Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.06.2011, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 24.06.2011, Qupperneq 34
24. júní 2011 FÖSTUDAGUR22 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. Listastefna, 6. tveir eins, 8. iðn, 9. smáskilaboð, 11. ónefndur, 12. vegna, 14. aurasál, 16. í röð, 17. rölt, 18. eyrir, 20. íþróttafélag, 21. velta. LÓÐRÉTT 1. uss, 3. frá, 4. land í Evrópu, 5. beita, 7. umhirða, 10. hallandi, 13. dvelja, 15. listi, 16. blaður, 19. ullarflóki. LAUSN LÁRÉTT: 2. dada, 6. uu, 8. fag, 9. sms, 11. nn, 12. sökum, 14. nánös, 16. mn, 17. ark, 18. aur, 20. kr, 21. snúa. LÓÐRÉTT: 1. suss, 3. af, 4. danmörk, 5. agn, 7. umönnun, 10. ská, 13. una, 15. skrá, 16. mas, 19. rú. Hey! Nei, þær vilja láta flauta á eftir sér! Þær eru þá svona einfaldar. Félagi, sástu í hverju Sara var? Þetta er alveg ótrúlegt... með svona litlu...og svo nánast...og... Félagi, það er ekki eðlilegt að þú sért slefandi yfir því að lýsa klæðnaði. Af hverju er skyrtan þín svona blaut? Þá GOTT UPPELDI Nú Ég held að þú hafir lært þína lexíu að vera ekki að klifra í trjám. Við þurfum að óska eftir því að tré verði gerð örugg. Tvær fréttir vöktu sérstaka athygli mína síðustu daga, þegar blöðunum var flett yfir fyrsta kaffibolla dagsins. Fréttirnar eru annars vegar að sjötíu prósentum dýrara er að aka hringinn um Ísland og hins vegar að kjördæmapot hafi nú verið upprætt af fjárlaganefnd. TENGJAST fréttirnar í raun báðar fjár- málum og Alþingi. Önnur fjallaði um að lítrinn af bensíni hafi kostað 124 krónur árið 2007 en kosti nú 234 krónur enda hafa skattar á bensínlítra hækkað úr 64 í 114 krónur á sama tímabili. Hin fréttin var um að Alþingi muni ekki úthluta styrkjum til samtaka, félaga og einstaklinga frá og með næsta ári heldur ætli það að ákveða hversu háar upphæðir renni til einstakra mála- flokka en láta lögbundnum sjóðum, sveitar- félögum, ráðuneytum og fleirum eftir að úthluta styrkjunum. Áhugavert er að velta fyrir sér tengslum þessara tveggja frétta eða öllu heldur hvernig þær gætu tengst. BENSÍNIÐ hefur á undanförnum árum hækkað talsvert sem rekja má til aukinnar skattlagningar og hækk- unar heimsmarkaðsverðs á eldsneyti. Leiðir þessi hækkun óhjákvæmilega til þess að margir landsmenn hugsa meira um bensíneyðsluna sem aftur verður til þess að það dregur úr umferð á landinu. Meirihluti þjóðar- innar býr á höfuðborgarsvæðinu og því dregur úr ferðalögum meirihlutans út fyrir borgarmörkin sem aftur bitnar á ferðaþjónustuaðilum landsbyggðarinnar. KJÖRDÆMAPOT er skilgreint í íslenskri orðabók á heimasíðunni snara.is á þann hátt: (óviðeigandi) störf þingmanns að hagsmunamálum kjördæmis síns. Með kjördæmapotinu eru þingmenn því að hygla kjósendum í sínu eigin kjördæmi á kostnað annarra kjördæma, til dæmis með því að veita styrki eins og umrædd frétt fjallar um eða stuðla að auknum fram- kvæmdum í heimabyggð. ÞEGAR dregur úr ferðalögum landans, vegna mikillar hækkunar eldsneytis- verðs, hagnast landsbyggðin minna þar sem færri ferðamenn eiga leið um svæðið. Því má einnig segja að kjördæmapot landsbyggðarþingmanna minnki á sama tíma, en á móti kemur að þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna tveggja og Suð- vesturkjördæmis vinna að því að meiri- hluti þjóðarinnar dvelji heima við, á höfuð- borgarsvæðinu, og því aukast tekjur helstu afþreyingastaða svæðisins. Kjördæma- potararnir lifa því góðu lífi á höfuðborgar- svæðinu þrátt fyrir að þeir séu í útrým- ingarhættu á landsbyggðinni. Háir skattar á eldsneyti og að Alþingi hætti að úthluta styrkjum til samtaka, félaga og einstak- linga frá og með næsta ári, verður því til þess að þessi ákveðna tegund manna, kjör- dæmapotararnir, deyr út. Eða hvað? Tegundinni útrýmt? BAKÞANKAR Mörtu Maríu Friðríks- dóttur Meðal annars efnis: Íslendingar dafna Nýjar kannanir benda til að þrátt fyrir allt sé þjóðarsálin að rétta úr kútnum. Rýnt í ráðherraráðið Í stað þess að fórna ungmennum sínum á vígvellinum eins og áður fyrr leysa Evrópuríki ágreining með því að læsa embættismenn í gluggalausum herbergjum og hleypa þeim ekki út fyrr en samkomulagi hefur verið náð. Jakkafötin skipta um kyn Jakkaföt og bindi eru ekki bara fyrir fyrir herra, eins og sést á sumartískunni. Veruleikinn kemur raun- sæinu á óvart Einar Már Guðmundsson ræðir Banka- stræti núll og spyr hvers vegna þeir sem áður gagnrýndu kerfi nýfrjálshyggjunnar eru orðnir verjendur þess í dag.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.