Fréttablaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 28
22. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR16
Innilegar þakkir færum við öllum
er sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærs bróður okkar,
Páls Gíslasonar
Ásgeir Gíslason
Alexía M. Gísladóttir
Kolbeinn Gíslason
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
Þórður Snæbjörnsson
garðyrkjubóndi, Bjarkarheiði 21,
Hveragerði,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
sunnudaginn 19. júní. Útförin fer fram frá
Hveragerðiskirkju föstudaginn 24. júní kl. 13.30.
Ingibjörg J. Jónasdóttir
Sturla Snæbjörn Þórðarson
Herdís Þórðardóttir Sigurður Egilsson
Jónas Þór Þórðarson
Ingibjörg Erna Þórðardóttir Sveinn Guðmundsson
afabörn og langafabörn
Ástkær eiginmaður minn, stjúpfaðir,
tengdafaðir, afi, langafi og bróðir,
Sveinn Sæmundsson
löggiltur endurskoðandi,
Sóltúni 10, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
sunnudaginn 19. júní. Útförin verður auglýst síðar.
Sigríður H. Jóhannsdóttir
Gyða Þorgeirsdóttir Hallur Karlsson
Ragnheiður Hallsdóttir
Jóhann Karl Hallsson
Hafdís Svava Ragnheiðardóttir
Jón Sæmundsson
Tómas Sæmundsson
Sigrún Sæmundsdóttir
Baldur Sæmundsson
Einlægar þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og útför ástkærrar móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
Sigrúnar Hrefnu
Guðmundsdóttur
Dalbraut 23.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Velferðarsviðs
Reykjavíkurborgar.
Guðfinna Sif Sveinbjörnsdóttir Kjartan Ó. Kjartansson
Hrefna Sigríður Briem Bjarni Þór Þórólfsson
Guðbjörg Forberg
og barnabörn
Ástkær dóttir mín og systir okkar,
Sigríður Sigtryggsdóttir
Vesturbrún 17,
andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 15. júní.
Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 22. júní kl. 15.00. Blóm og kransar eru
vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Þroskahjálp.
Elín Sigurðardóttir
Sigurlaug Anna Sigtryggsdóttir
Erla Sigtryggsdóttir og fjölskyldur
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Ragnar Borg
fyrrum ræðismaður og
framkvæmdastjóri,
lést á dvalarheimilinu Grund 15. júní. Útförin fer fram
frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 22. júní
kl. 15.00.
Ingigerður Þóranna Melsteð Borg
Anna Elísabet Borg Rein Norberg
Elín Borg Benedikt Hjartarson
Óskar Borg Berglind Hilmarsdóttir
Páll Borg Ingunn Ingimarsdóttir
Eva, Rakel, Thelma, Inga, Hildur Emma og Elín Ósk.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
Björg Jóhannsdóttir
Bólstaðarhlíð 13,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 20. júní.
Jóhann Ólafsson Jeanne Miller
Sigrún Ólafsdóttir Helgi Bergþórsson
ömmubörn og langömmubörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
afi og langafi,
Svavar Davíðsson
framkvæmdastjóri,
sem lést á Hjartadeild Landspítalans við Hringbraut
laugardaginn 18. júní, verður jarðsunginn frá
Kristskirkju Landakoti þriðjudaginn 28. júní kl. 15.00.
Birna Baldursdóttir
Baldur Ó. Svavarsson Kristín E. Guðjónsdóttir
Nína Björk Svavarsdóttir
Bryndís Björk Svavarsdóttir Stefán Magnússon
barnabörn og barnabarnabörn
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
STANGVEIÐI Veiðidagur
fjölskyldunnar verður
næsta sunnudag. „Þá gefst
landsmönnum kostur á
að veiða án endurgjalds í
fjöl mörgum vötnum víðs
vegar um landið,“ segir í
tilkynningu frá Landssam-
bandi stangaveiðifélaga,
sem ásamt veiðiréttarar-
höfum hefur staðið fyrir
Veiðidegi fjölskyldunnar í
meira en tvo áratugi.
Alls verða 27 vötn vítt
og breitt um landið í boði.
Meðal þeirra eru Elliða-
vatn, Þingvallavatn,
Eyrar vatn, Hítarvatn,
Vatnsdalsvatn í Vatnsfirði,
Hópið, Vestmannsvatn,
Ljósavatn, Kringluvatn,
Urriðavatn, og Þveit. - gar
Fjölskyldur frítt í veiði einn dag
VIÐ ÞINGVALLAVATN Veiða má
frítt fyrir landi þjóðgarðsins á
sunnudag.
Opnuð verður sýning á verk-
um í eigu Listasafns Íslands
í Þjóðmenningarhúsinu
í dag. Sýningin er fyrsti
áfangi yfirgripsmikillar sýn-
ingar sem ætlað er að veita
sýn yfir þróun íslenskrar
myndlistar frá miðöldum
til samtímans. Sýningin
er sett upp í samstarfi við
Þjóðminjasafn Íslands og
Stofnun Árna Magnússonar
í íslenskum fræðum.
Fyrsti áfangi sýningar-
innar verður settur upp í
risi Þjóðmenningarhússins
og gefur góða hugmynd um
fjölbreytileika íslenskrar
myndlistar frá nítjándu öld
til samtímans. Sýnd verða
valin landslagsmálverk
nokkurra brautryðjenda,
abstrakt málverk og skúlp-
túrar frá miðri tuttugustu
öld auk fjölbreytilegrar sam-
tímalistar.
Sýningin er aðeins fyrsta
skrefið sem stigið verður í
því skyni sýna íslenska list
úr aldanna rás í Þjóðmenn-
ingarhúsinu. Nú verða verk
sýnd í risinu en árið 2012
verða fleiri herbergi tekin
undir sýninguna. Að lokum
mun fyrsta hæð hússins
helguð lokaáfanga yfirlits-
sýningar um list á Íslandi
í aldanna rás þegar Stofn-
un Árna Magnússonar flyst
í nýtt húsnæði í námunda
við Háskóla Íslands og Þjóð-
minjasafnið. - mmf
Frá miðöldum til samtímans
LIST Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSINU Íslensk list í aldanna rás verður sýnd í
Þjóðmenningarhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Tónlistarhátíðin Við Djúpið
er nú haldin í níunda sinn
á Ísafirði og voru fyrstu
tónleikarnir í gærkvöldi.
Hátíðin er alltaf haldin í
kringum lengsta tíma árs-
ins og stendur nú frá 21. til
26. júní.
Hátíðin er sambland nám-
skeiðahalds og tónleika-
dagskrár. Einn helsti styrk-
leiki hátíðarinnar er nándin
sem skapast á milli þátt-
takenda, kennara og gesta
hennar þar sem Ísafjörður
myndar umgjörðina.
Efnt var til leitar að
nýjum tónskáldum í
tengslum við hátíðina og er
það í þriðja sinn sem það
er gert. Að þessu sinni var
verkefnið í tengslum við
Rás 1 og sendiráð Banda-
ríkjanna á Íslandi. Dóm-
nefnd valdi þrjá þátttakend-
ur til að semja verk fyrir
óbókvartett og verða verk
nýju tónskáldanna þriggja,
Antons Svanbergs, Halldórs
Smárasonar og Sebastians
Ingvarssonar, frumflutt á
tónleikum þann 25. júní.
Nánari upplýsingar um
dagskrá hátíðarinnar má
finna á www.viddjupid.is.
- mmf
Ný tónskáld spreyta sig við Djúpið
UMGJÖRÐIN Tónleikar nýrra tón-
skálda verða haldnir á laugardag-
inn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA