Fréttablaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 22
22. JÚNÍ 2011 MIÐVIKUDAGUR4 ● þjóðgarðar ● kynning ● HREYFANLEG SKYNJUN Á LANDSLAGI STÓR BROTINNA JÖKLA Landslag Vatnajökulsþjóðgarðs er sýnt á óvenjulegan hátt á ljósmyndasýningu sem nú stendur yfir í Skafta- fellsstofu. Svavar Jónatansson hefur frá árinu 2007 ferðast með vöru- og fólksflutningabifreiðum hringinn í kringum landið og myndað landslagið út um hliðarrúðuna. Þannig opnar hann dyrnar að hreyfanlegri skynjun á landslag stórbrotinna jökla og umlykjandi fjalla. Sýningin, sem er samstarfsverkefni Innland/Útland og Vatna- jökulsþjóðgarðs, samanstendur af myndbandsverki sem er unnið úr rúmlega 200.000 ljósmyndum verksins Innland/Útland ásamt stækkuðum ljósmyndum frá svæðinu. Undir hljómar frumsamin tónlist Daníels Ágústs Haraldssonar. Sýningin er styrkt af Vinum Vatnajökuls og er hún öllum opin. NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT OR Skannaðu QR kóðann með snjallsímanum þínum RÚTAN SEM ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF! Bókaðu á www.flugrutan.is Áætlunarferðir Flug rútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll EX PO · w w w .e xp o .is 12 9 Akstur frá BSÍ til fl ugstöðvarinnar með F lug rú tu nn i t ek ur u m þ að bi l 45 MÍNÚTUR 3 6 Áætlun Flugrútunnar frá BSÍ til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar Alltaf laus sæti! Mán. Þri. Mið. Fim. Fös. Lau. Sun. Gildir frá 27. mars til 29. október 2011. ● STÆRSTI ÞJÓÐGARÐ UR HEIMS Stærsti þjóðgarður heims er Þjóðgarður Grænlands, stofnsettur 1974. Hann heitir á grænlensku Nunap Eqqissisi- matitap og nær yfir allt Norð- austur-Grænland norðan við Ittoqqortoormiit við Scoresby- sund, frá Knud Rasmus sens- landi í norðri til Mestersvig í suðaustri. Flatarmál hans er 970.000 ferkílómetrar og strand- lengjan um 16.000 kílómetrar. Innan þjóðgarðsins eru nyrstu byggðu landsvæði heims. Nú búa þar engir að staðaldri en heimskautafólk bjó þar í þús- undir ára. Áætlað er að um 15 þúsund sauðnaut hafist við á strandsvæðum þjóðgarðsins, auk fjölda ísbjarna og rostunga. Meðal annarra spendýra eru heimskautarefir, hreysikettir, læmingjar og heimskautahérar. Af sjávarspendýrum innan þjóð- garðsins má nefna hringanóra, kampsel, vöðusel og blöðrusel auk náhvals og mjaldurs. Fugla- tegundir sem verpa á svæðinu eru fjölmargar, meðal annars himbrimi, helsingi, heiðagæs, æðarfugl, æðarkóngur, fálki, snæugla, sanderla, rjúpa og hrafn. Heimild: wikipedia.org ● ALÞINGI Þingvellir voru þingstaður Íslendinga til 1798 en miklar breytingar höfðu orðið á þinghaldi á tímabilinu. Svo stiklað sé á stóru var Alþingi upphaflega bæði lög gjafar- og dómssamkunda, með fram- kvæmdarvald í eigin höndum. Þing sátu 39 goðar og 9 upp- bótargoðar auk lögsögumanns sem sat yfir þinghaldi. Árið 1262, með tilkomu Gamla sátt- mála, féll framkvæmdar valdið til Noregskonungs og fulltrúa hans, hirðstjóra og sýslumanna. Sátu þá þing 36 lögréttumenn auk tveggja lögmanna í stað lögsögumanns. Alþingi hélt lög- gjafarvaldi sínu til 1662 þegar Íslendingar afsöluðu sér sjálf- stjórn til einveldis Danakonungs en ríkiserfðir höfðu fært Ísland undir Danmörku á 14. öld. Eftir það gegndi Alþingi einungis dómshlutverki. Árið 1798 var Al- þingi flutt til Reykjavíkur í tvö ár en síðan lagt alveg niður árið 1800 og Landsyfirréttur tók við dómsvaldi. Heimild: visindavefur.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.