Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.06.2011, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 24.06.2011, Qupperneq 4
24. júní 2011 FÖSTUDAGUR4 DANMÖRK Lögreglan í Kaup- mannahöfn bjargaði í gær nítján ára litháískri stúlku sem hafði verið neydd til að stunda vændi. 36 ára samlandi hennar var hand- tekinn og verður kærður fyrir mansal. Stúlkan var ginnt til að yfir- gefa land sitt viku fyrr og var flutt til Kaupmannahafnar þar sem henni var komið fyrir í nið- urníddu húsnæði, lokuð inni og seld vændiskaupendum. Stúlkan komst þó loks á netið þar sem hún náði sambandi við vin sinn sem gerði lögreglunni viðvart. Út frá lýsingum hennar réði danska lögreglan í staðsetn- ingu og frelsaði hana. - þj Litháísk stúlka í Danmörku: Frelsuð úr kyn- lífsþrælkun EFNAHAGSMÁL Þjóðskrá Íslands kynnti í gær nýtt fasteignamat sem tekur gildi um áramótin. Heildar- mat fasteigna á landinu hækkar um 6,8 prósent milli ára. Á höfuðborgar- svæðinu hækkar fasteignamatið um 6,3 prósent en mest hækkun er á Norðurlandi vestra, 11,9 prósent. „Heildarniðurstöðurnar eru þær að fasteignamat á landinu sem heild hækkar um tæp sjö prósent. Hækk- anirnar eru mestar á þeim svæðum sem segja má að hafi verið kaldari í þenslunni fyrir hrun en hækk- anirnar eru minni á þeim svæðum sem urðu fyrir miklum áhrifum af þenslunni,“ segir Þorsteinn Arnalds, aðstoðarframkvæmdastjóri mats- og hagsviðs Þjóðskrár. Þá segir Þor- steinn ljóst að fasteignamarkaður- inn sé að glæðast aftur eftir hrun og bætir við að virkari markaður renni styrkari stoðum undir matið. Um 83 prósent eigna á landinu hækka um á bilinu 0 til 15 prósent. Mestar eru breytingarnar á mati íbúða og jarða í dreifbýli en það má skýra að stórum hluta með breyting- um á matsaðferð. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar mat fasteigna í grónum hverfum mest en hækkanir eru litlar í þeim nýju hverfum þar sem enn er tölu- vert af tómu eða ókláruðu húsnæði. Þannig hækkar fasteignamatið í Vesturbæ, vestan Bræðraborgar- stígs, um 14,9 prósent en lækkar um 0,2 í Akrahverfi í Garðabæ. Fasteignamatið leiðir í ljós að á Íslandi eru nú tæplega 125 þúsund íbúðir. Heildarverðmæti þeirra er 2.900 milljarðar króna en heildar- verðmæti allra fasteigna er 4.400 milljarðar. Íbúðir í sérbýli hækka mest milli ára, eða um 10,4 prósent en íbúð- ir í fjölbýli hækka um 7,3 prósent. Atvinnueignir standa hins vegar næstum í stað, lækka um 0,1 prósent. Fasteignamatið byggir á rúmum 34 þúsund kaupsamningum frá júlí 2005 til apríl 2011. Breytingar hafa verið gerðar á matsaðferðum og er þeim ætlað að endurspegla markaðs- verð fasteigna betur en verið hefur. Miðað er við að sambærilegar fast- eignir á sama stað hafi hliðstætt mat. Fjölmargir þættir hafa áhrif á fast- eignamatið. Má þar nefna staðsetn- ingu fasteignar, stærð hennar, fjölda herbergja og hæða, byggingarár og fjölda íbúða í húsi. Fasteignamatið verður nú birt í fyrsta sinn á netinu en nálgast má upplýsingar um mat fasteigna á vef- síðunni Island.is. Breytingar á fasteignamati hafa töluvert að segja fyrir sveitarfélög þar sem skattar eru lagðir á fast- eignir eftir matinu. Karl Björns- son, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir hins vegar of snemmt að segja til um hvaða áhrif breytt fasteignamat hafi á fasteignagjöld. magnusl@frettabladid.is Fasteignamatið hækkar umtalsvert frá í fyrra Fasteignamat íbúðarhúsnæðis hækkar um 9 prósent milli ára samkvæmt nýju fasteignamati Þjóðskrár. Rúmlega 80 prósent eigna á landinu hækka um 0 til 15 prósent. Mat á atvinnuhúsnæði stendur í stað. Dæmi um breytingar Sveitarfélag/hverfi Meðalbreyting Reykjavík 6,4% Vogar 1,1% Stykkishólmur 23,6% Akureyri 8,5% Hveragerði 2,7% Fljótsdalshérað 5,9% Hlíðar 9,4% Neðra-Breiðholt 3,9% Ártúnsholt/Höfðar 13,9% Kópavogur/Kórar 4,2% Hafnarfjörður 7,9% Höfuðborgarsvæðið 6,3% Suðurnes 4,3% Vesturland 9,6% Vestfirðir 9,9% Norðurland vestra 11,9% Norðurland eystra 9,3% Austurland 2,8% Suðurland 9,9% Meðaltalshækkun á mati Meðalbreyting á fasteignamati er mest á Norðurlandi vestra eða 11,9 prósent. Hækkunin er hins vegar minnst á Austurlandi, einungis 2,8 prósent. DÓMSMÁL Karlmaður á sextugsaldri, Ólafur Barði Kristjánsson, hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir vörslu á miklu magni af efni sem sýnir barnaníð. Hæstiréttur hafði árið 2007 dæmt manninn í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðislegt athæfi gegn þremur stúlkubörnum og að hafa haft í fórum sínum myndir sem sýndu níð gegn tveimur öðrum litlum stúlkum, auk fleiri mynda sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Að því er fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykja- víkur, sem kveðinn var upp í gær, geymdi maður- inn á hörðum diski í tölvu sinni níu hreyfimyndir og 15.327 myndir sem sýndu börn. Efnið fannst eftir að lögreglu hafði borist nafnlaus ábending, sem leiddi til húsleitar. Maðurinn játaði fyrir dómi, en kvað ekkert af þessu vera barnaklám. Ljósmyndirnar voru nær allar af sömu stúlkum, sem voru augljóslega börn að aldri og fæstar kyn- þroska. Myndirnar voru misjafnlega grófar og sumar flokkaði dómurinn ekki sem barnaníð einar og sér. Myndskeið í hreyfimyndunum voru einnig misjafnlega gróf. Dómurinn taldi brot mannsins stórfellt. - jss Karlmaður á sextugsaldri dæmdur í annað sinn fyrir barnaníð: Með þúsundir barnaníðsmynda Ranghermt var í Fréttablaðinu í gær að maður sem dæmdur var fyrir kynferðislega áreitni gegn stjúp- dætrum sínum hafi verið skólastjóri í Mývatnssveit. Maðurinn starfaði sem skólastjóri í Reykjadal. LEIÐRÉTTING er fjöldi mynda sem sýndu börn og fundust í tölvu hins dæmda. Auk þess fundust níu hreyfi- myndir í sömu tölvu. 15.327 VESTURBÆRINN Verðmat fasteigna í grónum hverfum höfuðborgarsvæðisins hækkaði mest. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI UMHVERFISMÁL Vel hefur gengið að hreinsa upp olíu í fjörunni á Garðskaga. Olíuflekkur var í sjónum á miðvikudag og var afmarkað svæði í fjörunni þakið olíu. Starfsmenn Brunavarna Suður- nesja hreinsuðu olíuna burt í gær að beiðni bæjaryfirvalda í Garði. Von er á fjölda fólks á Garð- skaga yfir helgina þegar sólset- urshátíð fer þar fram. Fylgifiskur hátíðarinnar er yfirleitt göngu- ferðir og leikir í fjörunni og því þurfti að hreinsa olíuna burt fljótt. - þeb Sólseturshátíð um helgina: Hreinsa upp olíu í fjörunni REYKJAVÍK Leikjadagur verður haldinn í Nauthólsvík á morgun í tilefni af 25 ára afmæli Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur (ÍTR). Boðið verður upp á ýmsa leiki og annars konar afþreyingu, meðal annars bátsferðir í Siglu- nesi. Þá verða sýndir munir úr starfi ÍTR og boðið upp á aðstöðu til að grilla. ÍTR hvetur borgarbúa til að koma í Nauthólsvík og leika sér og eiga skemmtilegan frítíma með starfsfólki ÍTR. - þeb Haldið upp á 25 ára afmæli: ÍTR býður borg- arbúum í leiki GENGIÐ 23.06.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 220,3572 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,84 116,4 185,17 186,07 164,69 165,61 22,079 22,209 21,081 21,205 17,961 18,067 1,4365 1,4449 183,99 185,09 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 26° 20° 19° 16° 19° 20° 17° 17° 23° 18° 28° 27° 34° 16° 19° 16° 16°Á MORGUN víða hæg N-læg eða breytileg átt. SUNNUDAGUR 5-10 m/s, hvassara NV- og SA til. 8 8 12 6 7 5 7 9 10 9 3 5 4 25 5 5 3 3 4 2 5 10 9 8 8 9 12 8 9 8 10 HELGIN Fremur hæg N-læg eða breytileg átt í dag og á morgun en hvessir til sunnu- dags. Úrkoma með köfl um N- og NA-lands í dag og einhver væta þar á morgun. Búast má við stöku síð- degisskúrum víða annars staðar. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.