Fréttablaðið - 30.06.2011, Side 16

Fréttablaðið - 30.06.2011, Side 16
30. júní 2011 FIMMTUDAGUR16 Um næstu mánaðamót renna út síð- ustu samningar Sjúkratrygginga Íslands við tannlækna um ókeypis forvarnarskoðanir fyrir þriggja, sex og tólf ára börn. Samningavið- ræður standa nú yfir milli tann- lækna og Sjúkratrygginga en for- maður Tannlæknafélagsins segir þörf á heildstæðri endurskoðun málaflokksins. Samningar hafa verið um eftirlit fyrir ofangreinda aldurshópa frá ársbyrjun 2009, en flestir samning- anna runnu út um síðustu áramót. Allnokkrir gilda þó fram á morgun- dag, en upp frá því verður sami háttur á niðurgreiðslu fyrir þessa þjónustu og aðrar heimsóknir barna til tannlækna. Sigurður Benediktsson, formað- ur Tannlæknafélags Íslands, segir í samtali við Fréttablaðið að vilji tannlækna sé til að leysa málið. „Það eru þreifingar í gangi en það er ekki hægt að segja til um hvenær viðræðum gæti lokið.“ Sigurður bætir því við að þessi þjónusta sé þó bara hluti af heild- arþjónustu fyrir börn sem þyrfti að hugsa upp á nýtt. „Þetta leysir ekki stærstu vanda- málin, sem eru að hluti fólks hefur ekki efni á að senda börnin sín til tannlæknis vegna kostnaðar.“ Sigurður segir það orsakast að hluta af því að ráðuneytið hafi ekki hækkað viðmiðunartaxta sína vegna endurgreiðslu síðan 2004, á meðan tannlæknar hafa hækkað sína taxta eftir verðlagi. - þj 16 hagur heimilanna Það er varla til sá veitinga- staður í miðbænum sem ekki býður gestum sæti utandyra að sumarlagi og oft komast færri að en vilja. Á veitingastöðunum við Austurvöll geta yfir 500 manns setið til borðs utan- dyra. Þegar vel viðrar er þar iðandi mannlíf og veigarnar renna ljúf- lega niður. Verðið á þeim er þó ekki það sama hjá öllum og sums staðar er jafnvel hægt að fá bjór- inn ódýrari á ákveðnum tíma dagsins eins og sjá má hér fyrir neðan. Sumir veitingastaðanna hækka verðið á bjór eftir mið- nætti. Kaffi París: Sólin er farin að verma gesti um klukkan 11 fyrir hádegi og fer ekki fyrr en seint á kvöldin eins og á hinum veitingastöðunum þremur sem eru í sömu lengju. Utandyra eru sæti fyrir 120 gesti. Léttvínsglas kostar 950 kr., stór bjór 900 kr. en lítill 700 kr. Hvíta perlan: Utandyra eru sæti fyrir 30 gesti. Léttvínsglas kostar 950 kr. Á kvöldin kostar stór bjór 850 kr. en lítill 700 kr. Tilboð er á stórum bjór til kl. 18 og kostar hann þá 600 kr. Bjórverðið hækkar um 100 kr. eftir miðnætti. Enski barinn: Sætin utandyra eru 80 til 100. Léttvínsglas kostar 1.000 kr., stór bjór 800 kr. en lítill 600 kr. Thorvaldsen bar: 120 geta setið úti. Léttvínglas er á 1.000 kr., stór bjór 800 kr. en lítill 600 kr. Eftir miðnætti kostar stór bjór 950 kr. en lítill 700 kr. Í Pósthússtræti fer sólin ekki að skína á þá sem tylla sér utandyra fyrr en um klukkan 14. Hún yljar þeim þar til seint á kvöldin. Esja: Útisætin eru 60. Léttvínsglas kostar 990 kr., stór bjór 850 kr. en lítill 690 kr. Íslenski barinn: Um 50 manns geta setið þar til borðs utandyra. Létt- vínsglas kostar 1.000 kr., stór bjór 900 kr., en lítill 650 kr. Tilboð á ein- hverri bjórtegund eru alltaf í gangi. Silfrið: Alla jafna eru sæti fyrir 20 úti. Fleiri borð eru sett út ef þurfa þykir. Léttvínsglas kostar 1.100 kr. en 1.300 kr. eftir klukkan 18. Bjórinn er á flöskum og kostar 950 kr. Gamla pósthúsið: Þar eru sæti fyrir 50 til 60 manns. Léttvínsglas kostar 1.000 kr. Stór bjór kostar 850 kr. en lítill 650 kr. Mánudaga til föstudaga kostar allur bjór 500 kr. til klukkan 16.00. Hundruð sæta á Austurvelli fyrir sólþyrsta gesti IÐANDI MANNLÍF Á sumum veitingastaðanna við Austurvöll er tilboð á bjór á vissum tíma dagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/HARALDUR Nældu litla öryggisnælu í undirkjól til að koma í veg fyrir að kjóll eða pils loði við þig. Sama er hægt að gera til að koma í veg fyrir að sokkabuxur loði við buxur. Ef nælan er fest í sauminn á buxunum hverfur stöðurafmagnið og flíkurnar loða ekki hvor við aðra. GÓÐ HÚSRÁÐ Öryggisnæla er málið Öryggisnæla gegn stöðurafmagni 16. júní - 7. júlí í Kringlunni Sýning á bestu fréttaljósmyndum ársins 2010. Opið til 21 í kvöld. Ferðamenn mega nú kaupa meiri bjór í Fríhöfninni en áður eftir að ný tollalög tóku gildi í gær. Lögunum var breytt á Alþingi í síðustu viku. Ferðamenn mega nú kaupa tollfrjálst: a) 1 lítra af sterku áfengi, 1 lítra af léttvíni og 6 lítra af bjór. b) 3 lítra af léttvíni og 6 lítra af bjór. c) 1 lítra af sterku áfengi og 9 lítra af bjór. d) 1,5 lítra af léttvíni og 9 lítra af bjór. e) 12 lítra af bjór. ■ Breytingar á tollalögum: Má kaupa meiri bjór í Fríhöfninni en áður Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri samtak- anna Miðborgin okkar og Stuðmaður, segir bestu kaup sem hann hafi gert um ævina vera sófasett sem hann keypti hérlendis árið 2006. „Það er þeim kostum búið að vera svo mjúkt og notalegt að maður sekkur á bólakaf og festir djúpan bjútíblund nánast í hvert skipti sem maður sest í það,“ segir Jakob Frí- mann. Hann segir það ekki hafa skemmt fyrir að sófasettið hafi hann keypt á góðu verði og það sé auðhreinsanlegt og fallegt. „En það er fyrst og fremst ávísun á eitt það dýrmætasta sem maður fær í lífinu – góða hvíld,“ segir hann. Verstu kaupin sem Jakob Frímann hefur gert segir hann vafalaust vera asíska myndbandsupptökuvél sem hann keypti á Tenerife árið 2007. „Hún var að vísu grunsamlega ódýr,“ segir hann. „En hún hefur aldrei virkað og mun enda á haugunum.“ NEYTANDINN: JAKOB FRÍMANN MAGNÚSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI Dúnmjúkur sófi sem skilar bjútíblundi Samningur um þriggja ára tannskoðun að renna út: Tannvernd barna þarf að endurskoða Í forvarnarskoðun felst meðal ann- ars viðtal og fræðsla um mataræði, munnhirðu og annað sem snertir tannvernd. Einnig er um að ræða skoðun, skráningu, hreinsun tanna og flúormeðferð fyrir alla aldurs- hópana, auk röntgenmyndatöku fyrir tólf ára hópinn. Velferðarráðherra sagði á þingi í síðasta mánuði að stefnt væri að því að tryggja forvarnarskoðun fyrir fjóra árganga og að „innan nokk- urra ára njóti öll börn og unglingar á Íslandi nauðsynlegrar tannlækna- þjónustu óháð efnahag.“ Heimildir: heilsugaeslan.is og althingi.is Forvarnarskoðanir fyrir 3, 6 og 12 ára: 42% VERÐHÆKKUN á bíómiða á venjulega sýningu á fimm árum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.