Fréttablaðið - 30.06.2011, Side 26
26 30. júní 2011 FIMMTUDAGUR
Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin(n) stór?“ er
algeng spurning sem fullorðn-
ir spyrja börnin sín að. Og yfir-
leitt hafa börn svar á reiðum
höndum: „Flugmaður“, „lögga“,
„kennari“. Svo byrja unglings-
árin og allt breytist. Stundum
tekur langan tíma að átta sig
á því hvað maður vill gera en
aðrir eru nokkuð vissir í sinni
sök. Fara í háskóla eða iðnnám
og afla sér þeirrar menntun-
ar sem þeir kjósa. Ég er einn
af þessum sem ætluðu aldrei
að finna „sína hillu“ í lífinu
en fann hana svo fyrir rest og
hafði þá mikla unun af náminu.
En hvað ef umsókn minni
um skólavist hefði verið hafn-
að? Það hefði vissulega verið
mér áfall. Yfirleitt synja skólar
nemendum um skólavist vegna
mikillar aðsóknar og ef undan-
faraskilyrðum er ekki fullnægt.
Sem betur fer gerðist það ekki
í mínu tilfelli. En þegar ég tók
við viðurkenningu úr hendi
rektors Háskólans í Reykjavík
fyrir nokkrum árum var mér
sterklega hugsað til þrjú hundr-
uð þúsund íranskra trúsystk-
ina minna sem er meinað um
skólavist í háskólum í Íran ein-
faldlega vegna þess að þau eru
bahá’íar. Það er gert í samræmi
við leynilega stefnu stjórnvalda
sem uppgötvaðist árið 1993. Þá
var birt leyniskjal frá árinu
1991 frá Æðsta ráði menningar-
byltingarinnar og staðfest af
æðstaklerki landsins þar sem
kemur fram sú stefna gagnvart
bahá’íum í landinu að framfar-
ir og þróun þeirra skuli stöðv-
uð. Undir titlinum „Mennt-
unar- og menningarleg staða“
kemur fram að bahá’íar skuli
„reknir úr háskólum, annað
hvort í innritunarferlinu eða á
meðan á námi þeirra stendur
um leið og uppgötvast að þeir
eru bahá’íar“.
Samkvæmt Alþjóðasamningi
um borgaraleg og stjórnmálaleg
réttindi sem Íran hefur staðfest
segir: „Allir menn skulu frjálsir
hugsana sinna, sannfæringar og
trúar.“ Í Alþjóðasamningi um
efnahagsleg, félagsleg og menn-
ingarleg réttindi segir einnig
að „æðri menntun [skuli] gerð
öllum jafn aðgengileg á grund-
velli hæfni“. Íran hefur einnig
staðfest þennan samning. Þann-
ig leikur Íran í raun tveimur
skjöldum gagnvart alþjóðasam-
félaginu, segir eitt en gerir eitt-
hvað allt annað.
En bahá’íar í Íran dóu ekki
ráðalausir þegar írönsk stjórn-
völd meinuðu bahá’íum að afla
sér æðri menntunar í háskólum
landsins. Bahá’í trúin leggur
mikla áherslu á öflun mennt-
unar og þekkingar, lítur svo á
að maðurinn sé „náma auðug af
ómetanlegum gimsteinum“ sem
aðeins menntun getur afhjúpað.
Bahá’u’lláh, stofnandi bahá’í
trúarinnar, segir í ritum sínum:
„Hverjum og einum yðar er gert
að skyldu, að stunda einhvers-
konar atvinnu, svo sem iðnir,
verslun og þessháttar. Vér
höfum náðarsamlega upphafið
störf yðar í slíkri atvinnu á svið
tilbeiðslu til Guðs, hins sanna.“
Fljótlega eftir íslömsku bylt-
inguna í Íran kom í ljós að
stjórnvöld ætluðu að meina
bahá’íum aðgang að háskól-
um landsins til frambúðar.
Bahá’íar brugðust þar af leið-
andi við því í ljósi áherslunnar
sem trú þeirra leggur á mennt-
un með því að koma á fót kerfi
þar sem bahá’í ungmenni gætu
fengið æðri menntun. Upphaf-
lega fór kennslan fram bréf-
lega. Síðar voru skipulagðar
kennslustundir í heimahúsum
og á öðrum stöðum um allt land.
Á seinni árum var bætt við fjar-
námi á netinu sem bahá’íar víða
að komu að. Þar á meðal kenndu
tengdaforeldrar mínir írönsk-
um bahá’í ungmennum ensku í
gegnum netið, en þau eru búsett
í Finnlandi. Í lok níunda áratug-
arins varð framtakið þekkt sem
„Bahá’í stofnun um æðri mennt-
un“ (Bahá’í Institute for Higher
Education).
Nú er svo komið að stofn-
unin býður upp á kennslu í 17
námsgreinum í þremur deild-
um á sviði raunvísinda, félags-
fræði og í hugvísindum. Einn-
ig býður hún upp á tveggja
ára nám í styttra starfsnámi.
Um 1.000 bahá’íar sækja um
nám við stofnunina á hverju
ári og 200-300 manns koma að
kennslu, stjórnun og fjármálum
hennar. Leiðandi háskólar í Evr-
ópu, Norður-Ameríku, Ástralíu
og á Indlandi hafa borið vitni
akademískri dýpt og þekkingu
útskriftarnemanna og í ljósi
sérstakra aðstæðna þeirra hafa
þeir boðið útskriftarnemum að
leggja stund á framhaldsnám
hjá sér. Meirihluti þessara stúd-
enta hefur snúið aftur til Íran
þegar þeir hafa lokið framhalds-
námi við erlenda háskóla og boð-
ist til að kenna við stofnunina
sem sjálfboðaliðar og þannig
gert henni kleift að viðhalda
háum akademískum staðli.
Hinn 21. maí síðastliðinn
sýndi Íransstjórn sitt nýjasta
útspil er hún handtók 16 bahá’ía
víðs vegar um landið sem höfðu
komið að starfi menntastofnun-
arinnar. Einnig var gerð hús-
leit á 30 stöðum. Stjórnvöld hafa
reglulega beitt slíkum aðgerð-
um gegn menntastofnuninni í
viðleitni sinni til að þurrka út
bahá’í samfélagið sem lífvæn-
lega heild innan landsins og
kæfa það efnahagslega. Árið
1998 var t.d. gerð húsleit á 500
heimilum og lagt hald á gögn
og tölvur tengdar stofnuninni.
Svipaðar aðfarir voru gerð-
ar eftir það, en þar bar hæst
aðgerðir árin 2001 og 2003.
Bahá’íum og öðrum sem eiga
undir högg að sækja í Íran væri
styrkur í því ef háskólar hér á
landi risu upp til að mótmæla
aðgerðum stjórnvalda í Íran
og lýstu yfir stuðningi við rétt-
mætar kröfur bahá’ía um að
fá aðgang að háskólum lands-
ins til jafns við samlanda sína.
Innan skamms munu þeir sem
vilja mótmæla þessum aðgerð-
um stjórnvalda í Íran geta nálg-
ast sérprentuð póstkort á skrif-
stofu Bahá’í samfélagsins til að
senda ráðherra menntamála í
Íran þar sem þessu óréttlæti er
mótmælt.
Nánar má lesa um aðför að
menntun bahá’ía á vefnum
http://denial.bahai.org
Samkvæmt
Alþjóðasamningi
um borgaraleg og stjórn-
málaleg réttindi sem
Íran hefur staðfest segir:
„Allir menn skulu frjálsir
hugsana sinna, sann-
færingar og trúar.
Fyrir skemmstu tókst loks að handsama og færa fyrir stríð-
glæpastólinn í Haag, Ratko Mladic,
sem stjórnaði voðaverkum Serba á
hinu friðlýsta svæði Srebrenica
í Bosníu árið 1995. Evrópuþjóð-
ir höfðu verið aðgerðalausar við
fjöldamorð á múslimum en seint
og um síðir hefst uppgjör vegna
hryllilegra þjóðernislegra „hreins-
ana“. Allt þetta lá þó ljóst fyrir í
mikilli fjölmiðlun um Bosníustríð-
ið á sínum tíma. Þá var hins vegar
engu líkara en að í almennings-
álitinu væri þessi endurvakta villi-
mennska í Evrópu virt að vettugi;
helfararfortíðin væri nóg.
Bosnía Hersegovína er forn
vegamót tveggja menningarheima,
þess rómverska og hins bysant-
ínska, og er sögusvið skáldverksins
Brúin yfir Drina eftir Nóbelsverð-
launahafann Ivo Andric. Þá bók
las ég fyrir löngu til fróðleiks um
friðsamleg og fjandsamleg sam-
skipti þjóðarbrotanna, sem lengst
af höfðu lotið Tyrkjum, síðar Aust-
urríkismönnum þar til konung-
dæmi var stofnað eftir fyrri heims-
styrjöldina. Eftir þá síðari verður
Bosnía Hersegovína eitt af ríkjum
alþýðulýðveldisins Júgóslavíu sem
Títo veitti forystu. Ég átti þess kost
að kynnast landinu nokkuð á aðal-
fundi UNESCO sem haldinn var í
Belgrad árið 1980. Þá var það mál
manna að Júgóslavía myndi ekki
liðast í sundur. Í valdatíð Títos
hefði sundurlyndum þegnum lærst
að lifa saman í sátt og samlyndi.
Þetta var reyndar alrangt.
Þegar Bosnía Hersegovína
lýsti yfir sjálfstæði 1992 fylgdi í
kjölfarið blóðugt stríð við Serb-
íu og Bosníu-Serba, sem neituðu
að viðurkenna sjálfstæðið. Árin
1992-1993 var framið í Bosníu og
Hersegóvínu mesta þjóðarmorð
í Evrópu síðan 1945. Serbneskar
hersveitir myrtu þúsundir Bos-
níumanna og Króata um alla Bos-
níu og Hersegóvínu. Í lok stríðsins
höfðu yfir 200 þúsund manns verið
myrtir og meira en tvær milljón-
ir þurft að flýja heimili sín, þar
af um ein milljón úr landi. Með
Dayton–samningnum árið 1995
tókst að binda enda á blóðbaðið. Í
stjórnarskrá landsins var því skipt
í tvö ríkjasambönd, á milli Bosníu-
manna og Bosníu-Króata annars
vegar, og Bosníu-Serba hins vegar.
Engum blöðum er um það að
fletta að stærri þjóðir Evrópu gerð-
ust sekar um þau sorglegu mistök
að lýsa því ekki strax yfir, að til
hernaðaríhlutunar þeirra kæmi
umsvifalaust ef árásir hæfust í
Bosníu af hálfu eins eða annars.
Það ráð hefði hugsanlega nægt, ef
í tíma hefði verið tekið, í stað þess
að bjóða fram mannúðaraðstoð
sem var í sjálfu sér nauðsynleg en
líka máttlaus án pólitískra mark-
miða. Í þeim efnum víkur sögunni
að Evrópusambandinu. Stefna þess
hefur verið að ná til ríkja á Balk-
anskaga í þeim augljósa tilgangi
að þar komist á stöðugleiki lýð-
ræðislegra þjóðfélaga. Þau póli-
tísku markmið hafa öll ríkin sem
fyrrum mynduðu Júgóslavíu sett
sér og Slóvenía hefur þegar gerst
aðili að ESB. Serbía sótti um aðild
í desember 2009 og stefnir að aðild
2014. Staða mannréttindamála í
Serbíu var þrándur í götu og ekki
ásættanleg fyrr en Mladic væri
fangaður og fluttur til Haag. Nú
þegar það mál er leyst er ætlun
Serba að óska þess að þeir séu við-
urkenndir sem fullgildur umsókn-
araðili að Evrópusambandinu.
Með Rómarsamningnum tókust
órjúfandi sættir erfðafjendanna
Frakka og Þjóðverja, sem höfðu
átt meginþátt í Evrópustyrjöldum.
Íslendingar höfðu aðild að NATO
og samstarf við Bandaríkin sér
til varnar. Utan þeirrar samvinnu
skipti Ísland það miklu máli að
tengjast evrópskri viðskiptasam-
vinnu í EFTA og EES með sínum
sérákvæðum. Þetta hefði reyndar
nægt ef NATO kalda stríðsins hefði
lifað áfram, Bandaríkjamenn setið
sem fastast í Keflavík og efna-
hagssamvinnan í ESB staðnað við
frjálsan innri markað ríkjanna í
gömlu Vestur-Evrópu.
En framvinda Evrópumála hélt
áfram. Eftir fall Berlínarmúrsins
og sameiningu Þýskalands reyndi á
hinn gamla kjarna samstarfsins að
tryggja frjálsan innri markað og
myntbandalag Maastricht-sáttmál-
ans, en efna jafnframt til stækk-
ana ESB til austurs og suðurs og
þar með nálgun við hinn róstusama
Balkanskaga. Lög og réttur, ásamt
festu stofnana ríkjasamstarfsins,
mun vafalaust tryggja friðsamlega
sambúð þjóða Balkanskaga, verði
þær aðilar að Evrópusambandinu.
Það er okkur Íslendingum rétt eins
og öðrum Evrópuþjóðum verðugt
takmark.
Megi nú menn láta af fjarstæðu-
kenndum áróðri gegn ESB. Raun-
verulegir samningar um aðild
okkar eru rétt að hefjast að lok-
inni tæknilegri rýnivinnu. Evr-
ópusambandið er ekki stofnað til
höfuðs þátttakendum og hagsmun-
um þeirra. Þvert á móti. Þátttak-
an í sameiginlegum innri mark-
aði í tryggu lagalegu umhverfi
hefur verið Íslandi mikill ávinn-
ingur. Sjálfstæð mynt smáríkisins
fær ekki staðist og þar blasir við
möguleg þátttaka í Myntbandalagi
Evrópu. En fyrst og fremst þarf að
ljúka samningunum um aðild og
leggja árangurinn fyrir þjóðina.
Það gæti orðið á svipuðum tíma
og í Serbíu. Þrátt fyrir blóðugan
skugga Srebrenica eiga komandi
kynslóðir Serba vonandi framund-
an betri framtíð, rétt eins og þá
sem stofnaðilum ESB gafst þrátt
fyrir voðaverk þeirra í þá nýaf-
staðinni styrjöld. Og nú er hjárænn
hljómur í því að tala um vinaþjóð-
irnar Frakka og Þjóðverja sem
gamla erfðafjendur.
Srebrenica og eftirmál Aðför að menntun
bahá’ía í ÍranUtanríkismál
Einar Benediktsson
fyrrverandi sendiherra
Trúmál
Róbert Badí
Baldursson
kerfisfræðingur
Engum blöðum er um það að fletta að
stærri þjóðir Evrópu gerðust sekar um þau
sorglegu mistök að lýsa því ekki strax yfir,
að til hernaðaríhlutunar þeirra kæmi umsvifalaust ef
árásir hæfust í Bosníu af hálfu eins eða annars.
|
|
AFMÆLISTILB
OÐ
TAKMARKAÐ MAGN
Ferðabox
ÞÚ SPARAR
10.000
14.000
14.000
10.000
12.000