Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.06.2011, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 30.06.2011, Qupperneq 23
FIMMTUDAGUR 30. júní 2011 23 Eins og prófessorarnir Sigurður Líndal og Svanur Kristjánsson hafa lýst öðrum betur í ræðu og riti, hafa margir haft rangar hug- myndir um stjórnarskrárbreyt- inguna, sem samþykkt var í þjóð- aratkvæðagreiðslu 1944. Sumir hafa haldið því fram, og margir virðast enn halda, að stjórnar- skrárbreytingin 1944 hafi verið gerð í skyndingu og án vandlegrar umræðu; að fyrir og eftir breyt- inguna hafi landið í megindráttum haft sömu stjórnskipun, þingræð- isstjórn; og að forseti Íslands væri valdalítill þjóðhöfðingi samkvæmt stjórnarskránni og einnig í reynd. Ekkert af þessu er þó rétt. Þjóðin reis upp ... Fyrir stjórnarskrárbreytinguna 1944 fór fram á Alþingi og utan þess rækileg og upplýst umræða um lýðræði og stjórnskipun Íslands eins og lesa má í Alþingis- tíðindum. Meiri hluti stjórnar- skrárnefndar Alþingis lagði til, að þingið kysi forseta Íslands og gæti vikið honum frá. Tillagan var í samræmi við ríkjandi lýðræðis- hugmyndir í Vestur-Evrópu um alvald lýðkjörins þjóðþings milli kosninga og gerði ekki ráð fyrir sjálfstæðum þjóðhöfðingja. Þorri þjóðarinnar hafnaði þessari til- lögu um alvald Alþingis og ósjálf- stæðan forseta. Tímaritið Helga- fell birti 1943 skoðanakönnun, sem Torfi Ásgeirsson hagfræð- ingur sá um, en hann var fyrsti sérfræðingur landsins í gerð skoð- anakannana. Þar lýstu 70 pró- sent þeirra 581, sem spurðir voru um allt land, fylgi við þá tillögu, að forseti Íslands yrði þjóðkjör- inn, en aðeins 20 prósent vildu, að Alþingi kysi forsetann. Ríkjandi skoðun meðal þjóðarinnar var þá og er enn, að ólýðræðislegt sé og óheilbrigt að hafa allt vald á einni hendi, hendi Alþingis. Með þjóðina að baki sér tókst Sveini Björnssyni ríkisstjóra að sann- færa forustumenn stjórnmála- flokkanna um réttmæti þess, að forsetinn yrði þjóðkjörinn. Landið var í reyndinni stjórnlaust 1942, þar eð stjórnmálaflokkarnir höfðu ekki getað komið sér saman um myndun stjórnar. Ríkisstjórinn taldi sig því ekki eiga annan kost en að skipa utanþingsstjórn, og sat hún frá 1942 til 1944. ... og hafði sitt fram Þjóðin fékk því með þessu móti framgengt, að í stjórnarskránni 1944 væri vörðuð ný leið til lýð- ræðis á þann veg, að þjóðin kysi sér forseta í kosningum, þar sem landið er eitt kjördæmi og atkvæðisréttur er jafn og óháður búsetu. Forsetinn sækir umboð sitt og vald til þjóðarinnar, en hvorki til Alþingis né ríkisstjórn- ar. Alþingi getur samþykkt van- traust á forsetann, en þjóðin ein getur vikið honum frá. Fyrstu þrjár greinar gildandi stjórnar- skrár lýsa forsetaþingræðinu, en í því felst, að forseti og Alþingi fara saman með löggjafarvaldið og forseti og önnur stjórnvöld með framkvæmdarvaldið. Stjórnskip- un Íslands er því forsetaþingræði (e. semi-presidential government), sem er millistig milli þingræðis og forsetaræðis. Allt var þetta með ráðum gert á sínum tíma til að tryggja, að þjóðkjörinn forseti gæti temprað vald Alþingis og rík- isstjórnar, ef á þyrfti að halda. Þannig varð gagnger breyt- ing með lýðveldisstjórnarskránni 1944. Í stað konungsþingræðis að forminu til og þingræðis í reynd kom forsetaþingræði, þar sem Alþingi og ríkisstjórn deildu valdi sínu með þjóðkjörnum forseta. Á þessari breytingu var skilning- ur meðal stjórnmálamanna, þótt annað væri jafnan látið í veðri vaka. Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, sendi ásamt Bjarna Benediktssyni og Jóhanni Hafstein flokksmönnum sínum bréf fyrir forsetakosningarnar 1952 og sagði þar, „að forseta- embættið sé „pólitísk staða“ og á „örlagaríkustu augnablikum“ fari forseti Íslands „með meira vald og getur því ráðið meiru um fram- tíðarheill þjóðarinnar en nokkru sinni hefur verið á eins manns færi að gera, allt frá því land byggðist ....““ (Matthías Johann- essen (1981), Ólafur Thors II, bls. 211-212). Svo sem til var stofnað, hefur forseti Íslands haft umtals- verð áhrif á vettvangi stjórnmál- anna, bæði við stjórnarmyndanir (1958-59 og oftar) og með beitingu málskotsréttar síns samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar 2004 og tvisvar síðan. Temprandi áhrif forsetans Því er þessi saga rifjuð upp hér, að Stjórnlagaráð fjallar nú um verka- skiptingu Alþingis, ríkisstjórnar og forseta Íslands við vinnu sína að tillögum um nýja stjórnarskrá. Ég tel í ljósi sögunnar þörf á að halda í og efla temprandi áhrif forsetans á Alþingi með því að (a) varðveita frumkvæði forsetans að stjórnarmyndunum, (b) veita for- setanum skýra heimild til að skipa utanþingsstjórn við sérstakar aðstæður líkt og Ólafur Jóhannes- son prófessor mælti með 1945, (c) halda í málskotsréttinn og færa hann út með því að láta hann ná einnig til þingmála, sem ná ekki fram að ganga, og (d) fela forset- anum að skipa, helzt að fengnum tillögum lögbundinnar nefndar, dómara og ef til vill einnig for- stjóra fáeinna ríkisstofnana, sem brýnt er, að séu sjálfstæðar gagn- vart Alþingi og ríkisstjórn. Þörfin fyrir valdmörk og mótvægi hefur sjaldan verið ríkari en nú, þar eð ófriður milli stjórnmálaflokka og innan þeirra hefur sjaldan verið meiri en nú eftir hrun. Rösklega tuttugu nýjar stjórnarskrár hafa litið dagsins ljós í Mið- og Austur- Evrópu frá 1990. Flestar þjóð- anna þar hafa kosið forsetaþing- ræði með gagnkvæmu aðhaldi og eftirliti til að halda flokksræði í skefjum. Forsetaþingræði á Íslandi Í DAG Þorvaldur Gylfason prófessor Forsetinn sækir umboð sitt og vald til þjóðarinnar, en hvorki til Alþingis né ríkisstjórnar. AF NETINU Hjólafólk svikið Kúvending virðist hafa orðið á stefnu borgarinnar í uppbyggingu Reykjavíkur sem hjólaborgar, eftir að meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins tók við völdum. Áætlun hans um lagningu 1,6 km af hjólastígum á þessu ári er blaut tuska í andlit þeirra sem hjóla og trúað hafa á uppbyggingu Reykjavíkur sem framúrskarandi hjólaborgar. Fyrir liðlega ári samþykktu allir flokkar í borgarstjórn að árlega skyldi 10 km af hjólastígum bætt við kerfið, næstu 3 árin. http://eyjan.is/goto/gislimar- teinn Gísli Marteinn Baldursson Skammarlegt Það að auglýsingar frá hvalavinum hafi verið teknar niður á Kefla- víkurflugvelli er ekki bara grín. Nei, þetta er atlaga að tjáningar- frelsinu. Framganga stjórnenda flugvallarins í þessu máli er til háborinnar skammar. Auglýsingarnar sem ganga út á að fólk skuli skoða hvali en ekki éta þá eru ljómandi kurteislegar – brjóta ekki gegn neinu velsæmi. Það skiptir engu máli hvort maður er sammála boðskap þeirra eða ekki, hann á fullan rétt á sér. Það er sjálfsögð krafa að þessar auglýsingar verði settar upp aftur. http://silfuregils.eyjan.is Egill Helgason 3 Smárar Smáralind • 578 0851 Útsalan í 3 smárum er hafi nn Opið til 21 í Kringlu og Smáralind 30-50% afsl 3 smárar Smáralind Kringlunni og Laugarvegi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.