Fréttablaðið - 30.06.2011, Side 1

Fréttablaðið - 30.06.2011, Side 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar – mars 2011 EFNAHAGSMÁL Úrskurður ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, um að aðstoðarkerfi fasteignaveðlána Íbúðalánasjóðs feli í sér ólög- mæta ríkisaðstoð, gæti þýtt kröfu á þrotabú fjögurra sparisjóða upp á 29 milljarða króna. ESA úrskurðaði í gær að kerfið væri ekki í samræmi við ákvæði EES-samningsins og fór fram á að yfirvöld legðu það þegar í stað niður „og geri nauðsynleg- ar ráðstafanir til að endurheimta ósamrýmanlega aðstoð eigi síðar en í lok október 2011“. Þó segir í úrskurðinum að einstaka styrkir gætu samrýmst EES-samningnum og þurfi því ekki að endurheimta. Krafan gæti því orðið mun lægri. Með neyðarlögunum sem sett voru 6. október 2008 var Íbúða- lánasjóði heimilað að kaupa skuldabréf fjármálafyrirtækja með veði í íbúðarhúsnæði. Fjórir sparisjóðir nýttu sér ákvæðið; Byr, Sparisjóður Keflavíkur, Sparisjóð- ur Bolungarvíkur og Spron. Kaup Íbúðalánasjóðs námu um 29 milljörðum. Í öllum tilfellum er um að ræða lánasöfn spari- sjóða sem komnir eru í slitameð- ferð. Samtals eru lánin rúmlega 7.600. Ríkissjóður veitti 33 millj- arða króna aukalega til Íbúðalána- sjóðs árið 2010. Gunnhildur Gunnarsdóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs Íbúða- lánasjóðs, segir gagnrýni ESA lúta að því að á þessum tíma hafi verið ólíklegt að aðili á markaði myndi kaupa lánasöfn með þessum hætti. Því geti falist ríkisaðstoð í kaupun- um. Þá gagnrýni ESA að heimildin hafi verið ótímabundin og opin en ekki bundin við vissar fjárhæðir. Íbúðalánasjóður mun funda með fulltrúum fjármála- og velferðar- ráðuneytis í dag og fara yfir næstu skref í málinu. - kóp Fimmtudagur skoðun 22 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Popp 30. júní 2011 150. tölublað 11. árgangur er fjöldi lána sem Íbúðalánasjóður keypti af sparisjóðunum. 7.600 Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hanna Rún Óladóttir, margfaldur Íslandsmeistari í samkvæmisdönsum, á fjölbreytt föt í fataskápnum Tímaritið Newsweek birti umdeilda forsíðu á dög- unum. Þar var skeytt saman mynd af Díönu prinsessu og Kate Middleton. Díana hefði orðið fimmtug hefði hún lifað og er hún gerð ellilegri á myndinni með hjálp tölvutækninnar. Fljótlegt að hoppa í kjól É g er mikil kjólamanneskja og finnst það afar þægilegur klæðnaður, það er svo fljótlegt að hoppa í þá,“ segir Hanna Rún Óladóttir, margfaldur Íslandsmeistari í samkvæmis-dönsum. Hanna Rún hefur nýlega blómi á sig bætt en hún varð í fjórða sæti í latneskum dönsum í dans-keppninni í Blackpool á Englandi. „Jú, ég á nokkuð marga danskjóla, átta stykki, en það er alls ekki óalgengt að stelpurnar sem eru að keppa eigi bara einn kjól. Mér finnst þægilegt að geta átt kjóla til skiptanna og þeir eru afar mismun-andi. Nýjasti kjóllinn minn er mjög klassískur, lokaður í bakið og nær alveg upp í háls og svo á ég annan sem er í raun bara brjóstahaldari og pils,“ segir Hanna en G. Elsa Ásgeirsdóttir saumar alla hennar kjóla.Dagsdaglega er Hanna Rún annað hvort í blómakjólum eða svörtum fatnaði og hún er hrifin af tígrismynstri. Kjól-inn sem hún klæðist á myndinni keypti hún fyrir tveim-ur árum erlendis. „Ég er alltaf á hælaskóm og á endalaust mikið af beltum. Mér finnst mjög gaman að hafa mig til.“ juliam@frettabladid.is ÚTSALA Vertu vinur okkurá fa b teg POLLYANNA - mjög gott lag og heldur vel, fæst eftir- farandi skálastærðum D,DD,E,F,FF,G,GG,H,HH,J á kr. 7.990,- Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14.Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.misty.is Vertu vinur N Ý K O M I N N A F T U R - R O S A L E G A F L O T T U R FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS • JÚLÍ 2011 GÍSLI PÁLMI „EF EINHVERN LANGAR AÐ FARA YFIR STRIKIÐ GAGNVART MÉR ER ÉG ENNÞÁ TIL ALLS LÍKLEGUR“ Opið til 21 í kvöld Á suðrænar slóðir Birgitta Haukdal flytur með fjölskylduna til Barcelona. fólk 62 Að breytast í tröllkarl Brian Pilkington á þrjátíu ára útgáfuafmæli. tímamót 36 10 10 8 9 13 BJARTVIÐRI Í dag verður fremur hæg austlæg eða breytileg átt. Víða bjartviðri og léttir til N- og A-lands. Hiti 7-18 stig, hlýjast V-til. VEÐUR 4 SKÓLAMÁL Menntaráð Reykjavík- ur samþykkti í síðustu viku til- lögu um að við sameiningu leik- skóla eða grunnskóla verði fundið nýtt nafn á nýjan skóla. Það mun strax hafa áhrif á fjölmarga skóla þar sem fyrsta lota sameininga í skólakerfi borgarinnar tekur gildi strax á morgun. Ragnar Þorsteinsson, fræðslu- stjóri í Reykjavík, segir í sam- tali við Fréttablaðið að þrátt fyrir þetta sé um leið líklegt að gömlu nöfnin fái að halda sér. „Stjórn- sýslueiningin mun skipta um nafn en ég held að íhaldssemi okkar sé það mikil að við munum halda gömlu nöfnunum líka,“ segir Ragn- ar og vísar til nágrannabæjarins Seltjarnarness, þar sem enn sé talað um Valhúsaskóla og Mýrar- húsaskóla þótt þeir hafi sameinast. Ragnar segist ekki óttast nei- kvæð viðbrögð vegna þessara breytinga þrátt fyrir að mörg- um þyki auðvitað vænt um gömlu nöfnin. Einn grunnskóli hefur þegar skipt um nafn. Öskjuhlíðar- skóli og Safamýrarskóli samein- uðust í húsnæði þess fyrrnefnda og heitir nýi skólinn Klettaskóli. Ragnar segist engin viðbrögð hafa fengið við þeirri breytingu. Hann bætir við að þörf sé á nýju nafni vegna þess að sérstök stjórn- sýsla í kringum sameinaða stofnun kalli á eitt nafn. Auk þess þyki það ekki góð hugmynd að hygla einu eldra skólanafni umfram annað. Skipaður verður starfshópur um ný nöfn á skólana, en leitað verður hugmynda frá grenndarsamfélagi hvers skóla áður en ákvarðanir verða teknar. Menntaráðsfulltrúar Sjálfstæð- isflokks voru ekki sáttir við til- löguna og sögðu í bókun á fundi ráðsins að þeir hefðu frekar kosið að sameinaðir skólar hefðu val um hvort ný nöfn væru tekin upp eða þeim gömlu haldið. „Til að mynda er ekki endilega eðlilegt að leikskólarnir Berg og Bakki sem eru sameinaðir og staðsettir tugi kílómetra frá hvorum öðrum [í Grafarvogi og á Kjalarnesi] séu með sömu nöfnin,“ segir í bókun- inni. Þessir leikskólar skiptu þó um nafn í byrjun maí og heita nú Bakkaberg. - þj Sameinaðir skólar fá ný nöfn Nöfn gróinna skóla og leikskóla verða ekki notuð á sameinaðar skólastofnanir í Reykjavík. Fræðslustjóri segir nauðsynlegt að stjórnsýslueiningar hafi eitt nafn, en telur þó víst að gömlu nöfnin muni halda sér. FÓLK Rúmlega 5.500 notend- ur íslenska tölvuleiksins EVE Online hafa óskað eftir því að aðgangi þeirra að leiknum verði lokað, samkvæmt vefsíðunni develop-online.net. Notendurnir gera þetta í mót- mælaskyni við hugmyndir sem viðraðar voru í innanhúsfrétta- bréfi fyrirtækisins CCP, sem á og rekur leikinn. Þar var opnað á þann möguleika að notendum gefist kostur á að kaupa sér leið inn í leikinn með raunverulegum peningum. Nú þurfa notendur að eyða ómældum tíma í að byggja upp geimflaugar og hæfileika. Ef af uppsögnunum verður gæti CCP orðið af 115 milljón- um. Fréttablaðið reyndi í gær að ná tali af forsvarsmönnum fyrir- tækisins en þeir vildu ekki tjá sig, sögðust fyrst vilja ræða við tengiliði EVE Online-svæðis- ins og heyra þeirra sjónarmið. Fundirnir eiga að fara fram í dag og á morgun. - fgg/ sjá síðu 62 Æfir notendur EVE Online: CCP gæti orðið af milljónum Leikskólar Arnarborg og Fálkaborg Ásborg og Hlíðarendi Barónsborg, Lindarborg og Njálsborg Drafnarborg og Dverga- steinn Foldaborg, Foldakot og Funaborg Furuborg og Skógaborg Hamraborg og Sólbakki Hálsaborg og Hálsakot Hlíðaborg og Sólhlíð Holtaborg og Sunnuborg Laugaborg og Lækjaborg Grunnskólar og leik- skólar Ártúnsskóli og leik- skólinn Kvarnaborg Fossvogsskóli og leik- skólinn Kvistaborg (árið 2013) Grunnskólar Korpuskóli og Víkurskóli Borgarskóli og Engjaskóli Álftamýrarskóli og Hvassaleitisskóli Hvað eiga skólarnir að heita? ESA metur kaup Íbúðalánasjóðs á fasteignaveðlánum ólögmæta aðstoð: Gæti þýtt 29 milljarða kröfu BLÆS UM BÖRNIN Ýmislegt skrýtið og skemmtilegt er að finna í Vísindaveröld Húsdýragarðsins. Anna Helga fékk að reyna hve kröftuglega loftið getur blásið með réttum græjum, en hún var á námskeiði í garðinum með vinum sínum. Trauðla kemst hún í öflugri hárþurrku. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Söguleg lægð Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur aldrei verið neðar á styrkleikalista FIFA. sport 54

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.