Fréttablaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 22. júní 2011 11
EVRÓPUMÁL Makedónía gæti fallið
úr hópi umsóknarríkja, eða ríkja
sem eru næst því að komast í
ESB. Þetta segir framkvæmda-
stjóri stækkunarmála ESB, Stef-
an Fule, í viðtali við makedónska
fjölmiðla, sem síðan Euractiv
greinir frá. Önnur umsóknarríki
eru Ísland, Króatía, Svartfjalla-
land og Tyrkland.
Stjórnvöld í Makedóníu eru
sögð nota dómskerfi og lögreglu
landsins til að þagga niður í gagn-
rýnisröddum og Fule vill bæta
úr því áður en lengra er haldið
í aðildarferlinu. Þá hafa deilur
Grikkja og Makedóníumanna
staðið í vegi fyrir framgangi
aðildarviðræðnanna. - kóþ
ESB vill umbætur í ferlinu:
Makedónía
gæti dottið út
FASTEIGNAMARKAÐUR Velta á fast-
eignamarkaðnum á höfuðborgar-
svæðinu vikuna 10. júní til og
með 16. júní tvöfaldaðist miðað
við sama tíma í fyrra.
Að því er fram kemur á vef
Þjóðskrár var 70 kaupsamning-
um þinglýst í síðustu viku.
Heildarveltan var 1.840 milljónir
króna og meðalupphæð á samn-
ing var 26,3 milljónir króna.
Í tölum Þjóðskrár kemur fram
að í vikunni 11. júní til 17. júní í
fyrra var 35 samningum þinglýst.
Heildarvelta var 947 milljón ir og
meðalupphæð samninga því rétt
rúmar 27 milljónir. - þj
Fasteignir á höfuðborgarsvæði:
Veltan á mark-
aði tvöfaldaðist
FASTEIGNIR Sjötíu kaupsamningum var
þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu
viku. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MENNTUN Alls hafa 178 nemendur
útskrifast frá Keili á síðustu
vikum. 140 nemendur útskrif-
uðust hinn 16. júní, þar af 57 af
háskólabrú skólans. Fimmtíu
einkaþjálfarar voru útskrifaðir,
ellefu íþróttaþjálfarar og 22 flug-
þjónar.
Þá útskrifuðust 38 nemar
frá útibúi skólans á Akureyri
viku fyrr. Tuttugu útskrifuðust
þaðan sem einkaþjálfarar, tveir
sem íþróttaþjálfarar og sextán
af háskólabrú. Í sumar verður
útskrifað af öðrum brautum. - þeb
178 útskrifaðir og fleiri eftir:
Mikill fjöldi út-
skrifast frá Keili
Í matargerðarlínunni GOTT Í MATINN teflum við fram
góðum grunnhráefnum sem tilheyra mörgum ólíkum
áherslum í matargerð.
Í sumarblaðinu í ár leggjum við áherslu á fjölskyldu-
vænan mat sem hægt er að töfra fram við margvísleg
tækifæri og njóta þess að borða hann í eldhúsinu
heima, í sumarbústaðnum, á skjólgóðum svölum eða í
gróskumiklum garði á mildum sumardegi. Uppskriftirnar
í nýja sumarblaðinu eru fljótlegar og einfaldar og síðast
en ekki síst einstaklega góðar.
MEÐAL EFNIS
Í SUMARBLAÐINU:
frá MS, bíður þín í flestum
matvöruverslunum landsin
s.
Njótið vel og verði ykkur a
ð góðu!
www.gottimatinn.is
FA
B
R
IK
A
N
STJÓRNSÝSLA Einungis 32,3 pró-
sent landsmanna bera frekar eða
mjög mikið traust til Landlæknis-
embættisins ef marka má nýja
skoðanakönnun MMR.
Alls sögðust 26,7 prósent
treysta embættinu frekar lítið
eða mjög lítið en 41,1 prósent tók
ekki afstöðu í könnuninni, sem
var gerð 9. til 15. júní.
Nokkur munur var á afstöðu til
embættisins eftir aldri, menntun,
starfi og tekjum. Eldra fólk bar
minna traust til embættisins en
yngra fólk. Um 18,7 prósent sér-
fræðinga kváðust bera lítið traust
til embættisins borið saman við
38 prósent iðnaðarmanna. - mþl
Skoðanakönnun MMR:
Lítið traust
á Landlæknis-
embættinu
VIÐSKIPTI „Það tekur langan tíma
að búa til fyrsta ársreikninginn
eftir svona mikil umskipti. Það er
umfangsmeira verk en alla jafna,“
segir Jón Finnbogason, forstjóri
Byrs.
Uppgjör bankans fyrir síðasta
ár átti lögum samkvæmt að liggja
fyrir í mars en hefur enn ekki verið
lagt fram. Að sögn Jóns skýrist
töfin ekki síst af því að samhliða
uppgjörinu þarf að birta stofn-
efnahagsreikning fyrir nýja bank-
ann sem reis á rústum þess gamla
í apríl í fyrra. Til samanburðar liðu
um þrettán mánuðir frá falli gamla
Landsbankans og þar til fyrsta upp-
gjör nýja bankans var birt.
Óendurskoðað uppgjör hefur
legið frammi í rafrænu gagnaher-
bergi sem bjóðendur í bankann
hafa fengið að sjá og segja þeir það
ekki gefa skýra mynd af stöðunni.
Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt
við segja erfitt að átta sig á fjár-
hagsstöðu Byrs. Þeir segja endur-
mat á útlánasafni hans í kjöl-
far nýlegra gengislánadóma hafa
brennt gat í bækur bankans og
útiloka ekki að afkoma hans hafi
verið neikvæð í fyrra um fjóra til
níu milljarða króna. - jab
Ekki útilokað að afkoma Byrs sé neikvæð um allt að níu milljarða króna eftir endurmat á útlánasafni:
Byr átti að skila ársuppgjöri í mars
BYR BER VIÐ HIMIN Endurútreikningar
á gengislánum Byrs eru taldir hafa sett
skarð í afkomu bankans.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Fyrri hluti tilboðs í nýtt hlutafé Byrs
rann út á fimmtudag í síðustu viku
og er talið víst að fjórir bankar hafi
lagt fram tilboð í bankann; Arion
banki, Íslandsbanki, Landsbankinn
og MP banki. Á mánudag verður
tilkynnt hverjir fá að halda áfram í
tilboðsferlinu. Þeir fá ítarlegri fjár-
hagsupplýsingar um Byr en liggja
fyrir í rafræna gagnaherberginu.
Gert er ráð fyrir að sölunni ljúki
um miðjan næsta mánuð.
Söluferlið á Byr