Fréttablaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 14
22. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR14 timamot@frettabladid.is „Ég hef sjálf verið með sex börn með lögheimili heima hjá mér og hef í gegnum tíðina reynt að finna eitthvað að gera fyrir þau öll. Þessi vefsíða er því að vissu leyti leið til að auðvelda mér vinnuna,“ segir Sif Sigfúsdóttir glaðlega. Hún stofnaði nýlega vefinn www.gerumeitthvad.is þar sem finna má viðburði fyrir alla fjölskylduna alla daga ársins og um allt land. „Ég er búin að ganga með þessa hug- mynd í maganum í tvö ár enda fannst mér vanta síðu þar sem hægt væri að finna yfirlit yfir allt það sem er að ger- ast,“ segir Sif, sem fékk forritara með sér í verkefnið í fyrra en sér nú sjálf um alla forritun og vinnslu á myndum, auglýsingum og texta. „Fyrsta hugmyndin var að einblína á viðburði fyrir börn en svo ákvað ég að bæta við flokkum fyrir eldri borgara, 20 ára og eldri og að lokum allt landið,“ segir Sif. Hún bendir á að vefurinn sé þannig einkar sniðugur fyrir fólk sem hyggi á ferðalög út á land. Vefinn vinnur Sif í frítíma sínum en annars er hún markaðs- og samskipta- stjóri á félagsvísindasviði Háskóla Íslands. „Sumar konur prjóna á kvöld- in, ég vef,“ segir hún og hlær. En hvernig fær hún upplýsingar um allt sem er að gerast? „Efst á síðunni er flipi þar sem hægt er að senda mér upplýsingar og fæ ég fullt í gegnum hann bæði frá einstaklingum, lista- söfnum og ýmsum öðrum. Svo er ég sjálf alltaf á tánum og hendi inn upp- lýsingum þegar ég sé eitthvað áhuga- vert,“ upplýsir Sif og segir mun meira að gera fyrir fjölskylduna en hún hélt í fyrstu. Til dæmis séu í boði marg- ir smáir en skemmtilegir viðburðir sem oft á tíðum séu lítið auglýstir. „Ef við tökum Viðey og Árbæjarsafn sem dæmi þá er alveg heilmikið að gerast þar í allt sumar,“ segir hún og bendir einnig á göngur Ferðafélags Íslands. Sif segist hafa fengið mjög góð við- brögð við síðunni. „Tuttugu þúsund manns hafa skoðað hana frá því í mars,“ segir hún en vinsælustu undir- flokkarnir eru börn og 20+ en í seinni flokknum er að finna ýmsa smærri tónleika og viðburði. „Ég er enn þá rétt að byrja og geri þetta áhugans vegna. Ég hef unnið síð- una eftir kenningum markaðsfræð- ingsins Guy Kawasaki, sem sagði að allar viðskiptahugmyndir þyrftu að gleðja heiminn, uppfylla þörf og auka lífsgæði,“ segir Sif og telur síðuna falla vel að þeirri hugmyndafræði. Hún hvetur að lokum alla til að senda sér upplýsingar um uppákomur um allt land á síðunni gerumeitthvad.is solveig@frettabladid.is SIF SIGFÚSDÓTTIR: OPNAÐI VEFINN WWW.GERUMEITTHVAD.IS Sumar konur prjóna, ég vef GERIR EITTHVAÐ Sif Sigfúsdóttur fannst vanta vefsíðu þar sem hægt væri að finna upplýsingar um allt það sem er á döfinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Þuríður Svava Kjartansdóttir Sólvöllum 7, Selfossi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 18. júní. Útförin verður gerð frá Selfosskirkju miðvikudaginn 29. júní kl. 13.30. Óli Þ. Guðbjartsson Kjartan Ólason Valgerður Bjarnadóttir Anna María Óladóttir Jóhann M. Lenharðsson Guðbjartur Ólason Margrét Sverrisdóttir Haraldur Óli Kjartansson Melkorka Kjartansdóttir Elín Svava Kjartansdóttir Þórunn Anna Guðbjartsdóttir Óli Þorbjörn Guðbjartsson Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall föður okkar, Aðalsteins Sigfúsar Árelíussonar frá Geldingsá. Sérstakar þakkir til starfsfólks Asparhlíðar fyrir yndislegheit og góða umönnun. Kærar þakkir til ykkar allra. Lára Kristín Sigfúsdóttir Hafsteinn Sigfússon Halldór Heiðberg Sigfússon Sigrún Heiðdís Sigfúsdóttir Sólveig Sigfúsdóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, Friðþjófur I. Strandberg sjómaður, til heimilis að Melgerði 32, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 18. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðrún Magnúsdóttir Strandberg börn, tengdadætur, barnabörn, barnabarnabörn og bróðir. Elskulegur sonur minn, bróðir minn, mágur og frændi, Bragi Kristjánsson Sólvallagötu 9, Keflavík, lést á Sjúkrahúsinu í Keflavík hinn 17. júní síðastliðinn. Útförin fer fram í kyrrþey. Guðbjörg Þórhallsdóttir Baldur Kristjánsson Svala Björgvinsdóttir Sigríður Baldursdóttir Sif Baldursdóttir Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa, Stefáns Frímanns Jónssonar múrarameistara, Kirkjuvegi 11, Reykjanesbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks D-deildar Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Börn hins látna, fjölskyldur og aðrir aðstandendur. AFMÆLI EYRÚN MAGNÚS- DÓTTIR fyrrverandi sjónvarps- kona er 32 ára. ÞÓR TÚLINÍUS leikari er 52 ára. MERYL STREEP leik- kona er 62 ára. KRIS KRISTOFFER- SON leikari og kántrísöngvari er 75 ára. Merkisatburðir 168 f.Kr. Rómverjar sigra Makedóníumenn í orrustunni við Pydna. 1372 Englendingar bíða ósigur fyrir sameinuðum flota Frakka og Kastilíumanna í orrustunni við La Rochelle. 1636 Herstjóraveldið í Japan bannar allar ferðir Japana til og frá landinu. Bannið gildir til ársins 1853. 1939 Hitamet er sett á Teigarhorni í Berufirði: Mesti mældur hiti á Íslandi frá upphafi mælinga, 30,5°C. 1941 Þýskaland hefur innrás í Sovétríkin. 1977 Hópferðabíll veltur í Biskupstungum og liggur við stórslysi. Í bílnum eru 46 farþegar af skemmtiferðaskipi og meiðast margir þeirra en enginn alvarlega. 1991 Á Snæfellsjökli falla hjón niður í alldjúpa sprungu en er bjargað. STEINGRÍMUR HERMANNSSON fyrrverandi forsætisráðherra (1928-2010) fæddist þennan dag. „Verðleikar Gunnars Thoroddsens réðu mestu um það að stjórn hans varð að veruleika. Fáir hefðu getað leikið stjórnarmyndun hans eftir.“ Á þessum degi árið 1986 skoraði argentínski knattspyrnumaðurinn Díego Maradona tvö mörk í heimsmeistarakeppni í leik gegn Eng- landi. Mikil spenna var fyrir leikinn, enda höfðu samskipti þjóðanna utan fótboltavallarins verið ærið stirð vegna Falklandseyjastríðsins. Lið Argentínu þótti sterkara og hafði ein- beittan sigurvilja. Fyrsta markið sem Maradona skoraði var hins vegar mjög umdeilt. Í fyrstu virtist hann hafa skallað boltann í markið en síðar kom í ljós að hann hafði kýlt boltann í netið með vinstri hendi án þess að dómarar tækju eftir. Þegar Maradona var spurður út í markið eftir leikinn sagði hann að markið hefði verið skorað að hluta með hausnum og að hluta með „hendi guðs“, eða Mano de Dios. Örfáum mínútum síðar skoraði Maradona mark sem árið 2002 var valið besta mark í sögu HM. Argentína sigraði síðar Þjóðverja í úrslitum og varð þar með heimsmeistari í knattspyrnu. ÞETTA GERÐIST 22. JÚNÍ 1986 Maradona fær hjálp frá guði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.