Fréttablaðið - 30.06.2011, Síða 12

Fréttablaðið - 30.06.2011, Síða 12
30. júní 2011 FIMMTUDAGUR12 Maður setur ekki verðmiða á börnin sín FINNUR INGÓLFSSON EIGANDI SPUNA KRINGLAN OG SMÁRALIND Útsalan er hafin 40% afsláttur af öllum vörum* *Nema af grunnvörunni/basic. STEYPTUR Í BRONS Stytta af Ronald Reagan, fyrrverandi Bandaríkjafor- seti, var afhjúpuð á Frelsistorginu í Búdapest nú í vikunni. NORDICPHOTOS/AFP HEIMSMEISTARI OG EIGANDI HANS Finnur segir að heyra hefði mátt saumnál detta meðan beðið var eftir tölum dómara. Síðan brutust fagnaðarlætin út í brekkunni. FRETTABLADID/HILDA KAREN HESTAMENNSKA „Þetta var mögn- uð stund,“ segir Finnur Ingólfs- son, þegar hann lýsir því er tölur kynbótadómara voru lesnar upp á Landsmótinu á Vindheimamel- um og til varð nýr heimsmeistari, Spuni frá Vesturkoti, fimm vetra, en hann fékk 8,87 í aðaleinkunn, hæstu einkunn í heimi sem stóð- hestur hefur fengið. Að sögn forráðamanna Lands- móts 2011 fjölgaði gestum mótsins ört í gær og á góð veðurspá næstu daga vafalaust sinn þátt í því. Hesturinn Spuni er fyrsti kyn- bótagripurinn sem Finnur og fjöl- skylda hans rækta. Finnur segir hann með einstakt og frábært geðslag, auk annarra kosta. Spurður um hvort verðmiði sé kominn á hestinn svarar hann stutt og laggott: „Maður setur ekki verðmiða á börnin sín. Spuni er ekki falur.“ - jss Besti stóðhestur heims á Landsmóti: Spuni Finns ekki falur SAMGÖNGUR Kristján Möller, þing- maður og fyrrum samgönguráð- herra, deildi hart á eftirmann sinn og félaga í stjórnarliðinu, Ögmund Jónasson, á opnum fundi sem Sam- tök atvinnulífsins efndu til um fjárfestingar í samgöngumálum. Kristján gagnrýndi meinta kyrr- stöðu í samgönguframkvæmd- um og einnig að samgönguáætl- un fyrir næstu ár lægi ekki enn fyrir. Beindi Kristján meðal ann- ars spurningu til aðstoðarmanns Ögmundar, sem var viðstaddur fundinn, um það af hverju áætlun- in hafi ekki verið lögð fyrir vor- þing. „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ sagði Kristján, „því að fjölmörg ríkisverkefni eru tilbúin og hægt væri að bjóða þau út á morgun.“ Kristján minntist einnig á umræðu um fjármögnun fram- kvæmda með veggjöldum. Þótti honum sem hún hafi mótast af mis- skilningi og rangtúlkunum. Ekki hafi staðið til, frá hans hálfu, að veggjöld yrðu lögð ofan á aðrar álögur á vegfarendur. Hann minnti á að nýleg lög um samgönguframkvæmdir, þar sem meðal annars er kveðið á um heim- ild til að innheimta veggjöld, hafi verið samþykkt með miklum meirihluta. Það virtist honum nú hafa verið slegið út af borðinu. „Ég harma mjög að þessum áformum hafi ekki verið fylgt betur eftir af eftirmanni mínum, en raun ber vitni,“ sagði Kristján og bætti því við að í nýlegri grein Ögmundar í Fréttablaðinu mætti lesa skilaboð um að ekkert yrði gert í þessum stórframkvæmdum. Að mati Kristjáns eru hagvöxtur og framkvæmdir það sem þarf til að komast út úr kreppunni. Hluti lausnarinnar lægi í því að fá alla hagsmunaaðila, sveitarfélög og fleiri, saman til að mynda sátt um tekjukerfi til framtíðar. Aðrir frummælendur á fund- inum voru Orri Hauksson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Þorvarður Hjaltason, fram- kvæmdastjóri Sambands sunn- lenskra sveitarfélaga. Orri sagði að þó skiljanlega sé fjárhagsstaða hins opinbera slæm, sé það ekki afsökun fyrir því að hafna tækifærum til framkvæmda sem fjármögnuð séu með öðrum hætti en áður hafi verið gert. „Við þurfum að fjárfesta í arð- bærum verkefnum sem auka hag- vöxt. Samgöngumannvirki eru aðgengileg, markviss og fram- kvæmanleg og því þarf ekki mikið til að koma þeim í gang.“ Loks lagði Þorvarður til að mörkuð yrði tólf ára stefna um 120 milljarða stórframkvæmdir í samgöngumálum, sem fjármagn- aðar yrðu með láni frá lífeyris- sjóðunum. Þessi áform þyrftu að hefjast sem fyrst með samstilltu átaki allra þeirra sem eiga aðild að málinu. thorgils@frettabladid.is Fyrrverandi ráðherra ósáttur við aðgerðaleysi Ögmundar Fyrrum samgönguráðherra gagnrýndi Ögmund Jónasson innanríkisráðherra vegna stefnu hans í fjár- mögnun framkvæmda í samgöngumálum. Frummælendur á fundi SA kölluðu eftir samstilltu átaki. FRÁ SUÐURLANDSVEGI Framkvæmdir standa yfir á kafla af Suðurlandsvegi, en háværar kröfur eru um að þær verði settar á fullt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KRISTJÁN MÖLLER DANMÖRK Maður sem rændi banka í Óðinsvéum í gær komst ekki langt eftir glæpinn. Hann ruddist inn í banka í mið- bænum að morgni dags, ógnaði starfsfólki með hnífi og hafði á brott með sér óþekkta peninga- upphæð. Flóttinn var þó ekki farsæll að því er fram kemur á vef Jótlands- póstsins. Starfsmaður bankans elti ræningjann niður götuna og lögregla bættist fljótt í hópinn. Eltingaleiknum lauk á þaki Radis- son hótels í nágrenninu og ræn- inginn, ásamt ránsfengnum, var kominn í hendur lögreglu sjö mín- útum eftir að ránið var framið. - þj Seinheppinn bankaræningi: Náðist eftir sjö mínútna eftirför BRETLAND, AP Þúsundir breskra skóla verða lokaðir og ferðamenn mega búast við töfum og löngum biðröðum nú í vikunni, þegar um 750 þúsund manns fara í verkfall. Þetta er þó aðeins fyrsta verk- fallið af mörgum, sem Bretar eiga í vændum nú í sumar. Ástæðan er meðal annars mót- mæli launafólks gegn skatta- hækkunum bresku stjórnarinnar og niðurskurði í ríkisfjármálum, sem meðal annars bitnar á bóta- þegum. - gb Bretar í verkfall í dag: Búa sig undir verkfallssumar AKUREYRI Icelandair opnaði formlega nýtt hótel á Akureyri í gær, Icelandair hótel Akureyri. Félagið hefur gert leigusamning til næstu 20 ára um rekstur heilsárshótels í húsinu að Þingvalla- stræti 23, en húsið hýsti áður meðal annars Iðn- skóla Akureyrar og Háskólann á Akureyri. Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri og fyrr- um bæjarstjóri Akureyrar, segir hótelið kær- komna viðbót fyrir bæinn. „Þetta er yndislegur staður og umhverfið eins og best verður á kosið,“ segir hún, og bætir við að hún kunni afar vel við sig í nýja starf- inu. „Þetta er það sem ég gerði í gamla daga og nýt þess mjög.“ Varðandi ferðamenn yfir sum- arið segist Sigrún þó hafa áhyggjur af ferðalög- um Íslendinga og það sé ómögulegt að sjá fyrir hvernig þeir muni skila sér. Hótelið er það sjöunda sem Icelandair hótelkeðjan opnar. Magnea Þórey Hjálmars- dóttir, framkvæmdastjóri Flugleiðahótela ehf., segir fyrirtækið lengi hafa haft augastað á Akureyri sem vænlegri staðsetningu fyrir nýtt hótel. „Icelandair hótel Akur- eyri er því kærkomin viðbót í okkar rekstur og við hlökkum til að leggja okkar af mörkum við að byggja enn frekar upp það góða starf sem átt hefur sér stað í ferðaþjónustu Akureyrarbæjar fram til þessa.” - sv Nýtt Icelandair hótel opnar í gamla húsnæði Iðnskólans á Akureyri: Fyrrverandi bæjarstjóri stýrir nýju hóteli SIGRÚN BJÖRK JAKOBSDÓTTIR ICELANDAIR HÓTEL AKUREYRI Hótelið er með upphit- aða skápa og geymslur í kjallara fyrir fatnað skíðafólks.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.