Fréttablaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2011 3þjóðgarðar ● kynning ● Í sumar gefst landsmönnum einstakt tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum um framtíðarþróun þjóðgarðsins á Þingvöllum. „Ég vænti mikils af hugmynda- leitinni. Þingvellir eiga ríkan sess í hugum landsmanna og við sem störfum fyrir þjóðgarðinn skynj- um vel þær sterku tilfinningar sem þjóðin ber til þessa staðar. Þess vegna held ég að það muni ekki standa á landsmönnum að sendi inn sínar hugmyndir um hvernig þróa eigi þennan helga og sameiginlega reit okkar til fram- tíðar,“ segir Ólafur Örn Haralds- son, þjóðgarðsvörður á Þingvöll- um. Á blaðamannafundi Þingvalla- nefndar sem haldinn var í gær var kynnt hugmyndaleit sem nefndin efnir nú til á meðal landsmanna um framtíðarþróun þjóðgarðsins á Þingvöllum. Meginspurningin sem varpað er fram í hugmynda- leitinni er: Hvernig má bjóða gest- um að upplifa og njóta sérstöðu Þingvalla með virðingu fyrir nátt- úru og sögu og í góðri sátt við kom- andi kynslóðir? Sérstök dómnefnd hefur verið skipuð til að leggja mat á þær hugmyndir sem berast fyrir 22. ágúst næstkomandi og mun hún veita allt að fimm hugmynd- um viðurkenningu. BRUNI VALHALLAR MARKAÐI ÞÁTTASKIL Ólafur segir að bruni Val hallar í júlí 2009 hafi markað ákveð- in þáttaskil og nú vilji menn gefa öllum landsmönnum tækifæri til að hafa áhrif á hvernig brugðist verði við. „Valhöll var mikil vægur hluti af innviðum þjóðgarðsins, þar sem hægt var að taka á móti gestum og fólk gat fengið bæði gistingu og veitingar. Með brun- anum hvarf þessi aðstaða og nú þurfum við að ákveða í samein- ingu hvernig við viljum þróa þenn- an stað til framtíðar. Viljum við að þarna rísi aftur hótel eða veitinga- staður þar sem fólk getur hald- ið upp á stóra viðburði í lífi sínu eins og brúðkaup eða stórafmæli, og ef svo er, hvar á það að vera? Á Alþingi að eiga þarna samastað þar sem hægt er að halda fundi og opinberar móttökur? Þetta eru að- eins tvær þeirra fjölmörgu spurn- inga sem vöknuðu þegar Valhöll brann og sem við þurfum óhjá- kvæmilega að taka afstöðu til. Með hugmyndaleitinni viljum við hins vegar ekki að einblína á þetta heldur köllum eftir hugmyndum á mun víðara sviði um hvers konar starfsemi landsmenn telja að eigi að vera í þjóðgarðinum og hvern- ig eigi að þróa hann áfram án þess að ganga á rétt komandi kynslóða.“ Ólafur tók við starfi þjóðgarðs- varðar í byrjun árs 2010 eftir frá- fall þáverandi þjóðgarðsvarðar, Sigurðar Oddssonar. Í dag eru lið- lega þrjú og hálft fast stöðugildi í þjóðgarðinum á Þingvöllum, en auk þjóðgarðsvarðar, sem hefur aðstöðu bæði á Þing völlum og í Reykjavík, hafa fræðslufulltrúi og yfirlandvörður aðsetur á Þing- völlum allt árið og ritari í lið- lega hálfu starfi á skrif stofunni í Reykjavík. Á sumrin fjölgar land- vörðum og þegar flestir eru við störf í þjóðgarðinum eru þar tíu til þrettán starfsmenn. STANDA VÖRÐ UM SÖGU OG NÁTTÚRU Ólafur segir starfið í þjóð- garðinum mjög erilsamt en skemmtilegt. Auk allra Íslend- inganna sem leggi leið sína í þjóð- garðinn á ári hverju komi þang- að líka á bilinu áttatíu til níu- tíu prósent allra erlendra gesta sem sæki landið heim. „Hingað koma mjög margir hópar, bæði stórir og smáir, sem óska eftir leiðsögn um svæðið, þannig að hér er í gríðarlega mörg horn að líta. Auk landvörslu og þjónustu við ferðamenn sjá starfsmenn þjóðgarðsins um viðhald göngu- stíga, eftirlit með tjaldstæðum, sölu veiðileyfa og vöktun vatns- ins, rekstur fræðslumiðstöðvar og samskipti við eigendur þeirra áttatíu sumar húsa sem eru innan þjóð garðsins.“ Enn eitt verkefnið bættist við nýlega þegar mynd- arleg gjá opnaðist í miðri göngu- leiðinni niður Almannagjá. Þessu þurfti að bregðast við og setja í réttan farveg þannig að öryggi gesta væri tryggt án þess að raska menningar minjum sem þarna kynnu að leynast. Ólafur segir að eitt veigamesta hlutverk þeirra sem starfi í þjóð- garðinum á Þingvöllum sé að varð- veita sögu- og menningarminjar sem tengist staðnum og að standa vörð um stórmerkilega náttúru svæðisins. „Það hlýtur að vera eitt af meginhlutverkum okkar að bera þennan sameiginlega og dýrmæta arf þjóðarinnar á borð fyrir fólk á forsendum þjóðgarðsins þannig að þeir sem hingað komi fái sem gleggsta mynd af því sem hér er að finna.“ BÆTT ÞJÓNUSTA OG AUKNAR TEKJUR Ólafur segist hafa frá byrjun starfs síns lagt mikla áherslu á að bæta þjónustuna við ferðafólk og að auka tekjur um leið. Hann nefnir sem dæmi Fræðslumiðstöð- ina á Hakinu á barmi Almanna- gjár, en þar hefur verið sett upp lítil verslun sem selur minjagripi, landkynningarbækur og vin sælar ferðamannabækur. Þar hafa verið sett upp átján vönduð salerni sem fólk greiðir fyrir afnot af, auk þess sem þar er hægt að fá kaffi- sopa og vatn. „Allt er þetta liður í að bæta þjónustuna við þá sem koma á staðinn um leið og aflað er tekna til að standa undir henni. Það kæmi mér ekki á óvart að í framtíðinni þyrftu menn á Ís- landi eins og víðast annars staðar að borga fyrir að koma á fjölsótta ferðamannastaði þar sem krafist er ákveðinnar þjónustu.“ Aðspurður segir Ólafur að þótt þjóðgarðurinn hafi þolað furðu vel aukinn fjölda ferðamanna á svæðinu sé því ekki að leyna að enn vanti talsvert upp á að stíg- ar og merkingar séu í nógu góðu lagi. „Hafa verður í huga að lang- stærstur hluti þess stóra hóps sem kemur í þjóðgarðinn á hverju ári fer um mjög takmarkað svæði. Það felur í sér bæði kosti og galla. Kosturinn er sá að með góðu skipu- lagi, góðum stígum og merkingum er hægt að bregðast við þannig að staðurinn geti tekið við þessari um- ferð. Fyrir vikið þarf ekki að dreifa þjónustunni víða um svæðið og það verður auðveldara að halda utan um tekjurnar af henni. Ókosturinn er hins vegar sá að stór hluti þess hóps sem heimsækir staðinn nær ekki að upplifa nema takmarkaðan hluta af allri þeirri náttúrufegurð og friðsæld sem hér er að finna.“ Væntir mikils af hugmyndaleitinni Þjóðgarðurinn hefur þolað mikla fjölgun ferðamanna furðu vel en Ólafur segir að enn vanti talsvert upp á að stígar og merkingar séu í nógu góðu lagi. MYND/EINAR SÆMUNDSEN Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir að nú þurfi Íslendingar að ákveða í sameiningu hvernig eigi að þróa þjóðgarðinn til framtíðar. MYND/GVA Í sumar verða fimmtudagskvöld- göngur á sínum stað í dagskrá þjóð- garðsins á Þingvöllum og hefjast þær við fræðslumiðstöðina klukkan 20 á hverju fimmtudagskvöldi í júní og júlí. DAGSKRÁIN ÞAÐ SEM EFTIR LIFIR SUMARS ER SEM HÉR SEGIR: 23. júní Þjóðleiðir til Þingvalla Sigurður G. Tómasson útvarpsmaður ræðir um þjóðleiðir til Þingvalla og möguleg tengsl þeirra við nýja sprungu í Kárastaðastíg. 30. júní Víkingaminjar á heimsminja- skrá Agnes Stefánsdóttir, fornleifafræðingur og verkefnisstjóri hjá Fornleifavernd ríkisins, fjallar um raðtilnefningu víkingaminja á heimsminjaskrá UNESCO. 7. júlí Myndin af Þingvöllum Einar Garibaldi, myndlistarmaður og sýningarstjóri sýningar- innar Myndin af Þingvöllum í Listasafni Árnes- inga, ræðir um Þingvelli og áhrif þeirra á myndlist. 14. júlí Náttúruvernd og stjórnarskrá Ómar Þ. Ragnarsson, fjölmiðlamaður og skemmti- kraftur, fjallar um Þingvelli, náttúruvernd og stjórnarskrá. 21. júlí Ýmsar sagnir frá Þingvöllum Val- garður Egilsson, læknir, rithöfundur og leið- sögumaður, fær sjálfdæmi um umræðuefni og rifjar upp ýmsar sagnir úr sögu Þingvalla frá þjóðveldisöld fram á síðustu öld. 28. júlí Sögur og sagnir á þjóð- veldis öld Magnús Jónsson sagnfræð- ingur fjallar um mismunandi Íslend- ingasögur og tengsl þeirra við Þingvelli. Þriðjudagskvöld í Þing- vallakirkju 2011 Tón- leikaröðin „Þriðjudags- kvöld í Þingvallakirkju“ hóf göngu sína í fimmta sinn þriðju- daginn 14. júní. Þessir klukkustundar löngu tón- leikar hafa mælst vel fyrir og hefur kirkjubekkurinn oft verið þétt setinn. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og er aðgangur ókeypis en tekið við frjálsum framlögum við kirkju- dyr. Tvennir tónleikar eru eftir í þessari tónleikaröð í sumar en það eru: 28. júní Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og Guðrún Óskarsdóttir semballeikari bjóða upp á áhugaverða blöndu af gamalli og nýrri tónlist á þriðju tónleik- unum. 5. júlí Á síðustu tónleik- unum í þessari röð flytur miðaldasönghópurinn Voces Thules tóna aftan úr öldum. FIMMTUDAGSKVÖLD Á ÞINGVÖLLUM 2011

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.