Fréttablaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 32
4 ● vinnuvélar Aflmiklar vélar þarf í námugreftri enda verið að flytja mikið magn þungra efna. Því er ekki að undra að í námuvinnu sé að finna stærstu og afkastamestu vinnuvélarnar. Evrópska flutningabílaverksmiðj- an (European Truck Factory, ETF) hefur fundið frumlega leið til að auka afköst í efnaflutning- um. Það er ný gerð af svokölluð- um trukkalestum en svo kallast það þegar nokkrir vöruflutninga- bílar eru tengdir saman til að auka afköst. ETF-trukkana er hægt að tengja saman með stálarmi en inni í honum eru gagnatengi sem miðla gögnum milli bílanna. Þannig getur stjórnandi fyrsta bílsins stjórnað bílunum á eftir sér. Því þarf að- eins einn bílstjóra á alla bílana sem minnkar verulega launakostnað. Einnig hægt að aftengja hvern bíl og nota einan sér. Nokkrar gerðir af trukkum verða í boði. Áhersla fyrirtækisins verður á MT-240 módel en frum- gerð þess var tilbúin í janúar og prófuð í Þýskalandi en þar er verk- smiðjan starfrækt. ETF-trukkurinn verður búinn fjór- um MTU/Mercedes OM 502 V8 vélum (480kW). Til að minnka álag á dekk og koma í veg fyrir slit og bilanir hefur verið útbúið sérstakt kerfi sem heldur sama þrýstingi á öllum dekkjum. Þegar dekk spring- ur fær stjórnandi tilkynningu og öxullinn lyftist sjálfkrafa. Bílarnir verða með eins íhluti sem auðvelt er að skipta um. Því þarf ekki að setja bílinn á verkstæði heldur er hægt að setja annan hlut í bílinn á meðan gert er við þann bilaða. Nánari upplýsingar um fyrir- tækið ETF er hægt að nálgast á www.etftrucks.eu/ Aflmikil trukkalest Hægt verður að tengja nokkra trukka saman og einn ökumaður getur stjórnað þeim. Bílarnir geta sturtað í nokkrar áttir. Hrauntak ehf. sérhæfir sig í sölu á tækjum, vinnuvélum og at- vinnubílum bæði á innanlands- markaði og til útlanda. Fyrir rúmu ári hóf fyrirtækið innflutn- ing og sölu á vinnuvéla-, landbún- aðar- og atvinnubílahjólbörðum sem hefur mælst vel fyrir meðal viðskiptavina, segir sölustjórinn Sigurjón Gylfason. „Við ákváðum að stækka sjón- deildarhringinn með því að bæta við dekkjum og dekkjavélum sem eru frá Cormach. Það hefur heldur betur borgað sig, þar sem viðbrögðin eru jákvæð og salan góð.“ Fyrirtækið er með samn- inga við stóra erlenda byrgja og selur hjólbarða frá öllum helstu framleiðendum. „Við bjóðum dekk af öllum stærðum og gerð- um og biðtíminn eftir sérpönt- unum er stuttur. Megináhersla er hins vegar lögð á stóru dekk- in enda erum við fyrst og fremst að bæta þjónustuna við landbún- aðargeirann, vinnuvélar, og at- vinnubifreiðar,“ tekur Sigurjón fram. Hann segir allt kapp lagt á að bjóða eingöngu upp á hágæða vöru á góðu verði og ætti að vita hvað hann syngur enda með ára- tuga reynslu af sölu á hjólbörðum. „Ég hef verið viðloðandi þenn- an geira frá árinu 1984 og tók til starfa hjá Hrauntaki í fyrra. Ég get því ábyrgst að þetta eru góð dekk,“ segir hann og getur þess að ekki vanti upp á reynslu og kunn- áttu annarra starfsmanna. „Hér vinna eingöngu reynsluboltar sem eru boðnir og búnir til að aðstoða viðskiptavinina eftir fremsta megni.“ Hrauntak er að Skútuhrauni 11 í Hafnafirði og er með ýmis umboð, svo sem Fliegl sem fram- leiðir meðal annars gámagrind- ur, malarvagna og ýmsar gerð- ir af véla- og flatvögnum ásamt vögnum til notkunar í landbúnaði og til ýmissa sérverkefna. Nánar á www.hrauntak.is. Dekk í dótakassann Sigurjón Gylfason tekur vel á móti viðskiptavinum Hrauntaks. MYND/GVA … að fyrsti vörubíllinn kom til Íslands 21. júlí 1914 og hóf þegar ferðir austur fyrir fjall. Þetta virðist hafa verið fólksbílsgrind með flutningskassa í stað far- þegarýmis. … að eftir að traktorar fóru að berast til landsins á árunum 1929-1931 var ákveðið að halda námskeið fyrir ökumenn þeirra í Reykjavík og austur á Reykjum í Ölfusi. Námskeiðið vakti athygli utan landsteinanna og í mánað- arriti IHC í Chicago var því gerð sérstök skil í grein undir fyrir- sögninni Iceland´s First Tractor School eða Fyrsti traktorskólinn á Íslandi. … að stærðarinnar vinnu- vélasafn, Konnasafn, er á Akur- eyri. Konráð Vilhjálmsson og af- komendur hans stofnuðu safn- ið árið 1984 þegar Konráð festi kaup á fyrsta safngripnum, Bor- geit jarðbor. Tilgangur safnsins er að varðveita sögu vinnuvéla á Íslandi. Þar eru nú í kringum 70 vélar og sífellt bætist við. … að fleiri spennandi vinnu- vélasöfn er að finna á Íslandi. Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri byggir á grunni Bú- vélasafnsins sem var þar starf- rækt um árabil. Safnið varðveit- ir ýmis gögn, gripi og aðrar minj- ar um sögu og þróun landbúnaðar á Íslandi. … að dráttarvélum var fyrst ekið yfir Skeiðarársand og aust- ur í Öræfi í apríl 1958. Viðtal við ferðalangana tvo, þá Guðjón Jóns- son frá Fagurhólsmýri og Grím Brandsson úr Reykjavík, birtist í Tímanum skömmu fyrir brott- för þeirra. … að á heimasíðu Fornvéla- félags Íslands er að finna marg- víslegan fróðleik um gamlar dráttarvélar og vélar sem tengd- ar voru þeim. Heimild: landbunadarsafn.is. VISSIR ÞÚ... Þessi jarðýta vakti athygli þegar hún var flutt til landsins árið 1974. Hún var af gerðinni Caterpillar og sú stærsta sem hér hafði sést. Barnið við hlið hennar undir- strikar vel stærðina. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Varahluta og viðgerðaþjónusta Íspartar - Vélavit Skeiðarási 3 - garðabær - Sími 527 2600 Varahluta og viðgerðaþjónusta fyrir utanborðsmótóra, vinnuvélar rafstöðvar, sláttuvélar, fjórhjól, sexhjól og allar aðrar vélar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.