Fréttablaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 2
22. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR2 Gunnlaugur, ertu núna orðinn stórlax? „Nei, og ég held mér endist varla ævin í það. Verra er þó að þetta voru eintómir smálaxar sem ég nældi í.“ Gunnlaugur Sigurðsson var á mánudag útnefndur Reykvíkingur ársins. Í tilefni þess opnaði hann veiðina í Elliðaánum í gærmorgun og nældi sér í maríulaxinn. KJARAMÁL Steingrímur J. Sigfús- son fjármálaráðherra fagnar því að aðilar vinnumarkaðarins hafi ákveðið að staðfesta gildistöku kjarasamninga sem undirritaðir voru í síðasta mánuði. Í samtali við Fréttablaðið sagði hann að stöðug- leikinn sem þriggja ára samningar veiti væri „mikilvægur liður í efna- hagsbatanum sem nú er hafinn“. Þrátt fyrir margvíslegar athuga- semdir staðfestu Samtök atvinnu- lífsins (SA) og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) kjarasamningana í gær. Ef annar hvor aðilinn hefði ákveðið að gera það ekki hefði aðfararsamningur gilt til janúar- loka með þeim launahækkunum sem um var samið fyrir þetta ár. Í yfirlýsingu frá ASÍ segir að til þess að hægt sé að vinna bug á atvinnuleysi þurfi að örva fjár- festingar og nýsköpun. Lykilatriði í því að ná þeim markmiðum sé að allir leggist á eitt. Það valdi þó áhyggjum að bakslag virðist komið í fjárfestingaráform. ASÍ telur upp fimm atriði í því sambandi, meðal annars tafir á samgönguframkvæmdum og tafir á efnahagsáætlun ríkisstjórnar- innar og úrlausn skuldavanda heimila og fyrirtækja. Þá segir að atvinnulífið hafi haldið að sér höndum og ekki nýtt sér tækifæri til fjárfestinga og óvissa varðandi kvótafrumvörp ríkisstjórnarinn- ar hafi dregið úr fjárfestingu í sjávar útvegi. Í tilkynningu frá SA segir að samtökin sýni ábyrgð með því að staðfesta samningana. Þeir séu mikilvægir til að leiða þjóðina úr kreppunni þrátt fyrir að þeir séu kostnaðarsamir fyrir atvinnulífið. „Ákvörðun um að samningarnir tækju ekki gildi 22. júní hefði mikla röskun og óvissu í för með sér. Samtök atvinnulífsins telja slíka ákvörðun ekki réttlætanlega þrátt fyrir að yfirlýsing ríkis- stjórnarinnar hafi ekki gengið eftir [...].“ SA sparar heldur ekki gagnrýni sína á stjórnvöld varðandi efndir á nokkrum lykilatriðum í vilja- yfirlýsingu stjórnarinnar, meðal annars varðandi fjárfestingar og sjávarútvegsmál. Fjármálaráðherra segist bjart- sýnn á að vel muni takast til á næstu misserum og forsendur kjarasamninganna muni standast. „Enginn getur tryggt fyrirfram hversu vel gengur að ná upp fjár- festingastigi og hagvexti, en við erum bjartsýn á að það gangi eftir. Þessir samningar eru hluti af því að það geti gengið eftir.“ Kjarasamningarnir verða endur skoðaðir á ný í janúar næst- komandi. thorgils@frettabladid.is Staðfesting samninga grunnur stöðugleika SA og ASÍ staðfestu þriggja ára kjarasamning í gær. Gera þó athugasemdir við efndir ríkisstjórnarinnar á málum sem tengjast framkvæmdum og sjávarútvegi. Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að forsendur samninganna muni halda. SAMNINGAR HALDA Fjármálaráðherra segir fagnaðarefni að aðilar vinnumarkaðarins hafi staðfest þriggja ára samninga. ASÍ og SA eru þó ekki alfarið sátt við efndir stjórnarinnar á yfirlýsingum þeim tengdum. NÁTTÚRA Almenningi gefst til 22. ágúst kostur á að senda hugmynd- ir sínar um þróun þjóðgarðsins á Þingvöllum til Þingvallanefndar. Veitt verða fimm 200 þúsund króna verðlaun. Í tengslum við tilnefningu Þing- valla á heimsminjaskrá árið 2004 var mótuð stefna með áherslu á verndun á forsendum sjálfbærrar þróunar, svo að komandi kynslóð- ir fái tækifæri til að njóta sérstöðu Þingvalla. Hugmyndaleitin er liður í því og var skipuð dómnefnd um hana sem Ragna Árnadóttir veitir forstöðu. Í fréttatilkynningu segir Ragna mikilvægt að almenningur taki þátt í að skilgreina hvaða hlutverki Þing- vellir eigi að gegna í lífi okkar og samfélagi. „Við getum horft stolt til Þingvalla, einstakrar náttúru, sögunnar og menningarlegs hlut- verks. Við skulum þó ekki veigra okkur við að spyrja: Erum við sátt við Þingvelli eins og þeir eru í dag? Má eitthvað betur fara? Hvað viljum við halda í og hvað má bæta? Hug- myndaleitin er gott tækifæri til að láta hugann reika og kynnast Þing- völlum frá nýjum sjónarhóli.“ - kóp Þingvallanefnd leitar fanga hjá almenningi og verðlaunar bestu hugmyndirnar: Þjóðin spurð um Þingvelli REYKJAVÍK Flestir treysta Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins, best af odd- vitum stjórn- málaflokkanna í Reykjavík. Þetta kemur fram í könn- un sem Capa- cent gerði fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Rúmlega fimmtíu pró- sent svarenda sögðust treysta Hönnu Birnu best af oddvitunum í borgarstjórn. Rúmur fjórðungur treystir Degi B. Eggertssyni, odd- vita Samfylkingarinnar. Sautján prósent treysta Jóni Gnarr borgar- stjóra og 7,1 prósent treystir Sól- eyju Tómasdóttur, oddvita VG, best. Einnig var spurt um fylgi flokkanna og mældist Sjálfstæðis- flokkurinn með 44,5 prósenta fylgi, mest flokka. Samfylkingin hlaut 21,7 prósent, Besti flokkurinn 17,1 prósent og Vinstri græn 8,7 pró- sent. 3,8 prósent sögðust myndu kjósa aðra flokka. - þeb Könnun um oddvita og fylgi: Flestir treysta Hönnu Birnu HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR Kosið í stjórn Orkuveitunnar Kosið var í stjórn Orkuveitu Reykja- víkur til næsta árs í gær. Kosin voru Haraldur Flosi Tryggvason formaður, Brynhildur Davíðsdóttir varafor- maður, Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir. REYKJAVÍK EFNAHAGSMÁL Greiningardeild Arion banka býst við verðbólgu- kúfi fram eftir hausti og gerir ráð fyrir að hún fari í 5,2 prósent í september. Deildin gerir ráð fyrir að verðbólga fari úr 3,4 prósentum í maí í 4,3 prósent nú. Deildin hefur áður bent á að lítil innistæða sé fyrir þeim loforðum sem kjarasamningar hljóða upp á og muni mörg fyrirtæki sem ekki ráða við þá ýta álaginu áfram út í verðlag. Þá eru líkur taldar á því að kaupmenn muni jafnframt nýta tækifærið nú til flytja hærri rekstrarkostnað yfir á herðar neytenda og muni vöruverð því hækka meira en ella hefði mátt reikna með. - jab Arion banki spáir hækkunum: Verðbólga eykst fram á haustið KEYPT Í MATINN Greiningardeild Arion banka spáir því að vöruverð muni hækka á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VINSÆLIR Þingvellir eru vinsæll ferða- mannastaður og leitað er eftir hug- myndum um hvernig taka eigi á móti ferðamönnum þar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR NOREGUR Tveggja stúlkna, eins og þriggja ára, er saknað eftir að þeim var rænt af grímuklæddum mönnum í Noregi í gær. Lögreglan í Noregi telur að faðir þeirra geti staðið á bak við ránið. Hans var einnig saknað þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Stúlkurnar tvær voru með móður sinni og starfs- manni barnaverndar í bænum Brandbu í Upp- löndum. Mannræningjarnir voru grímuklæddir og beittu táragasi þegar þeir námu stúlkurnar á brott. Norska ríkisútvarpið greindi frá því að þeir hefðu haft í hótunum við móðurina og barnaverndar- starfsmanninn. Þeir óku á brott með stúlkurnar í bláum Saab sem er skráður í Svíþjóð. Foreldrar stúlknanna eru frá Írak. Lögreglan ótt- aðist að reynt yrði að fara með stúlkurnar úr landi og því var landamæraeftirlit hert til muna í gær, auk þess sem leitað var víða að stúlkunum og mann- ræningjunum. Tveir menn voru síðan handteknir um miðjan dag í gær á bílnum, sem hafði verið eftirlýstur um alla Evrópu. Stúlkurnar voru ekki í för með þeim. Undir kvöld var þriðji maðurinn handtekinn, en í bíl hans fundust tveir barnastólar. Í gær var ekki talið að hann væri faðirinn. Allir mennirnir sem eru í haldi lögreglunnar eru íraskir kúrdar. Þeir voru í yfirheyrslum í gærkvöldi en höfðu neitað að tjá sig nema lögfræðingar þeirra væru viðstaddir. - þeb Norska lögreglan yfirheyrði þrjá menn sem eru grunaðir um mannrán: Leitað að tveimur stúlkum NORSKIR LÖGREGLUÞJÓNAR Víðtæk leit var gerð að stúlkunum tveimur í gær. Þá hafa lögregluyfirvöld um alla Evrópu verið látin vita af málinu, þar sem talið er að reynt hafi verið að koma þeim úr landi. GRIKKLAND Hin endurnýjaða ríkis- stjórn Grikklands hlaut stuðning gríska þingsins seint í gærkvöldi. Georgios Papandreú myndaði nýja ríkisstjórn fyrir helgi. Hann þurfti stuðning meirihluta þings- ins til að geta borið fram niður- skurðartillögur. Fyrst stjórnin hélt velli verður niðurskurður upp á 28 milljarða evra lagður fyrir í næstu viku. Það er forsenda þess að Grikkir fái tólf milljarða evra lán frá Evrópu sambandinu og Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum. - þeb Kosið um ríkisstjórnina í nótt: Stjórnin hélt velli í Grikklandi Sátu fastir á klettasyllu Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- LÍF, bjargaði tveimur illa búnum mönnum sem lent höfðu í sjálfheldu á klettasyllu austan við Þverfellshorn í Esju síðdegis í gær. BJÖRGUN BANDARÍKIN, AP Sígarettupakkar í Bandaríkjunum munu frá og með haustinu 2012 sýna neikvæðar afleiðingar reykinga á opinskáan hátt. Lyfja- og matvælastofnun Bandaríkjanna kynnti í gær níu mismunandi merkingar sem munu þekja efri helming pakkanna. Þar má meðal annars sjá nærmynd af tannskemmdum, sýkt lungu reyk- ingamanns og lík manns sem lést af völdum reykinga. Reykingar draga 443.000 Bandaríkjamenn til dauða á hverju ári og er samfélagslegur kostnaður reykinga um 200 millj- arðar dala á ári. - þj Tóbaksvarnir í Bandaríkjunum: Viðvaranir þekja hálfan pakkann SPURNING DAGSINS HLAÐBORÐ MEÐ ÖLLU, SÓDAVATN OG KAFFI 30 rétta hlaðborð. Heitir og kaldir réttir. Tvær tegundir af súpu. Nýbakað brauð kórónar úrvalið – alla daga! www.salatbarinn.is 20 viðskiptavini þarf til að virkja tilboðið HÓPKAUP.IS Í DAG í krafti fjöldans hópkaup.is 990 kr. GILDIR Í 24 TÍMA 1.890 kr. Verð 48% Afsláttur 900 kr. Afsláttur í kr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.