Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.06.2011, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 30.06.2011, Qupperneq 25
FIMMTUDAGUR 30. júní 2011 25 Í grein sinni hér í blaðinu 22. júní síðastliðinn fjallar Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar Group, um rannsókn sérstaks saksóknara á tiltekn- um lánveitingum Vátrygginga- félags Íslands. Í greininni setur Lýður jafnframt fram nýja túlk- un á atburðum líðandi stundar sem telja verður kærkomna við- bót við þjóðmálaumræðuna og nauðsynlegt mótvægi við þá póli- tísku rétthugsun sem skotið hefur rótum hér á landi í kjölfar efna- hagshrunsins. Fjöldi grunaðra bendir til að fáir hafi brotið af sér Eins og Lýður bendir réttilega á í grein sinni er engin leið að draga þá ályktun af miklum málafjölda hjá sérstökum saksóknara að framin hafi verið mörg afbrot í tengslum við starfsemi fjármála- fyrirtækja í aðdraganda efna- hagshrunsins. Allt eins má, eins og Lýður vekur athygli okkar á, draga þá ályktun af þessari stað- reynd að sérstakur saksóknari valdi ekki hlutverki sínu. Færir Lýður raunar sannfærandi rök fyrir því að sú sé raunin. Lýður bendir á að svo seint sem í mars síðastliðnum hafi sérstakur sak- sóknari haft hvorki færri né fleiri en 216 einstaklinga grunaða um að hafa viðhaft refsiverða hátt- semi í tengslum við starfsemi fjármálafyrirtækja. Nægir sú staðreynd ein og sér til að sýna fram á þær ógöngur sem sérstak- ur saksóknari hefur komið sér í, enda augljóst að útilokað er með öllu að svo margir hafi brotið af sér í tengslum við starfsemi fjár- málafyrirtækja á undanförnum árum. Fullyrða má að það geti ekki verið nema einn eða tveir og í öllu falli ekki fleiri en fimm sem gerst hafi sekir um slík afbrot á und- anförnum árum. Sýnir sú stað- reynd ljóslega að hvílíkum farsa starfsemi sérstaks saksóknara er orðin. Fyrirmyndarríkið Grikkland Í grein sinni vekur Lýður athygli okkar á því að svokallað uppgjör hér á landi við efnahagshrun- ið 2008 sé án fordæma og nefn- ir dæmi um önnur ríki sem við mættum fremur taka okkur til fyrirmyndar í þessum efnum. Nefnir Lýður þannig meðal ann- ars að Bandaríkjamenn hafi borið gæfu til þess að láta sem ekkert hafi í skorist við hrun fjármála- kerfisins þar í landi í stað þess að leita logandi ljósi að einhverjum til að skella skuldinni á. Er skýr- ingin á því, eins og Lýður bendir réttilega á í grein sinni, allra síst sú að yfirvöld í Bandaríkjunum valdi ekki hlutverki sínu heldur hin að þau gera sér grein fyrir því, ólíkt íslenskum yfirvöldum, að ólíklegt sé að refsiverð hátt- semi starfsmanna og eigenda fjármálafyrirtækja hafi átt nokk- urn þátt í því að valda hruni fjár- málakerfisins. Er enda langal- gengast, þegar um slík hrun er að ræða, að þau eigi fyrst og fremst rætur að rekja til einskærrar óheppni. Annað dæmi um land sem við Íslendingar mættum taka okkur til fyrirmyndar er Grikkland, eins og réttilega er bent á í grein Lýðs. Lýður bendir á að ólíkt Íslendingum hafi Grikkir ekki fallið í þá gryfju að draga leið- toga úr atvinnu- og stjórnmálalífi sínu fyrir dóm. Er hægur vandi að ímynda sér þær ógöngur sem gríska þjóðin hefði komið sér í hefði hún fallið í þessa gryfju. Stjórnmálamenn bera ekki ábyrgð Í grein sinni vekur Lýður athygli á þeirri nöturlegu staðreynd að Íslendingar hafi einir meðal þjóða ákveðið að ákæra stjórnmálamann vegna hruns fjármálakerfisins. Eins og Lýður bendir réttilega á er ákæra á hendur fyrrverandi for- sætisráðherra augljóslega pólitísk enda fráleitt að ætla að forsætis- ráðherra geti borið nokkra ábyrgð á því að fjármálakerfi landsins hrynji. Verður að telja slíka hugmynd álíka fjarstæðukennda og þá að refsiverð háttsemi starfsmanna og eigenda fjármálafyrirtækja geti átt þátt í hruni fjármálakerfa. Eru slíkar hugmyndir ekki til marks um annað en það andrúms- loft ofsókna sem ríkt hefur hér á landi í kjölfar efnahagshrunsins. Enginn ber ábyrgð Eins og Lýður bendir á í grein sinni hefur sá misskilningur skotið rótum í íslensku samfélagi í kjöl- far efnahagshrunsins að hrunið megi að einhverju leyti rekja til háttsemi sem einstaklingar kunni að bera refsiábyrgð á. Þessi hug- mynd er öldungis fráleit. Eins og Lýður bendir á hefur enginn verið sóttur til saka í siðmenntuðu landi vegna hruns fjármálakerfis enda útilokað að lögbrot einstaklinga geti átt þátt í slíku hruni. Á þessu þurfum við Íslendingar að átta okkur. Það er tímabært að látið sé af þeim ofsóknum sem ráðið hafa ríkjum á Íslandi að undanförnu og rifjuð séu upp þau gömlu sannindi að þegar ófarir eru annars vegar kemur iðulega í ljós – þegar upp er staðið – að enginn ber neina ábyrgð á nokkrum hlut. Ofsóknir í kjölfar hrunsins Fjármál Flóki Ásgeirsson háskólanemi Jón Trausti Sigurðarson háskólanemi Aðild að ESB; landbún- aður og byggðamál Landbúnaðarmál og byggða-mál eru meðal málaflokka sem standa út af í núverandi EES-samstarfi og landbúnaður er mögulega ásteytingarsteinn í tengslum við hugsanlega aðild að ESB. Eftir að samningar nást á milli Íslands og ESB er kosið um aðild. Sé hún samþykkt sitja Íslendingar uppi með þá samn- inga sem gerðir eru, afar erfitt er að breyta eftir á. Þetta á m.a. við um landbúnað og byggðamál. Samningar þurfa að byggja á víðtækri faglegri vinnu þar sem kostir og möguleikar eru skoðaðir til að móta samnings- markmið. Sú vinna hefur ekki farið fram, en það er afar mikil- vægt að svo verði, því annars er hætta á að íbúar í dreifbýli sitji uppi með mun verri samning en ella. Rétt er að hafa í huga að stuðningur við landbúnað og dreifbýli á Íslandi er í mjög þröngum farvegi þar sem tvær búgreinar njóta gríðarlega mik- ils stuðnings (>16 milljarðar á ári, tollavernd meðtalin). Engin áþreifanleg stefnumótun hefur átt sér stað um þennan stuðning né hefur verið kannað hverju hann skilar. Ekki hefur verið rannsakað hvaða aðrir kost- ir koma til greina til þess að tryggja og bæta búsetuskilyrði í hinum dreifðu byggðum lands- ins. Sendinefnd ESB (Scoping Mission) komst að þeirri niður- stöðu að engin dreifbýlisstefna hefði verið mótuð fyrir landið. Það er stefna ESB að færa styrki frá stuðningi við fram- leiðslu til stuðnings við fjöl- breytt atvinnulíf og mannlíf í dreifbýli. Fábreytt framleiðsla skapar ekki það fjölbreytta samfélag sem þarf til að við- halda byggð til lengri tíma. Þá verður það æ vafasamara út frá jafnræðissjónarmiðum að greiða styrki til einnar grein- ar en lítið eða ekki til annarrar greinar. En þróun sem þessi er flókin og krefst víðtækrar faglegrar vinnu; rannsókna á mörgum fræðasviðum. Landbúnaðar- stefna ESB (Common Agri- cultural Policy; CAP) byggir á tveimur stoðum: framleiðslu- stoð (Pillar 1) og dreifbýlisstoð (Pillar 2). Margs kyns stuðning- ur kemur til álita samkvæmt 2. stoðinni: umhverfismál, mennt- un og menning, ferðaþjónusta o.fl. sem hentar hverju svæði eða þjóðríki. Þessi þáttur verð- ur æ fyrirferðameiri á meðan leynt og ljóst er verið að draga úr beinum framleiðslustuðningi, m.a. í takt við alþjóðlega þróun í heimsviðskiptum og til að draga úr misræmi og hlutdrægni. Það er mikilvægt að afstaða til aðildar að ESB sé tekin á grunni þekkingar á kostum og göllum aðildarinnar, og ekki síður á þeim möguleikum sem aðild kynni að skapa, t.d. á sviði uppbyggingar í dreifbýli lands- ins. Sérstaða landsins er mikil og möguleikar eru fyrir hendi að þróa samningsmarkmið sem gætu haft mjög hagfelld áhrif á þróun dreifbýlis á Íslandi. Slík vinna þarf í raun að fara fram án tillits til aðildar að ESB með hagsmuni dreifbýlis á Íslandi að leiðarljósi. Er ekki rétt að fara að byrja? ESB-aðild Ólafur Arnalds prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.