Fréttablaðið - 30.06.2011, Page 30
30 30. júní 2011 FIMMTUDAGUR
Ég er daglega í samskiptum við hælisleitendur á Íslandi. Ég er
ekki sérfræðingur í málum þeirra
en hef engu að síður lært margt á
þessum samskiptum. Bein sam-
skipti við fólk eru oft besta kennsl-
an. Nú hef ég áhyggjur af þróun
hælismála á Norðurlöndum. Það
er um regluna „Non-refoulement“,
sem bannar að senda hælisleit-
anda til baka til heimalands síns
þar sem viðkomandi óttast að vera
þar í lífshættu eða sæta ofsóknum.
Að sögn hælisleitenda sem ég
hitti sjálfur og hlustaði nýlega á
á Íslandi voru þrír einstakling-
ar af 7-8 manns sem höfðu verið
sendir heim frá Norðurlöndun-
um þar sem þeir sóttu fyrst um
hæli. Hefur einhver áhuga á að
vita hvað beið þeirra í heimalönd-
unum? „Lögregluþjónar biðu eftir
mér á flugvellinum og ég var sett-
ur beint í fangelsi,“ sagði hver og
einn þeirra, en dvalartími þeirra
þar var misjafn. Einn var tvö ár í
fangelsi. Hælisleitendurnir segj-
ast hafa borið vitni um hvernig
„heimsending“ þeirra myndi enda.
„Non-refoulement“ er grund-
vallarregla sem 33. gr. samnings
um réttarstöðu flóttamanna hjá SÞ
frá 1951 kveður á um. Auðvitað er
þetta ákvæði mjög mikilvægt og
margs konar atriði/kerfi í kringum
flóttamannamál byggjast á þessari
grunnreglu. Ef þessi grunnregla
er álitin veigalítil í hælisumsókn-
um einstaklinga skekur það heild-
arkerfið og réttarstaða hælisleit-
enda fer aftur um sextíu ár. Þetta
er því alvarlegt mál.
Þetta snertir jafnframt annað
alvarlegt mál sem ég hef áhyggj-
ur af. Eins og við vitum er Evr-
ópusambandið með Dublinar-
reglu og Noregur og Ísland eru
aðilar að henni með sérsamningi.
Í reglunni er kveðið á um að fyrsta
landið þar sem manneskja sækir
um hæli skal bera ábyrgð á því
máli og leiða það til lykta. Ef ein-
staklingur sækir um hæli í nýju
landi á meðan fyrsta umsókn hans
er enn í meðferð í ríkinu þar sem
hælisleitandi leitaði fyrst skjóls á
það land sem fær aðra umsókn að
senda viðkomandi aftur til fyrsta
lands.
En forsenda þess kerfis er að
hvert og eitt land kanni hælisum-
sókn vel og sinni henni almenni-
lega. Ef fyrsta land, sem á að bera
ábyrgð á ákveðinni hælisumsókn,
sýnir málinu kæruleysi eða brýt-
ur reglurnar stenst Dublinarregl-
an ekki.
Ef nokkur lönd sinna hælisleit-
endamálum ekki nægilega vel
og senda umsækjanda til baka
til heimalands síns þrátt fyrir að
hann þurfi raunverulega að ótt-
ast ofsóknir og jafnvel um líf sitt
er slík ákvörðun brot á grundvall-
arreglum „Non-refoulement“. En
það sem er jafn slæmt er að þetta
útilokar möguleika á „annarri
umsókn“ fyrir viðkomandi hælis-
leitanda. Synjun sem hælisleitandi
fær einu sinni fylgir honum alla
tíð og þótt honum takist að flýja
heimaland sitt aftur og sæki um
hæli í öðru landi verður hann sjálf-
krafa sendur til baka, aðeins vegna
hirðulausrar ákvörðunar sem hann
fékk í fyrstu tilraun. Það er starfs-
regla, t.d. í Kanada, að skoða sögu
hælisleitanda og hvort viðkomandi
hafi fengið synjun í einhverju landi
í Vestur-Evrópu áður. Ef svo reyn-
ist er umsókn hafnað án þess að
fara í málsmeðferð.
Mig langar að ítreka tvennt að
lokum. Í fyrsta lagi eiga slík brot
(eða mjög grunsamleg aðgerð um
brot) sér stað núna í löndum eins
og Danmörku, Svíþjóð og Noregi.
Þetta eru ekki vanþróaðar þjóðir í
mannréttindamálum, heldur þjóð-
ir sem hafa lagt mikið á vogarskál-
arnar í þeim efnum. Við verðum að
vera vakandi svo að þróunin verði
ekki of neikvæð í framtíðinni, en til
þess megum við ekki lengur horfa
á Noreg eða Svíþjóð með okkar
„jákvæðu“ fordómum eins og þau
brjóti aldrei alþjóðlega samninga í
mannréttindamálum.
Í öðru lagi dvelja hælisleitendur í
ofangreindum aðstæðum – fólk sem
hefur reynslu af því að hafa verið
sent aftur til heimalands og fólk
sem óttast endursendingu til heima-
lands frá Noregi – núna á Íslandi.
Hvernig bregst íslenska yfirvaldið
við í slíkum tilfellum? Mér skilst að
það sé ekki auðvelt að finna lausn
á þessum málum en samt óska ég
þess að réttlætið verði efst í for-
gangsröðinni á meðal hlutaðeig-
andi.
Uggvænleg þróun hælis-
mála á Norðurlöndum
Fyrir ekki svo mörgum árum var lítill sem enginn stuðning-
ur fyrir fatlaða og þroskahamlaða á
vinnumarkaðinum. Oft voru notuð
orð sem okkur finnst niðrandi um
þennan hóp eins og t.d. fávitar.
Það litla sem var í boði var helst
verndaðir vinnustaðir og hæfing-
arstöðvar og örfáir vel meinandi
atvinnurekendur sem voru til í
að ráða fólk með þroskahömlun í
vinnu. Þá voru líka stofnanir eins
og Kópavogshæli, þar sem fólk með
þroskahömlun var í sólarhrings-
vistun. En í dag er vinnumarkað-
urinn meira opinn fyrir fatlaða og
fólk með þroskahömlun.
Stofnun Átaks
Átak, félag fólks með þroskahöml-
un, var stofnað árið 1993 til þess að
berjast fyrir hagsmunamálum þess
fólks. Hlutverk félagsins er:
• Að gæta að hagsmunamálum
félagsmanna sinna.
• Að tryggja réttindi fólks með
þroskahömlun.
• Að tryggja lífsgæði fólks með
þroskahömlun.
• Að minnka fordóma í garð fólks
með þroskahömlun.
• Að fólk með þroskahömlun geti
talað fyrir sig sjálft.
• Að fólk með þroskahömlun vinni
meira að réttindamálum sínum
sjálft
Fyrsti fundur félagsins var um
atvinnumál. Á þann fund kom fólk
frá verkalýðsfélögum til að ræða
um rétt fólks sem starfaði á vernd-
uðum vinnustöðum til inngöngu í
stéttarfélög, veikindaréttindi, rétt
til að leigja sumarhús og fleira.
Í stefnuskrá Átaks stendur m.a.:
• Átak vill að atvinna með stuðn-
ingi (AMS) verði efld.
• Allir sem vilja fái vinnu á almenn-
um vinnumarkaði, með eða án
stuðnings.
• Allir hafi sama rétt í verkalýðs-
félögum og lífeyrissjóðum.
Síðan félagið var stofnað árið
1993 hafa margir verndaðir vinnu-
staðir gert samkomulag við stétt-
arfélög vegna starfsmanna sinna.
Atvinna með stuðningi – AMS
Á árunum 1997-1999 var stofnað-
ur áhugamannahópur atvinnu með
stuðningi (AMS). Atvinnuleitin
samkvæmt AMS getur tekið tölu-
verðan tíma, sérstaklega þar sem
oftast er verið að leita að einhverju
ákveðnu starfi fyrir ákveðinn ein-
stakling. Eftir að starfið er fundið
þarf síðan að kynnast vinnustaðn-
um og skipuleggja starfið eftir getu
einstaklingsins.
Eitt af því mikilvægasta í AMS
er eftirfylgdin eftir að búið er að
ráða í starfið. Eftirfylgdin er oft
mikil í upphafi og minnkar síðan
eftir því hve fljótt einstaklingurinn
lærir starfið. Ég hef sjálf þurft að
nota þessa þjónustu en hef líka sótt
um vinnu sjálf. Ég vann hjá Nóa/
Síríus í fjórtán ár og líkaði það frá-
bærlega. Ég fór síðan að vinna hjá
Póstinum og vann einnig í Öskju-
hlíðarskóla sem stuðningsfulltrúi
í lengdri viðveru. Þar var ég mjög
ánægð. Það voru mikil vonbrigði
að þegar ÍTR tók við gæslunni í
lengdu viðverunni var mér einni
sagt upp.
Í 27. grein samnings Sameinuðu
þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
er fjallað um atvinnumál. Þar
kemur fram að almennur vinnu-
markaður skal vera aðgengilegur
fötluðu fólki. Til þess að það geti
orðið þarf viðeigandi hagræðingu,
meðal annars þarf að tryggja:
• Bann við mismunun vegna fötl-
unar.
• Jöfn tækifæri og sömu laun fyrir
sömu vinnu.
• Vernd gegn áreitni.
• Vernd stéttarfélaga.
• Starfshæfingu á vinnustöðum.
• Sömu tækifæri til starfsframa.
• Vinnu hjá ríki og sveitarfélögum.
• Stefnumótun og aðgerðir sem
tryggja allt þetta.
Framtíðin:
Ég er bjartsýn á framtíðina. Ég
held að samningur Sameinuðu
þjóðanna geti breytt miklu ef allir
fara eftir honum og vona að allir
fatlaðir og fólk með þroskahömlun
geti fengið vinnu með eða án stuðn-
ings, hafi eitthvert val um hvar
þau vinna og meiri fjölbreytileika
í atvinnutækifærum. En við verð-
um sjálf að standa vörð um réttindi
okkar með hjálp góðs fagfólks sem
við virðum mikils.
Atvinnumál fatlaðra
Það er orðið æ ljósara að menn gera ekki myndir á Íslandi
nema með styrk.“
Þetta var haft eftir mér í
Fréttablaðinu í gær í tilefni
afmælis míns. Fyrstu viðbrögð
mín urðu: Hef ég þá ekki sagt
neitt gáfulegra í allan þennan
tíma? Er þetta dýrasta spekin
sem hægt er að hafa eftir mér? Í
gær vitnaði Fréttablaðið í Rouss-
eau. Hans orð voru ólíkt meitl-
aðri.
Ekki man ég hvar eða hvenær
ég lét þetta út úr mér, enda skipt-
ir það ekki máli. Það gæti verið á
miðjum níunda áratugnum, en þá
var ég vissulega afar þakklátur
fyrir þau tækifæri sem mér höfðu
fallið í skaut og þann fjárhagslega
stuðning sem kvikmyndagerðin
fékk – frá þjóðinni. Ég er það í
rauninni ennþá, með ákveðnum
fyrirvara þó: fjármögnun kvik-
mynda hefur þróast á þann veg að
greinin er langt frá því að vera
einhver þurfalingur eða ómagi
á þjóðinni. Það hefur reynst erf-
itt að sannfæra stjórnmálafólk
um þessa staðreynd en satt er
það engu að síður: það er þjóð-
hagslega hagkvæmt að styrkja
íslenskar kvikmyndir.
Úrtölumenn hafa gjarnan sagt:
Nú, úr því þetta stendur undir sér,
þarf þá að veita í það opinberu fé?
Enn einu sinni skal það útskýrt,
að opinbera framlagið er lykillinn
að frekari fjármögnun. Án þess
verður ekki sótt í fjölþjóðlega
sjóði. Án þess verður engin kvik-
myndaleg útrás. Sem hefur skilað
okkur milljónahundruðum á und-
anförnum árum, fyrir nú utan þá
jákvæðu kynningu sem land og
þjóð fær alveg ókeypis í kjölfar-
ið. „Íslenskar kvikmyndir eru hin
óbeina auglýsing sem gagnast
betur en bein sölumennska,“ eins
og ég orðaði það einhvern tíma.
Ég á fleiri svona fínar setning-
ar: „Erfitt er að finna þá listgrein
sem leggur jafnmikið til þjóðar-
búsins og kvikmyndagerðin.“
Eða: „Íslenskar kvikmyndir eru
hið raunverulega þjóðarleikhús.“
Þannig hefði blaðamaðurinn
sem valdi ummælin gjarnan mátt
kafa dýpra og skoða seinni tíma
spakmæli eftir mig.
Ummæli á afmæli
Hælisleitendur
Toshiki Toma
prestur innflytjenda
Menning
Ágúst
Guðmundsson
leikstjóri
Réttindi fatlaðra
Ína Valsdóttir
sendiherra samnings
Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðs fólks
Eftir að starfið er
fundið þarf síðan
að kynnast vinnustaðn-
um og skipuleggja starfið
eftir getu einstaklingsins.
Í þáttunum Sumarmótin á Stöð 2 Sport er fjallað um fjörugustu fótboltamót sumarsins,
þar sem stjörnur framtíðarinnar sýna snilli sína. Misstu ekki af þessum skemmtilegu
þáttum sem fanga hina einstöku stemmingu hjá krökkunum í máli og myndum.
AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR.VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000