Fréttablaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 12
12 22. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Fréttir berast nú reglulega frá Grikklandi af erfiðleikum og stjórnmálalegri upp-
lausn og vaxandi vantrú er á vilja og getu
Grikkja til að leysa vandann. Áhættuálag
á landið er orðið svo gríðarlegt að árangur
af skynsamlegri umbótaáætlun gæti orðið
skjótvirkur. Samstöðuleysið er lík-
lega alvarlegasta efnahagsvanda-
mál Grikkja.
Saga Grikkja er okkur holl
áminning. Grikkir ofskuldsettu
sig með ámóta hætti og íslensk
sveitarfélög, heimili og fyrirtæki,
á þeim tíma þegar aðgangur að
lánsfé á góðum kjörum var ótak-
markaður. Í kjölfar aðildar Grikk-
lands að evrunni átti gríska ríkið
– og þannig líka grísk sveitar-
félög og fyrirtæki – kost á ódýr-
ara lánsfé en nokkru sinni fyrr
og freistuðust til að taka mikið
að láni, því afborganirnar voru
svo auðveldar. Nú, þegar áhættuálag eykst,
hækkar tilkostnaðurinn við skuldirnar.
Allir eru sammála um að Grikkland sé
spillt land. Og víst er að þar í landi eru
skattar ekki innheimtir nema eftir hentug-
leika, vildarvinum er raðað í opinber emb-
ætti og njóta eftirlaunaforréttinda. En þessi
mynd er okkur líka kunn. Þetta er ekkert
ósvipað og Ísland árið 1975. Vildarvinir
fengu þá að fresta skattgreiðslum á lágum
nafnvöxtum á meðan óðaverðbólga vann á
skattskuldinni. Vildarvinir fengu líka lán
á lágum nafnvöxtum í bönkum í ríkiseigu.
Opinber störf voru frátekin fyrir
vildarvini.
Allt á þetta að vera okkur holl
áminning. Við njótum nú þess að
skynsamir stjórnmálamenn tóku
á því ófremdarástandi sem ríkti
á Íslandi á áttunda og níunda
áratugnum. Bundinn var endi á
pólitískar lánveitingar á niður-
greiddum vöxtum og skattkerf-
ið endurbætt, með staðgreiðslu
skatta og virðisaukaskatts-
innheimtu með ströngum viður-
lögum. Fyrir vikið höfum við
búið við heilbrigða innviði til að
takast á við efnahagserfiðleika
síðustu ára.
Margt er enn ógert á Íslandi. Við verðum
að halda áætlun um afgang á ríkisfjármálum
árið 2013 til að tryggja að Ísland sogist ekki
inn í hringiðu vanskila og efnahagslegra
erfið leika. Og við verðum að læra að samein-
ast um verkefnin sem varða leiðina út.
HALLDÓR
En þessi mynd
er okkur líka
kunn. Þetta er
ekkert ósvip-
að og Ísland
árið 1975.
Um Grikkland í vanda
Efnahags-
mál
Árni Páll
Árnason
efnahags- og
viðskiptaráðherra
Meiri Vísir.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meira sjónvarp,
meira útvarp,
meiri fréttir,
meiri upplýsingar,
meiri umræða,
meira líf,
meiri íþróttir,
meiri virkni,
meira úrval.
Þú færð meira af öllu á Vísi.
Fylgstu með Pepsideildinni í Boltavaktinni á Vísi. Beinar textalýsingar allra leikja,
útvarpslýsing á leik í hverri umferð í Boltavarpinu og umfjöllun strax að loknum leik.
Myndbönd með viðtölum öll mörkin í sjónvarpi Vísis.
Vertu á Boltavaktinni með Vísi í sumar.
E
fnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur nú sagt
sitt álit á hugmyndum ríkisstjórnarinnar um rót-
tækar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það er
mjög samhljóða skýrslu innlendra hagfræðinga, sem
sjávar útvegsráðherra fékk til að rýna frumvarp sitt til
breytinga á fiskveiðistjórnunarlögunum.
Hagfræðingar OECD vara þannig eindregið við breytingum
á kvótakerfinu í þágu byggða- og félagslegra sjónarmiða, sem
dragi úr hagkvæmni kerfisins. Þeir eru jafnframt sammála
hagfræðinganefnd sjávarútvegsráðherra um þá óhagkvæmni
og sóun sem þegar á sér stað vegna byggðakvóta og strandveiða.
OECD bendir réttilega á að nú
sé orðið of seint að gera nokkuð
við hinu upphaflega ranglæti
kvótakerfisins, þegar útgerðar-
mönnum voru afhent mikil
verðmæti án þess að nokkurt
gjald kæmi fyrir. Yrði sú leið
farin að fyrna núverandi veiði-
heimildir, sem flestar útgerðir
keyptu á markaðsverði, væri afleiðingin nýtt óréttlæti.
OECD hvetur hins vegar til þess að auðlindagjaldið verði
hækkað, þó ekki svo mikið að útgerðarfyrirtækin standi ekki
undir því. Þetta er sömuleiðis í takt við niðurstöður hagfræðinga-
nefndarinnar, sem sagði hækkun veiðigjaldsins í frumvarpi
sjávarútvegsráðherra hóflega eina og sér, ef ekki kæmu líka til
allar þær breytingar sem augljóslega munu bitna á hagkvæmni
í atvinnugreininni.
Hagfræðingar OECD benda á að hækkun veiðigjaldsins sé leið
til að auka sátt um fiskveiðistjórnarkerfið. Atvinnugreinin tæki
á sig aukna skattlagningu, en fengi á móti meiri vissu um að hún
héldi veiðiréttindunum.
Út úr áliti hagfræðinganna, bæði þeirra sem unnu álitsgerðina
fyrir sjávarútvegsráðherra og þeirra sem starfa fyrir OECD,
má lesa að skynsamlega leiðin til sátta í sjávar útveginum er
að hækka veiðileyfagjaldið en hreyfa sem minnst við öðrum
þáttum kvótakerfisins. Þannig er komið til móts við það sjálf-
sagða réttlætis sjónarmið að útgerðin greiði þjóðinni fyrir afnota-
rétt sinn af auðlindinni. Þannig er sömuleiðis tryggt að sjávar-
útvegurinn sé áfram arðbær atvinnugrein sem stendur undir
slíkri gjaldtöku.
Í stjórnarliðinu er farið að örla á skilningi á því að þessar
hugmyndir eru skynsamlegri en þær sem lentu inni í frumvarpi
sjávarútvegsráðherra og geta stórskaðað eina af undirstöðu-
atvinnugreinum landsmanna. Árni Páll Árnason, efnahags- og
viðskiptaráðherra, hefur þannig talað fyrir því að byrjað verði á
málinu upp á nýtt og tryggt að hér starfi arðbær sjávarútvegur
sem standi undir hagsæld þjóðarinnar.
Því verður satt að segja ekki trúað að enn sé meirihluti fyrir
frumvarpi sjávarútvegsráðherra á Alþingi eftir að jafnýtarleg
og vel rökstudd gagnrýni hefur komið fram um efnahagslegar
afleiðingar þess. Þeim sem vilja halda málinu til streitu getur
ekki verið alvara þegar þeir segjast vilja bæta lífskjörin á
Íslandi.
Hagfræðingar hafa betri hugmyndir að sátt um
fiskveiðistjórnunarkerfið en stjórnmálamenn:
Sáttaleiðin
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Hin stórhættulega nefnd
Þá er komið að því – það gerðist sem
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og
Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmenn
Sjálfstæðisflokksins, óttuðust svo
mjög. Dómnefnd um framtíðarskipan
Þingvalla er tekin til starfa og innan-
borðs er hinn stórhættulegi
Andri Snær Magnason. Í
gær var kynnt hug-
myndaleit um vellina
og dómnefndin mun
taka afstöðu til inn-
sendra hugmynda.
Og spurningin? Jú:
Hvernig má bjóða
gestum að upplifa og
njóta sérstöðu Þingvalla með virðingu
fyrir náttúru og sögu og í góðri sátt
við komandi kynslóðir?
Umdeildi maðurinn
Miðað við spurninguna er kannski
ekki nema von að þeim stöllum Þor-
gerði og Ragnheiði hafi þótt Andri
Snær allt of umdeildur
til að taka þátt í
starfi nefndar-
innar. Hug-
myndir Andra
eru líklega svo
róttækar að
þær rúmast
trauðla
innan heimsminjaskrár SÞ, en
Þingvellir eru þar á blaði. Eða var
þetta kannski bara stormur í vatns-
glasi, pólitískt vindhögg?
Áreiðanlegt félag
Athyglisverðar tölur voru birtar í
Fréttablaðinu í gær þegar í ljós kom
að vélar flugfélagsins Iceland Express
voru of seinar í tæplega 64 pró-
sentum tilvika. Vissulega há tala,
en má ekki líka segja að félagið
hafi sýnt ákveðna stefnufestu
og áreiðanleika? Mátti ekki
fara að treysta á að vélar þess
yrðu seinar?
kolbeinn@frettabladid.is