Fréttablaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 20
22. JÚNÍ 2011 MIÐVIKUDAGUR2 ● kynning ● þjóðgarðar Á náttúruminjaskrá er listi yfir öll friðlýst svæði á Íslandi og mörg önnur merkileg svæði sem enn hafa ekki verið friðlýst. Á Íslandi eru 102 friðlýst svæði og tvö á heimsminjaskrá, Þing- vellir og Surtsey,“ segir for- stjóri Umhverfisstofnunnar, lögfræðingur inn og umhverfis- fræðingurinn Kristín Linda Árnadóttir. „Friðlýst svæði eru um allt land og oft kemur það fólki á óvart hvaða svæði eru friðlýst. Hér á Suðvestur- landi eru það til dæmis Rauð- hólar og Reykjanesfólkvangur og á Suðurlandi eru það Gull- foss og Friðland að Fjallabaki. Á Vestur landi eru Eldborg og Hraunfossar friðlýst svæði og á Vestfjörðum má nefna Breiðafjörð og Hornstrand- ir. Á Norður landi eystra má nefna Dettifoss og Mývatn og vestra eru það Hveravellir og Guðlaugs tungur. Á Austurlandi eru Teigarhorn og Díma í Lóni.“ Kristín Linda segir það koma mörgum á óvart að þekktir ferðamannastaðir séu friðlýst svæði. „Friðlýst svæði er ekki það sama og bannsvæði eins og margir halda,“ segir hún og brosir. „Við hvetjum fólk til að heimsækja þessar náttúru perlur en það verður að ganga vel um þær, enda náttúru perlur. Það verður að sýna aðgát á þessum svæðum, taka með sér ruslið, fara varlega með eld og ekki taka neitt með sér nema minn- ingar.“ Á mörgum friðlýstum svæðum eru landverðir. „Við hvetjum fólk til að fá upplýsingar hjá land vörðunum um friðlýstu svæðin. Þeir hafa mikla þekkingu á náttúrunni, staðháttum og því sem er sérstakt við svæðin og eru alltaf tilbúnir að veita þjónustu. Þá bjóðum við víða upp á fræðslu- dagskrá á friðlýstu svæðunum eins og í Vestmannaeyjum um Surtsey og í Snæfellsjökuls- þjóðgarði á Hellnum. Sums staðar er fræðsluefnið eink- um ætlað börnum en allt er þetta ætlað til að auka skilning og dýpka á náttúrunni og sögu hennar.“ Kristín Linda gefur ekki upp hver hennar uppáhaldsnáttúru- perla er en nefnir að fólk gæti sett sér það markmið að skoða þær allar eða þær sem eru í heimabyggðinni. „Mig langar þó að nefna eina sem er Mývatn, en þar er svo margt að skoða, bæði jarðsvæðið og fuglalífið. Þar er einnig ný og endurbætt sýning í kennslustofu og land verðir fara reglulega í fræðsluferðir með gesti. „Ég hvet fólk til þess að skoða heimasíðuna okkar, www.umhverfisstofnun.is. Þar eru góðar upplýsingar um frið- lýstu svæðin, sem eru oft fleiri í heimabyggð en fólk grunar.“ Yfir hundrað svæði friðlýst um allt land ,,Við hvetjum fólk til að fá upplýsingar hjá landvörðunum um friðlýstu svæðin. Þeir hafa mikla þekkingu á náttúrunni, staðháttum og því sem er sérstakt við svæðin og eru alltaf tilbúnir að veita þjónustu,” segir Kristín Linda. Fjölbreytt landslag, sérstakt en viðkvæmt lífríki, öræfaauðn og kyrrð eru megineinkenni Friðlands að Fjallabaki, en þangað leita árlega þúsundir manna til að njóta þessara náttúrugæða. Lífríki Mývatns er einstakt og er nafn vatnsins dregið af þeim aragrúa af mýi sem þar er. Þar er að finna fleiri andartegundir en á nokkrum öðrum stað á jörðinni. Í Mý- vatnssveit er náttúrufar fjölbreytt og lands- lag sérstætt, enda mótað af miklum elds- umbrotum. Mývatn er á flekamótum jarð- skorpufleka Norður-Ameríku og Evrasíu. Þá rekur í sundur um tvo sentimetra á ári en á samskeytunum kemur upp hraunkvika sem fyllir í skarðið og er eldvirkni þarna mikil. Dimmuborgir og Hverfjall eru meðal þeirra náttúrugersema sem eru á svæðinu og verða friðlýst í dag, hinn 22. júní. Um- hverfisstofnun er með gestastofu, sem var nýlega endurnýjuð, við Mývatn og er hægt að fræðast þar nánar um svæðið. Mývatn og Laxá Mývatn varð til þegar Laxárhraun eldra stíflaði farveg Laxár fyrir um 3.800 árum. Snæfellsjökull er virk eldkeila sem hefur hlaðist upp í mörgum hraun- og sprengigosum á síðustu 800 þúsund árum. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er á utan- verðu Snæfellsnesi á Vesturlandi. Hann er um 170 km² að stærð og eini þjóðgarður landsins sem nær að sjó. Snæfellsjökull er 1.446 metra hár og hefur oft verið kallaður konungur íslenskra fjalla. Hann var lengi talinn hæsta fjall landsins. Gestastofa þjóðgarðsins er á Hellnum. Hún er opin frá 20. maí til 10. september frá klukkan 10-17. Þar er upplýsingamiðstöð þjóðgarðsins og áhugaverð náttúru- og verminjasýning. Snæfellsjökull Fljótlega eftir að Surtsey myndaðist sáu vísindamenn tækifæri til að fylgjast með þróun eyjar innar og landnámi líf- vera. Surtsey var friðuð árið 1965 meðan gos stóð enn yfir og var friðunin bundin við eldfjallið ofansjávar. Surtsey er mest rannsakaða eldfjallaeyja heims, þar sem hægt er að reka jarðsögu eyjarinnar frá upphafi – myndun, mótun og þróun líf ríkis. Á fundi heimsminja nefndar UNESCO í Québec í Kanada 7. júlí 2008 var samþykkt að setja Surtsey á heims- minjalistann sem einstakan stað náttúru- minja á grundvelli mikilvægis rannsókna og vöktunar á landnámi dýra og plantna ásamt þróun eyjunnar og framvindu líf- ríkis Surtseyjar. Gestastofa fyrir frið- landið Surtsey, Surtseyjarstofa, var opnuð 2. júlí 2010 í Vestmanneyjabæ. Þar er að finna upplýsingar um myndun og þróun eyjarinnar frá upphafi og hvernig hún mun þróast í nánustu framtíð. Surtsey Loftmyndir hafa verið teknar reglu lega af Surtsey síðan í febrúar 1964. MYND/SNÆVARR GUÐMUNDSSON Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is s. 512 5462.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.