árum sem liðin eru frá þessum atburðum. Ekkert af þessu á þó við um óhönduglega meðferð kirkjunnar á erindi Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, dóttur biskupsins fyrrverandi, er hún leitaði löngu síðar til kirkjunnar. Rannsóknarnefndin telur Karl biskup bera ábyrgð á þeim mistökum. Kirkjan hefur að mörgu leyti lært sína lexíu af biskupsmál- inu svokallaða. Miklar breytingar hafa orðið á viðhorfi og máls- meðferð innan þjóðkirkjunnar, þar sem fagráð um meðferð kyn- ferðisbrota tekur nú hratt og vel á málum sem upp koma. Þessar úrbætur eru raktar í skýrslu rannsóknarnefndarinnar, en jafn- framt settar fram tillögur um hvernig kirkjan geti gert enn betur. Biskupsmálið hefur valdið þjóðkirkjunni miklum álitshnekki og skaða. Með stofnun rannsóknarnefndarinnar hefur kirkjan út af fyrir sig lýst því yfir að hún hyggist aldrei aftur láta ásakanir um kynferðisbrot liggja í þagnargildi og þannig stigið skref í átt til þess að bæta fyrir þann trúnaðarbrest, sem varð milli hennar og almennings í málinu. En viðbrögðin við skýrslu nefndarinnar skipta líka miklu máli. Í svarbréfum til nefndarmanna viður- kenndu fæstir af þjónum kirkjunnar mistök eða vanrækslu. Á þinginu í dag hljóta þeir að viðurkenna mistök sín og axla á þeim ábyrgð. Auðmýktin er eina leiðin sem er fær í málinu. Kirkjan hefur þegar beðið konurnar afsökunar, sem ásökuðu Ólaf Skúlason, svo og aðra þolendur kynferðisbrota kirkjunnar manna. Það væri raunar ekki úr vegi að kirkjuþing þakkaði þeim líka fyrir. Hefðu þær ekki sýnt það hugrekki að stíga fram og halda málinu til streitu, gæti fólki enn dottið í hug að reyna að þagga niður ásakanir um kynferðisbrot í kirkjunni. Viðbrögð kirkjunnar við rannsóknarskýrslu kirkjuþings skipta miklu máli. Auðmýkt er eina leiðin Furðufréttir og gúrka Bergþór Ólason sem um tíma starfaði sem aðstoðarmaður Sturlu Böðvarsson- ar, þá samgönguráðherra, skrifaði pirr- ingsgrein í Morgunblaðið á laugardag þar sem hann furðar sig á fréttaflutningi af starfi stjórnlagaráðs. Bergþór segir þá sem sitja í stjórnlagaráði ekkert annað en fulltrúa í nefnd á vegum nokkurra þingmanna og engan varði um niðurstöður þeirra frekar en niðurstöður annarra nefnda á vegum stjórnmálaflokka. „Starf stjórnlagaráðs á ekkert erindi í fréttir, hversu mikil sem „gúrkan“ er,“ segir Bergþór. Fréttnæmt? Þetta er athyglisvert fréttamat hjá Bergþóri og kannski ástæða til að fréttamenn hugsi málið betur. Ráðið vinnur að gerð nýrrar stjórnarskrár fyrir Ísland sem það mun leggja fyrir Alþingi. Til starfsins og kosninganna til þingsins sem nú er orðið ráð hefur Alþingi lagt hundruð milljóna króna. Hefur starf ráðsins vakið athygli erlendis. Það sem skiptir kannski mestu er að það er alls ekki útilokað að stjórnarskrá Íslands verði breytt í kjölfarið. Augljós- lega á það ekki erindi við almenn- ing. Betur heima setið … Karl Sigurbjörnsson biskup er í skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings sagður hafa gert mistök í starfi. Karl hefur ekki viljað tjá sig um niðurstöðuna en mun væntanlega rjúfa þögnina í dag á kirkju- þingi sem kallað hefur verið saman til að fjalla um niðurstöður skýrslunnar. Forvitnilegt verður að sjá viðbrögð Karls en spyrja má hvort hann hefði ekki betur fylgt fordæmi nokkurra annarra presta sem koma við sögu í skýrslunni og hafa afboðað komu sína á þingið. Umræðurnar á þinginu yrðu án efa hreinskiptnari án geranda í málinu við borðið. magnusl@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.