Fréttablaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 42
14. júní 2011 ÞRIÐJUDAGUR22 sport@frettabladid.is Árósir, áhorfendur: 2817 Ísland H-Rússl. TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 7–8 (2–5) Varin skot Haraldur 3 – Gutor 2 Horn 6–2 Aukaspyrnur fengnar 15–15 Rangstöður 3–1 ÍSLAND 4–3–3 Haraldur Björnsson 6 Eggert Gunnþór Jónsson 7 Hólmar Örn Eyjólfsson 6 Jón Guðni Fjóluson 7 Hjörtur Logi Valgarðsson 6 *Aron Einar Gunnarsson 8 Bjarni Þór Viðarsson 6 Gylfi Þór Sigurðsson 6 Arnór Smárason 5 (62. Rúrik Gíslason 6) Jóhann Berg Guðmundsson 6 (32. Alfreð Finnbogason 5) Kolbeinn Sigþórsson 6 0-1 Andrei Voronkov, víti (77.) 0-2 Maksim Skavysh (87.) 0-2 Stavrev, Makedóníu (4) Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Anton Brink fjalla um EM U21 í Danmörku eirikur@frettabladid.is - anton@frettabladid FÁÐU GÓÐAN SVEFN Í SUMAR ÍS L E N SK A SI A .I S U T I 55 23 1 06 /1 1 TILBOÐ 14.990 KR. TNF ALEUTIAN Hlýr og góður trefja svefnpoki fyrir sumarið. Þolmörk: -5°C. Þyngd: 1.545 g. Almennt verð: 19.990 kr. TILBOÐ 12.990 KR. HIGH PEAK TAKOMA Hentugur til notkunar sumar, vor og haust. Þyngd 1,6 kg Þolmörk -4°c Almennt verð: 14.990 kr. SUMARIÐ ER TÍMI ÚTIVISTAR: SVEFNPOKAR FRÁ 7.990 KR. VERÐ: 24.990 KR. TNF ELKHORN Súperhlýr trefjasvefnpoki. Þolmörk: -10°C. Þyngd: 2.085 g. TILBOÐ 38.990 KR. TNF HOTLUM Vandaður léttur dúnsvefnpoki. Þolmörk: -10°C. Þyngd: 1311 g. Almennt verð: 44.990 kr. NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS FÓTBOLTI Íslenska U-21 landsliðið tapaði sínum fyrsta leik á EM, 2-0 gegn Hvíta-Rússlandi í Árósum á laugardagskvöldið. Ísland var sterkari aðilinn lengst af en eftir daufan fyrri hálfleik fékk Kolbeinn Sigþórsson þrjú góð færi til að koma sínum mönnum yfir. Allt kom fyrir ekki. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka komust Hvít-Rússar í sókn sem endaði með því að Aron Einar Gunnarsson braut á Stan- islav Dragun í teignum. Víti var dæmt og Aron Einar rekinn af velli með rautt spjald. Harður dómur, sérstaklega í ljósi þess að dóm- ari leiksins hafði í tvígang sleppt leikmönnum með gult spjald fyrir tveggja fóta tæklingu á Aroni. Rúrik fékk þó einnig gult seinna í leiknum fyrir álíka tæklingu. Hvít-Rússar skoruðu úr vítinu og gengu á lagið eftir það. Eftir að Aron fór af velli missti Ísland tök á miðjunni og náði aldrei að koma sér inn í leikinn aftur. - esá Fyrsti leikur U21 landsliðsins á EM í Danmörku: Ótrúlega svekkjandi gegn Hvít-Rúsum RAUTT Á LOFT Aron Einar Gunnarsson var rekinn út af í fyrsta leik. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Gylfi Þór Sigurðsson segir að séu gerðar væntingar til hans í U-21 liði Íslands sé það af hinu góða. „Ég hef ekki fundið mikið fyrir því en ef svo er fagna ég því. Það er gott að það séu gerðar væntingar til manns,“ sagði Gylfi á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í gær. „En hvort ég skora eða ekki skiptir engu. Aðalmálið er að liðið skori mörk.“ Ísland mætir Sviss í dag og á Gylfi jafnvel von á opnari leik en gegn Hvíta-Rússlandi um helgina. „Það gæti verið en það fer bara eftir því hvernig leikurinn þróast. Við ætlum okkur sigur í leiknum eins og í öllum öðrum – það breytist ekki.“ - esá Gylfi Þór Sigurðsson: Væntingar af hinu góða SVEKKJANDI TAP Gylfi Þór leyndi ekki vonbrigðum sínum eftir Hvít-Rússa leikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Íslenska U-21 landsliðið þarf að ná minnst einu stigi úr leik sínum gegn Sviss á Evrópumeist- aramótinu í Danmörku í dag til að eiga enn möguleika á að ná mark- miðum sínum. Eftir tapleikinn gegn Hvíta-Rússlandi um helgina er ljóst að liðið hefur ekki efni á að misstíga sig aftur. Vendipunktur leiksins um helgina var rauða spjaldið og víta- spyrnan sem Aron Einar Gunnars- son fékk dæmda á sig. Aron hafði verið langbesti maður Íslands í leiknum og Eyjólfur segir að dóm- urinn hafi verið ósanngjarn. „Ég er ósáttur við rauða spjald- ið. Það voru tveir varnarmenn og markvörður fyrir aftan boltann. Svo var seinna markið rangstaða,“ sagði Eyjólfur. „En við höfum séð í öðrum leikjum keppninnar að dómararnir gera mistök sem er bara hluti af leiknum. En við vorum svekktir yfir því að þetta bitnaði á okkur.“ Eyjólfi leggur ítrekað áherslu á hversu sterkt mótið er. Þarna eru samankomin átta bestu lið álfunn- ar sem eru öll jöfn að styrkleika. Mikið ráðist því af dagsformi leik- manna og „hvernig þeir koma inn í leikinn“. Eyjólfur segir að órétt- lætið og mótlætið muni ekki hafa slæm áhrif á leikmenn. „Við ætlum ekki að láta þetta ná til okkar þrátt fyrir rautt spjald og óréttlæti. Núna snýst þetta um að einbeita sér að næsta leik. Það er það sem við erum að gera núna.“ Hann var ánægður með margt í leik sinna manna um helgina. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að Hvít-Rússar vörðust mjög vel. Við reyndum að sækja sigur- inn en þurftum að vera þolinmóð- ir. Það tókst vel enda fengum við þrjú góð færi sem hefði mögu- lega dugað til að klára leikinn. Ég er því ánægður með hvernig við fórum inn í leikinn.“ Íslenska U-21 landsliðið er að keppa á sínu fyrsta stórmóti og reynslan því dýrmæt. Eyjólfur segir að strákarnir læri mikið með hverju skrefi sem þeir taka í Dan- mörku. „Það er einmitt svona mótlæti sem á að styrkja mann og strák- arnir eiga að gera sér grein fyrir hversu sterkir leikmenn þeir eru fyrst þeir komu liðinu í þetta mót. Ég hef engar áhyggj- ur af öðru. Við gerum eins og áður – förum í alla leiki til að vinna. Það er það sem hefur komið okkur í lokakeppnina. Við höfum spilað skemmtilegan fótbolta og við vilj- um halda því áfram.“ Aron Einar Gunnarsson þarf að sitja uppi í stúku í dag og þá er enn óvíst hvort Jóhann Berg Guð- mundsson verði orðinn góður af axlarmeiðslunum í dag. Líklegt er að Alfreð Finnboga- son muni leysa hann af hólmi í dag og þá gæti Guðmundur Krist- jánsson og Eggert Gunnþór Jóns- son leyst stöðu Arons á miðjunni. Ef Eggert Gunnþór þarf að fara úr hægri bakverðinum er líklegt að Skúli Jón Friðgeirsson leysi þá stöðu í dag. Ísland er langt því frá búið að kasta inn hvíta handklæðinu og ætlar að sækja til sigurs í dag. Leikmenn vita líka vel að það kemur ekki til greina að tapa leikn- um í dag enda væri baráttunni þá nánast lokið. Lið Sviss er þó afar sterkt eins og það sýndi með 1-0 sigri á Dönum um helgina. Dreng- irnir okkar eiga þó mikið inni og ætla sér að sýna sparihliðarnar í dag. Látum ekki mótlætið stöðva okkur Ísland mætir í dag Sviss á Evrópumeistaramóti U-21 landsliða í Danmörku. Drengirnir töpuðu fyrir Hvíta- Rússlandi í sínum fyrsta leik um helgina en ætla að nota leikinn í dag til að koma sér aftur á rétta braut. MIKILVÆGUR LEIKUR Í DAG Strákarnir verða að fá eitthvað út úr leiknum á móti Sviss í Álaborg í dag. Hér eru þeir á æfingu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRYNJAR ÞÓR BJÖRNSSON OG BJÖRGVN ÞÓR HÓLMGEIRSSON hafa báðið samið við erlend félög. Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór samdi við sænska liðið Jämtland og verður fimmti íslenski leikmaðurinn í sænsku deildinni en handboltamaðurinn Björgvin Þór samdi við þýska B-deildarliðið Rheinland. Báðir hafa þessi strákar verið í stórum hlutverkum hér heima og unnið marga titla með félögum sínum, Brynjar með KR og Björgvin með Haukum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.