Fréttablaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 4
22. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR4 VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 30° 27° 26° 20° 25° 25° 20° 20° 28° 19° 30° 26° 34° 18° 22° 25° 19°Á MORGUN Fremur hægur vindur víðast hvar. FÖSTUDAGUR 3-10 m/s. 48 7 7 34 6 8 8 8 11 8 5 4 5 3 6 3 4 3 6 3 8 10 10 8 7 8 8 7 10 11 SVIPAÐ NÆSTU DAGA Fremur hæg N-læg átt, en hæg breytileg átt S- lands næstu daga. Líkur á síðdegis- skúrum, einkum SV- og S-lands. Hiti 5-15 stig, hlýjast á S- og V-landi. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður GENGIÐ 21.06.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 219,8712 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,84 115,38 185,99 186,89 164,73 165,65 22,082 22,212 20,795 20,917 17,964 18,070 1,4312 1,4396 183,36 184,46 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is KJARAMÁL Félag íslenskra atvinnu- flugmanna og Icelandair funduðu hjá ríkissáttasemjara í gær um gerð kjarasamninga án þess að niðurstaða næðist. Fundur hefur verið boðaður í dag en flugmenn hafa boðað yfirvinnubann frá og með miðnætti á föstudag, náist samningar ekki. Icelandair hefur boðið samn- ing sem er sambærilegur við aðra kjarasamninga, en flugmenn segja málið snúast um vinnu- fyrirkomulag. - þj Deila Icelandair og flugmanna: Koma saman til fundar í dag ENN ÓSAMIÐ Flugmenn Icelandair fara í yfirvinnubann á föstudag náist ekki samningar fyrir þann tíma. EFNAHAGSMÁL Ísland er hægt og rólega að leysa hagrænu vanda- málin sem bankakreppan orsak- aði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfara- stofnunar Evrópu (OECD) um íslenska hagkerfið. Þar segir að vel hafi gengið að framfylgja áætl- un íslenskra stjórnvalda og AGS og samdrætti hafi verið snúið í hagvöxt í lok síðasta árs. Þá sé útlit fyrir þriggja prósenta hag- vöxt á næsta ári, sem byggi helst á fjárfestingum. Starfsmenn OECD kynntu skýrsluna fyrir blaðamönnum í gær, en slík skýrsla hefur komið út á tveggja ára fresti undanfarin ár. Í henni er settur fram fjöldi til- lagna um breytingar á hagstjórn og lagasetningu með það fyrir augum að koma hagkerfinu á fullt fyrr en ella. Má þar nefna úrræði til að flýta fyrir endurskipulagn- ingu á skuldum einkaaðila, mennt- unar- og þjálfunarúrræði fyrir atvinnulausa og úrræði til að flýta fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Í skýrslunni eru einnig lagðar til breytingar sem stuðla eiga að hagvexti til lengri tíma. Meðal annars er varað eindregið við breytingum á kvótakerfinu. Þá er hvatt til þess að dregið verði verulega úr opinberum stuðn- ingi við landbúnað, stungið upp á upptöku evru sem besta kosti Íslands í gjaldmiðilsmálum, lagð- ar til reglur um fjárlagahalla og skuldastöðu ríkisins og mælt með sameiningu Seðlabankans og Fjár- málaeftirlitsins. Þá er niðurstaða Icesave- atkvæðagreiðslunnar sögð hafa haft lítil áhrif á stöðu hagkerfis- ins. Að mati skýrsluhöfunda er bankakerfið það sem helst stendur hagvexti fyrir þrifum nú. „Ísland þarf að varast að enda eins og Japan eftir sína kreppu. Þar voru bankar ófærir um að lána til arð- bærra verkefna vegna þess að stór hluti fjármagns þeirra var bund- inn í gömlum lánum til fyrirtækja sem áttu sér ekki viðreisnar von. Það þarf að gera meira af því að endurskipuleggja lán einkaaðila,“ sagði David Carey, starfsmaður OECD, á blaðamannafundinum í gær og bætti við að til lengri tíma þyrfti að tryggja eðlilegan aðgang Íslands að alþjóðlegum fjármála- mörkuðum og stuðla að sjálfbærri skuldastöðu ríkisins. Carey sagði einnig að gjald- eyrishöftin hefðu verið gagn- leg og nauðsynleg til að tryggja stöðug leika frá hruni. Nú væri hins vegar mikilvægt að losa þrýstinginn á gengi krónunnar frá aflandskrónum til að hægt sé að afnema höftin sem fyrst. Til lengri tíma valdi þau hagkerfinu töluverðum skaða. Loks er það mat skýrslu höfunda að framtíðarhorfur Íslands séu góðar. Óvissa sé til staðar um tímasetningar og stærð boðaðra stórframkvæmda en til lengri tíma sé staða landsins góð vegna dýrmætra náttúruauðlinda og sterks laga- og stofnanaumhverfis. magnusl@frettabladid.is Íslenska hagkerfið á upp- leið en enn ljón í veginum OECD mælir með því að endurskipulagningu á skuldum einkaaðila verði flýtt og frekari menntunar- úrræðum komið á fyrir atvinnulausa. Þá varar stofnunin við breytingum á kvótakerfinu og telur upptöku evru góðan kost fyrir landið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um íslenska hagkerfið. FRAMKVÆMDIR Uppbygging orkufreks iðnaðar verður einn helsti aflvaki hagvaxtar á Íslandi næstu árin, að mati OECD. Þá mælir stofnunin með því að slík uppbygging fari áfram fram að teknu tilliti til umhverfissjónarmiða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í skýrslu OECD er að finna kafla um sjávarútveg á Íslandi. Þar er mikill og góður árangur sagður hafa náðst við stjórn fiskveiða og auðlindin sögð nýtt á hagkvæman hátt. Óskynsamlegt sé hins vegar að gera breytingar á kvótakerfinu sem grafi undan hagkvæmni í greininni, og ekki skuli stýra fiskveiðum með félagsleg sjónarmið að leiðarljósi. Þá er ekki sagt mögulegt að koma til móts við sjónarmið um meint óréttlæti kerfisins með því að fyrna aflaheimildir, þar sem stærstur hluti eigenda þeirra hafi keypt þær á markaði. Hins vegar sé hægt að koma til móts við slík sjónarmið með hóflegri hækkun auðlindagjalds. Á fundi þar sem skýrslan var kynnt kom fram að Gunnar Haraldsson, starfsmaður OECD, skrifaði umræddan kafla en aðspurður sagði hann kaflann ekki fjalla beint um þær tillögur sem ríkis- stjórnin hefði sett fram um breytingar á kvótakerfinu heldur almennt um þá umræðu sem staðið hefði á Íslandi um kvótakerfið um langt árabil. Vara við breytingum á kvótakerfinu DÓMSMÁL Karlmaður hefur í Héraðs dómi Reykjaness verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn pilti sem þá var sextán ára. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða fórnarlambinu hálfa milljón króna í miskabætur. Loks var hann dæmdur fyrir að veita piltinum og félaga hans á svipuðum aldri áfengi, áður en hann braut gegn fórnarlambinu. Maðurinn hitti piltana tvo og bauð þeim heim til sín. Þar veitti hann þeim bjór og vodka. Annar piltanna varð veikur af drykkjunni og fór heim. Hinum piltinum sagði maðurinn að leggja sig í rúmi hans. Þegar pilturinn vaknaði var maðurinn að fremja ýmiss konar kynferðislegt athæfi gagnvart honum. Dómurinn leit meðal annars til þess að maðurinn hefði veitt pilt- inum ótæpilega áfengi, sem hefði valdið því að hann hefði orðið mjög drukkinn. Þá hefði piltur- inn skömmu áður trúað mannin- um fyrir því hversu illa sér liði og hvaða erfiðleika hann hefði gengið í gegnum í lífi sínu. Maður inn hefði því brotið gegn trúnaði pilts- ins, kynfrelsi hans og æru. Brot mannsins hefði verið alvarlegt og beinst að mikilvægum hags- munum. - jss Dæmdur í níu mánaða fangelsi og til að greiða hálfa milljón í miskabætur: Fyllti pilt og braut gegn honum HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Dæmdi manninn í níu mánaða fangelsi. VIÐSKIPTI Síminn mun eftirleiðis sjá um þjónustu og rekstur upplýs- ingatæknikerfis Eimskips. Samn- ingur var undirritaður í febrúar og hefur yfirfærsla á kerfi Eim- skips yfir til Símans staðið yfir. Þetta er með umfangsmeiri samningum Símans en um er að ræða heildarrekstur og hýsingu á öllum tölvubúnaði Eimskips, símkerfum og netkerfum ásamt vettvangsþjónustu og útstöðvar- þjónustu. Eimskip er með um eitt þúsund tölvutengdar vinnustöðvar hér og erlendis tengdar tölvuneti sínu sem Síminn mun hýsa. - jab Eimskip semur við Símann: Öllu tölvukerfi sinnt héðan DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest tveggja ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á sextugsaldri fyrir að kveikja í húsi við Tryggvagötu í Reykjavík í janúar 2009. Maðurinn hellti bensíni úr plastbrúsa inn í stigagang hússins og kveikti síðan í. Hann kvaðst hafa komist að því að fyrrverandi eiginkona hans, sem þarna átti heima, hefði verið í tygjum við tvo aðra karlmenn. Sjálfur hefði hann verið búinn að vera ölvaður dögum saman og hefði í reiði tekið „þá skyndi- ákvörðun að loka þessu greni“ með því að kveikja í því. - jss Tveggja ára fangelsi staðfest: Kveikti í „greni“ til að loka því

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.