Fréttablaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 41
 • 5 takta undir og þeir sem eru góðir í að gera takta eru ekki að vinna með nógu góðum röppurum — eða eru kannski eins og Friðrik Dór sem er að syngja aðra tegund af tónlist. Formúlan er svipuð, en miklu mýkri. Viðtökurnar hafa verið ótrúlegar frá alls konar fólki. Allt frá þvílíkt metró-sexúal-gaurum sem eru í MR til atvinnulausra gangstera. Þetta er ótrúlegt. Annað hvort varstu „main- stream“ og hlustaðir á Friðrik Dór eða „underground“ að hlusta á Wu Tang. Allir þessir hópar eru að hlusta, sem kom okkur þvílíkt á óvart.“ FROSTY hefur hingað til verið nokkuð þögull, en sér sig knúinn til að taka undir orð Gísla: „Stefnan er að dúndra tónlistinni út og fylgja henni eftir. Eins og ég segi, það eru svo margir sem fara í blöðin og segjast vera að gera þvílíka hluti. Svo gerist ekki rassgat; segjast ætla að gefa út geisladisk og hann kemur út ákveðinn dag, svo er beðið í heilt ár og það gerist ekki neitt. Fólk er að tala í staðinn fyrir að gera hlutina.“ En eitt lag á viku, kemur niður á gæðum tónlistarinnar að vinna hana svona hratt? „Alls ekki, sko,“ segir FROSTY. „Þetta er grúv sem maður dettur í á einu kvöldi og við gerum lag með texta og öllu saman. Trúðu mér, þetta verður bara betra og betra.“ Og Gísli Pálmi tekur við: „Það er heilmikil vinna að gera þetta á ís- lensku. Ég nota mikið af slangri og það gæti þetta enginn nema að vera búinn að ganga í gegnum það sem ég hef gengið í gegnum — að vera búinn að hanga á röngum stöðum síðustu tíu árin. Þaðan fæ ég þennan orðaforða. Það er mikið af földum skilaboðum í textunum, sem ég segi ekki beint út. Ég fel grófustu hlutina, þeir koma fram í öðru formi.“ Og FROSTY bætir við: „Ef þú ert bara einhver sem þekkir ekki lífsstíl okkar, þá skilurðu hvað hann á við.“ Þegar Gísli er beðinn um útskýra nánar hvað hann meinar með að hanga á röngum stöðum segist hann hafa verið í tómu rugli frá ellefu ára aldri. Hann var ávallt yngstur í hópnum, FROSTY er til að mynda fimm árum eldri en hann, en var engu að síður sjálfur mjög ungur þegar þeir kynntust. „Ég var alveg farinn í hausnum og braust inn alls staðar, tók allt ófrjálsri hendi — alveg í bullandi neyslu auðvitað, rændi bílum bara til að rúnta. Ef það var eitthvað sem ég gerði ekki, þá er það líklegast ekki hægt,“ segir Gísli Pálmi. Og ertu búinn að snúa við blaðinu í dag? „Já, algjörlega. Ég fann innri frið fyrir nokkrum árum. Ég fékk metnað fyrir öðru. Ég er búinn að lifa lífinu nóg. Í staðinn fyrir að eyða orkunni minni í allar þessar hringekjur sem ég hef verið í síðustu ár, þá ákvað ég að vernda orkuna og nýta hana í tónlist og ræktun á sjálfum mér.“ Gísli Pálmi er á Facebook, en þar má finna nýjustu myndböndin, lögin, myndir og fréttir. OG BRAUST INN RI HENDI — ALVEG ÆNDI BÍLUM BARA Fyrir hundinn þinn Við höfum áratuga reynslu af ræktun hunda og höfum prófað ýmsa valkosti í fóðrun. Niðurstaða okkar er að Pedigree sé besti og hagkvæmasti valkosturinn. Við treystum Pedigree fyrir hundunum okkar. Sankti-Ice Forever Perfect (St. Bernharðs) vann tegundarhóp tvö og var valinn besti hundur sýningar. Heimsenda Stóri Skjálfti (Australian Shepherd) var valinn besti hundur tegundar og vann tegundarhóp eitt. Með þeim á myndinni eru Kresten Scheel dómari frá Danmörku og Guðný Vala Tryggvadóttir og Hjörtur Eyþórsson eigendur. Pedigree vann á sumarsýningu HRFÍ 2011 Guðný Vala Tryggvadóttir og Hjörtur Eyþórsson hundaræktendur. Pedigree® Adult Vitality er framleitt úr sérvöldum hráefnum sem fullnægja næringarþörf hundsins þíns í hverri máltíð. Adult healthy vitality mikilvæg vítamín og steinefni Öll næring sem hundurinn þinn þarfnast: Rétta blandan af næringarefnum sem heldur hundinum þínum heilbrigðum og fullum af orku. Heilbrigð húð og glansandi feldur: Rétt blanda af Omega 3 og 6 fitusýrum gagnast hundinum þannig að hann hafi það gott og líti vel út. Styrkir náttúrulegar varnir: Vítamín E, andoxunarefni og valin steinefni stuðla að verndun náttúrulegra mótefna hundsins þíns. Sterkar tennur og heilbrigt tannhold: Sérmótaðir stökkir bitar sem halda tönnunum sterkum. Án viðbætts sykurs. Vöðvabygging: Úrvalskjötprótein styrkir vöðva. www.pedigree.is Þróað af dýralæknum in tilbúin bragðefniEng Enginn viðbættur sykur Pedigree hvetur alla hundeigendur til að virða lög og reglur um hundahald. PI PA R \ TB W A • S ÍA • 11 17 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.