Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.06.2011, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 30.06.2011, Qupperneq 18
30. júní 2011 FIMMTUDAGUR18 Umsjón: nánar á visir.is Evrópskir bankar eiga mikið undir því að gríska ríkið geti staðið við skuld- bindingar sínar. Þeir vilja leggja sitt af mörkum til að forða landinu frá gjaldþroti. Lánveitendur eru að hluta til ábyrgir, segir forstjóri Deutsche Bank. Nokkuð létt var yfir fjármálageir- anum á meginlandi Evrópu síðdeg- is í gær eftir að gríska þingið sam- þykkti áætlanir um niðurskurð á ríkisútgjöldum. Fulltrúar alþjóð- legra eignastýringarsjóða töldu á fundi þeirra í Mónakó í vikunni far- sælasta kostinn fyrir lánardrottna að þeir endurskipuleggi skuldir Grikkja, bæði svo stjórnvöld geti staðið við skuldbindingar sínar auk þess að tryggja endurheimtur. Frakkar og Þjóðverjar eru í hópi helstu lánardrottna gríska ríkisins. Reuters-fréttastofan segir forsvars- menn franskra banka hafa lagt til að gríska stjórnin semji upp á nýtt við eigendur grískra ríkisskuldabréfa með það fyrir augum að færa gjald- daga lána. Á móti myndu kröfuhaf- ar skuldbinda sig til að kaupa grísk ríkisskuldabréf til þrjátíu ára með 5,5 prósenta breytilegum vöxtum sem hækki í takt við landsfram- leiðslu. Vextir verði þó aldrei hærri en 8,0 prósent. Josef Ackermann, forstjóri hins þýska Deutsche Bank, var við- staddur fund Kristilegra demó- krata í Berlín í gær þar sem skuldavandi Grikkja var í brenni- depli. Ackermann sagði þá sem lagt hafa Grikkjum til lánsfjár- magn gera sér grein fyrir ábyrgð sinni og sé hann þess fullviss að bankar í álfunni leggi sitt af mörkum til að hjálpa landinu við að komast í gegnum erfiðleikana. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal hafði eftir honum í gær að björgunaraðgerðir Evrópusam- bandsins muni ekki síður koma niður á Grikkjum en evrópskum kröfuhöfum þeirra. Viðbúið er að viðræðunum í Berlín verði hald- ið áfram í dag og muni í lok dags liggja fyrir hvernig björgunarað- gerðir snerti lánveitendur Grikkja. Þá sagði hann Þjóðverja helst vilja fá tryggingu fyrir því að björgunaraðgerðirnar geti ekki valdið því að landið lendi í greiðsluþroti eða smitáhrif berist til annarra landa. Slíkt geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjár- málageirann. jonab@frettabladid.is BANKASTJÓRINN OG KANSLARINN Þau Josef Ackermann, forstjóri Deutsche Bank, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræddu um skuldavanda Grikkja á flokksfundi Kristilegra demókrata í Berlín í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Kröfuhafar Grikkja ræða um aðgerðir Volvo S60 R-Design frá 6.080.000 kr. Volvo V60 R-Design frá 6.380.000 kr. Volvo XC60 R-Design AWD frá 9.060.000 kr. Volvo XC90 R-Design AWD frá 11.190.000 kr. Komdu í Brimborg. Skoðaðu í dag sparneytinn dísil Volvo R-Design milli kl. 9 og 17. Skoðaðu gott verð. Vertu m aður sportlegur og þú kem ur við sögu á hverjum degi Brimborg og Volvo áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara, að auki er kaupverð háð gengi. Nánari upplýsingar veita ráðgjafar Volvo. „Það var ljóst um leið og nýir eig- endur og ný stjórn tóku við að unnið yrði að því að styrkja bank- ann. Við teljum að kaupin skapi ný sóknarfæri og styrki stöðu hans,“ segir Þorsteinn Pálsson, stjórnar- formaður MP Banka. Tilkynnt var í gær að bankinn hafi keypt fyrirtækið ALFA verð- bréf, samstarfsaðila svissneska risabankans Credit Suisse hér á landi. Þá mun Sigurður Atli Jóns- son, forstjóri ALFA, taka við for- stjórastarfi MP Banka af Gunnari Karli Guðmundssyni á morgun. Bæði kaupin og forstjóraskiptin áttu sér skamman aðdraganda. Kaupin voru tilkynnt starfsfólki MP Banka í gær og mun Gunnar Karl kynna Sigurð Atla sem eftir- mann sinn í dag. Sigurður, sem er með mikla reynslu innan fjár- málageirans, er sonur Jóns Adolfs Guðjónssonar, fyrrverandi banka- stjóra Búnaðarbankans. - jab Forstjóraskipti hjá MP Banka: Sigurður Atli í stað Gunnars NÝIR EIGENDUR Þorsteinn Pálsson situr hér við hlið Gunnars Karls þegar nýir fjárfestar tóku við MP Banka í apríl. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 244 ER SKULDATRYGGINGARÁLAG á ríkissjóð í gær. Álagið þýðir að greiða þarf 2,44 prósent af nafnvirði skuldabréfs til fimm ára til að tryggja það gegn greiðslufalli. Hæst fór álagið í um 1.500 stig í bankahruninu. Það lækkaði mjög hratt eftir áramótin og var komið niður í 200 punkta í vor þegar ríkissjóður gaf út ríkisskuldabréf í Bandaríkjadölum. Vaxtaálag á skuldabréfin er 3,25 prósent og elti skuldabréfaálagið það í kjölfarið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.