Fréttablaðið - 30.06.2011, Síða 38
2 •
POPP er fylgirit Fréttablaðsins. POPP kemur
út einu sinni í mánuði.
Ritstjóri: Atli Fannar Bjarkason
atlifannar@frettabladid.is
Útlitshönnun: Arnór Bogason
Sölustjóri auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson
benediktj@365.is • sími 512 5411
Útgefandi: 365 hf.
Strákarnir í hljómsveitinni
Agent Fresco ferðast
nú um Evrópu. Þeir
hafa komið víða við og
krefjast þess að komast
í sturtu eftir hverja tón-
leika, sem gerir lyktina í
rútunni bærilegri.
„Maður er alltaf pínu hellaður
þegar maður er búinn að sofa í
bílnum,“ segir Arnór Dan Arnar-
son, söngvari Agent Fresco.
Agent Fresco er á tónleika-
ferðalagi um Evrópu og Popp
náði í Arnór rétt áður en hljóm-
sveitin tróð upp á Hróarskeldu-
hátíðinni í Danmörku. Þar byrjuðu
upprennandi hljómsveitir að troða
upp í byrjun vikunnar, en hátíðin
hefst með formlegum hætti í dag.
Agent Fresco fór út um miðjan
júní og hefur þegar komið fram
í Þýskalandi, Sviss, Tékklandi,
Slóvakíu, Póllandi, Austurríki, Hol-
landi og Danmörku.
„Þetta er búið að vera brjálað
stuð og sjúklega skrautlegt,“
segir Arnór. „Þetta er fyrsti túrinn
þannig að við vissum að við
yrðum að vera tilbúnir að spila
fyrir hvern sem er, hvar sem er.
Við erum búnir að spila á stórum
stöðum og allt niður í venjulega
bari eins og í Reykjavík.“
Arnór segir viðtökurnar hafa
verið mjög góðar og að margir
Evrópubúar hafi augljóslega
kynnt sér hljómsveitina áður
en þeir mættu á tónleika. „Það
jákvæða er að það er sama hversu
margir mæta, fólk syngur alltaf
eitthvað með í lögunum þannig
að fólk hefur greinilega hlustað á
okkur áður en við mættum. Það er
besta tilfinningin, þegar fólk er að
syngja með í löndum þar sem þeir
kunna ekki að tala ensku,“ segir
Arnór í léttum dúr.
Agent Fresco ferðast um í
níu manna langferðabíl ásamt
hljóðmanni og fararstjóra. „Þetta
er búið að vera sjúklega mikið
ferðalag. Við keyrum stundum í
tíu klukkutíma í senn,“ segir hann.
En hvernig er lyktin?
„Lyktin er sjúklega hressandi.
Hluti af kröfunum okkar á tón-
leikastöðunum eru sturtur, þannig
að við höfum verið duglegir við
að þrífa okkur. Við erum því miður
voða lítið rokk og ról, held ég. En
við erum samt rennandi sveittir
hérna.“
Arnór og félagar leggja mikla
áherslu á að fá góða gistingu þar
sem þeir koma fram, en hingað
til hafa þeir þurft frá að hverfa
einu sinni vegna þess að að-
staðan var ekki nógu góð. „Það
var gististaður sem við þurftum
að yfirgefa í Sviss. Þetta var eins
og neðanjarðarbyrgi,“ segir hann
og hlær. „30 dýnur og nokkrar
sturtur, ekkert net og járnhurð.
Við neituðum að gista þar vegna
þess að Vignir [bassaleikari] sá
könguló.“
Og hvað gerðuð þið?
„Við fengum hótel.“
atlifannar@frettabladid.is
FERSKIR Á FERÐ
UM EVRÓPU
TROÐIÐ Fullt af fólki mætti á tónleika
Agent Fresco í Waldmeister í Þýskalandi.
HLUSTAÐU
á sumarpoppið hans Jóns Jónssonar. Kappinn
var að gefa út plötuna Wait For Fate og viljum
við stinga upp á því að næsta plata fái nafnið
Of Fate fyrir mig. Ekki? Jæja, Jón ætti allavega
að ná að ylja Íslendingum í sumarhretinu, en
á plötunni eru smellir á borð við Lately og
When You‘re Around, sem hafa notið talsverðra
vinsælda á öldum ljósvakans.
LIFÐU AF
Í JÚLÍ
FARÐU Á EISTNAFLUG
Þungarokkshátíðin Eistnaflug er haldin í
Neskaupstað á hverju ári. Flestar af helstu
þungarokkshljómsveitum og rokkhljóm-
sveitum landsins koma fram og þar má
meðal annars nefna Skálmöld, Sólstafi,
Mammút, Benny Crespo‘s Gang og
ætlum við að hvetja lesendur til
að kíkja á sunnlensku pönkhljóm-
sveitina Elínu Helenu.
GRILLAÐU
Í guðs bænum settu eitthvað safaríkt á grillið. Það
er svo fáránlega gott að fá sér góða steik eftir
erfiðan dag í sólinni. Mælum með að fólk versli við
kjötbúðir til að fá ferska vöru og svo er það bara
að muna að grilla ekki of mikið. Rare, takk!
6
FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS • JÚLÍ 2011 GÍSLI
PÁLMI„EF EINHVERN LANGAR AÐ FARA YFIR STRIKIÐ GAGNVART MÉR ER ÉG ENNÞÁ TIL ALLS LÍKLEGUR“
4
FERSKIR Strákarnir í
Agent Fresco fara ávallt
í sturtu eftir tónleika.
GK REYKJAVÍK
ÚTSÖLUGLEÐI
20-60%
AFSLÁTTUR
ÞÉR OG ÞÍNUM ER BOÐIÐ Í ÚTSÖLUPARTÝ
FRÁ 18:00 – 20:00 Í KVÖLD.
HAPPADRÆTTI, LÉTTAR VEIGAR OG DÚNDRANDI FJER.
LAUGAVEGI 66 –– 101 REYKJAVÍK –– S. 565 2820