Fréttablaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 16
22. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR2 Sýningin e r opin: Fimmtuda gur 23. jú ní kl. 17.0 0 – 19.00 Föstudag inn 24. jún í kl. 12.00 – 18.00 Laugarda ginn 25. jú ní kl. 12.0 0 – 18.00 Sunnudag inn 26. jún í kl. 12.00 – 18.00 Aðgangu r ókeypis alla dag ana! www .blomibae .is Garðyrkju- og blómasýningin 2011 Hveragerði 23. – 26. júní Hveragerði „Reykjadalur er mikil útivistar- perla. Þar er mikil náttúru fegurð og þegar gengið er um dalinn má sjá litrík hverasvæði, auk þess sem magnað er að ganga meðfram Djúpagili þar sem sjá má fagra fossa.“ Þannig lýsir Jóhanna Mar- grét Hjartardóttir, menningar- og frístundafulltrúi Hveragerðis bæjar, gönguleiðinni upp Reykjadalinn frá Hveragerði. Leiðin er afskaplega vinsæl enda býður hún ekki aðeins upp á eitthvað fyrir augað heldur er einnig upplagt að hafa með sér sundföt til að baða sig í heitri laug. „Þetta er mjög vel merkt og afskaplega greiðfær leið og engin hætta á að týnast; hins vegar þarf að fara varlega í kringum heita hveri, sem geta verið varasamir,“ segir Jóhanna, sem hefur farið um dalinn í ófá skipti. Dalinn má nálgast á tvennan máta. Annars vegar er hægt að leggja bílnum rétt við Árhólmana við hesthúsin í Hveragerði og ganga upp Rjúpnabrekkurnar að Reykja- dalsánni, upp að Ölkelduhnúk og til baka. Hins vegar er hægt að ganga leiðina ofan frá, eins og Jóhanna hefur oft á tíðum gert með skóla- hópa. „Þá er farið á bíl upp á Hellis- heiði. Þá gengur maður frá Ölkeldu- hálsinum, niður Klambragil og í átt að Hveragerði,“ upplýsir Jóhanna og segir þá leið á margan hátt auð- veldari. Um einn og hálfan til tvo tíma tekur að ganga að heitu lauginni frá Árhólmanum. „Laugin er rétt fyrir neðan Klambragil, en þar hefur maður Ölkelduhnúkinn og Dalaskörðin fyrir ofan sig og rétt sér í Dalaselið,“ lýsir Jóhanna. Margar fleiri leiðir eru í boði út frá Hveragerði, að sögn Jóhönnu. Næsti dalur við Reykjadal er Grænsdalur, sem þykir einstakur, en þar má finna allar tegundir af hverum. „Það svæði er hins vegar svolítið hættulegt,“ segir hún. Hún bendir einnig á Heilsu- hringinn, sem er tæplega þriggja kílómetra löng leið sem byrjar við Sundlaugina í Laugarskarði, liggur meðfram Reykjafjalli niður með og yfir ána og aftur upp í sundlaug. „Á þessari leið eru svo- kölluð heilsutæki,“ segir hún. Að lokum nefnir Jóhanna Hvera- leiðina, sem skemmtilegt er að ganga, en hún liggur frá hvera- svæðinu í hjarta bæjarins og teng- ist hverum í kringum bæinn. solveig@frettabladid.is Pottaferð í Reykjadal Útivistarmöguleikar út frá Hveragerði eru æði margir. Ein vinsælasta gönguleiðin er upp Reykjadalinn í Ölfusi, en hún þykir afskaplega fögur. Þar er einnig hægt að hvíla lúin bein í heitri laug. Eldhestar fara oft í ferðir upp í Reykjadal og skemmta ferðalangar sér iðulega vel, eins og sést á þessari mynd. MYND/ELDHESTAR Gönguleiðir út frá Hveragerði. Hveragerði er fremur ungt bæjarfélag, en þorpsmyndun hófst þar árið 1929. Hveragerðishreppur var stofnaður 1946 og varð bæjarfélag 1987. Árið 2011 voru íbúar orðnir 2.316.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.