Fréttablaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 34
22. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is ERNIR HRAFN ARNARSON leikur ekki með Val næsta vetur í handboltanum því hann er búinn að semja við þýska 2. deildar- liðið Düsseldorf og leikur með því næsta vetur. VILTU VINNA MIÐA? SENDU SMS ESL BAD Á NÚMERIÐ 1900 ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! Fullt af aukavinningum: Tölvuleikir · DVD myndir og fleira! VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. 9. HVER VINNUR! Venjulega kostar dagurinn aðeins 25 kr./5 MB. Netið í símanum er ódýrara en þú heldur Notkun á Ísl andi , 10 0 M B i nn an d ag si ns . G re id d er u m án .g jö ld s kv . v er ðs kr á.Prófaðu í dag á 0 kr. ef þú ert viðskiptavinur Símans. FÓTBOLTI ÍBV kann vel við sig á Vodafone-vellinum og lagði Val þar öðru sinni í sumar er liðin mættust í bikarkeppninni í gær. ÍBV hrein- lega yfirspilaði Val í fyrri hálfleik en Valsmenn komu til baka í þeim seinni og voru ekki fjarri því að tryggja sér framlengingu. Yfirburðir Eyjamanna í fyrri hálfleik voru með ólíkindum. Þeir skoruðu þrjú góð mörk á rúmum hálftíma og hefði getað skorað fleiri í hálfleiknum. Valsmenn fóru þó til búningsklefa með smá vonar- glætu eftir að arfaslakur dómari leiksins, Örvar Sær Gíslason, virt- ist gefa liðinu sumargjöf undir lok hálfleiksins í formi vítaspyrnu. Valsmenn skoruðu síðan snemma í síðari hálfleik og voru allt í einu komnir inn í leik sem þeir höfðu vart tekið þátt í. Þeir voru sterkari það sem eftir lifði og geta engum nema sjálfum sér um kennt að hafa ekki jafnað. Færin voru til staðar og Hörður Sveins- son klúðraði algjöru dauðafæri í uppbótartíma. „Ég skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna að það fór um mig í síðari hálfleik. Valsmenn komu sprækir inn í hann en við vorum algjört yfirburðalið í þeim fyrri,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálf- ari ÍBV, eftir leik. „Við áttum ekki að fara með 1-3 stöðu í hálfleik- inn heldur áttum við að hafa klár- að leikinn. Mér fannst vítið vera vafasamt en þetta var erfiður leik- ur að dæma fyrir Örvar. Við fórum síðan úr takti í stöðunni 2-3 og hættum að gera það sem við gerð- um svo vel í þeim fyrri.“ Tryggvi Guðmundsson nýtti sér kæruleysi Valsmanna í botn í upphafi og skoraði tvö mörk með grímuna góðu. „Hún er nú ekki komin til að vera. Mér líður betur án hennar en gengur vel með hana,“ sagði Tryggvi brosmildur. Kristján Guðmundsson, þjálf- ari Vals, var að vonum svekkt- ur með sitt lið. „Það var eitthvað sem gerði það að verkum að menn mættu ekki til leiks en ég tek ekk- ert af Eyjamönnum, sem spiluðu frábærlega og létu okkur líta mjög illa út,“ sagði Kristján hrein- skilinn. „Það er erfitt að útskýra það hvernig við mætum til leiks og það eina sem mér dettur í hug er hvernig undirbúningur hvers og eins leikmanns var. Við undir- bjuggum leikinn eins og venjulega. Í upphafi erum við lengi að átta okkur á hvernig við eigum að elta Eyjamenn, sem voru mjög hreyfan- legir. Við fengum svo sannarlega færin til þess að jafna og einhvern tímann hefðum við gert það. Ég er svekktastur með byrjunina og að við skyldum ekki hafa hlaupið meira þegar það lá á okkur.“ Heimir Hallgrímsson var stolt- ur af sínu liði og sagði ljóst að því liði vel á Vodafone-vellinum, sem er heimavöllur liðsins í Evrópu- keppninni. „Hér er gott að vera og flottur völlur. Okkar leikáætlun gekk full- komlega framan af. Við ætluðum að sækja í ákveðin svæði og gerð- um það frábærlega. Það segir sína sögu að við settum þrjú mörk á lið á hálftíma sem var búið að fá á sig þrjú mörk í sumar.“ henry@frettabladid.is Gleymdu að mæta í leikinn Valsmenn voru enn í EM-fríi þegar ÍBV kom í heimsókn á Vodafone-völlinn. Þeir byrjuðu ekki að spila fótbolta fyrr en þeir lentu þrem mörkum undir. Það kostaði liðið leikinn og ÍBV er komið í átta liða úrslit Valitor-bikarsins. MAÐURINN MEÐ GRÍMUNA Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö góð mörk gegn Val í gær. Honum hefur gengið vel með grímuna. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.