Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.06.2011, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 30.06.2011, Qupperneq 66
30. júní 2011 FIMMTUDAGUR Vinur við veginn FJÓR - FALD IR VILD ARPU NKTA R ICELA NDAI R HJÁ OLÍS 30. J ÚNÍ–3 . JÚL Í P IP A R \T B W A -S ÍA Á sunnudag verða fjörutíu ár liðin síðan Jim Morr- ison, söngvari The Doors, lést í París aðeins 27 ára. Fréttablaðið tók saman tíu áhugaverð ummæli frá þessum mikla áhrifavaldi í rokksögunni. Ég man ekki eftir að hafa fæðst. Það hlýtur að hafa gerst í einhverju óminnisástandi. Dauðinn breytir okkur í engla og gefur okkur vængi í stað axla, silkimjúka eins og arnarklær. Þú skalt horfast í augu við það sem þú hræðist mest. Eftir það hefur óttinn engin völd yfir þér og óttinn við frelsið hverfur. Þú verður frjáls. Ástin getur ekki bjargað þér frá ör- lögum þínum. Um leið og þú kemst í sátt við yfirvöld breytist þú sjálfur í yfirvald. Ofbeldi er ekki alltaf það sama og illska. Illska er að heillast af ofbeldi. Fólk óttast dauðann meira en sársauka. Það er skrítið því lífið er sársaukafyllra en dauðinn. Þegar maður deyr hverfur sársaukinn. Ég myndi segja að dauðinn sé vinur manns. Vinur er sá sem veitir þér algjört frelsi til að vera þú sjálfur. Eiturlyf eru veðmál við hugann. Ég lít á sjálfan mig sem gáfaða, við- kvæma manneskju með trúðssál sem lætur mig klúðra hlutunum á mikil- vægum augnablikum. 40 ár frá dauða Morrison LÉST Í PARÍS Fjörutíu ár eru liðin síðan Jim Morrison lést í París, aðeins 27 ára. Kanadíska hljómsveitin The Saga spilar í Vodafonehöllinni 4. nóvem- ber. Sveitin naut töluverðra vin- sælda á níunda áratugnum og hennar þekktustu lög eru Wind Him Up, On the Loose og Humble Stance. „Þetta er búinn að vera tveggja ára prósess,“ segir tónleikahaldar- inn Björgvin Rúnarsson um komu The Saga til landsins. „Um leið og Michael Sadler, söngvarinn úr upprunalega bandinu, kom inn í þetta aftur ákváðum við að slá til.“ Hann segir tónlistina höfða meira til eldri tónlistarunnenda en vonast til að fólk úr öllum aldurs- hópum láti sjá sig í Vodafonehöll- inni. „Ég er búinn að hlusta á þetta band í mörg ár,“ segir Björgvin en The Saga hefur gefið út tuttugu hljóðversplötur á ferli sínum. Björgvin stóð síðast fyrir komu rokkaranna í Whitesnake hingað til lands árið 2008. Tónleikarnir gengu ágætlega og á fjórða þús- und manns mættu. Engu að síður töpuðu Björgvin og félagar tölu- vert á ævintýrinu. „Mönnum féll- ust hendur eftir það gigg. Gengis- hrunið og allt fór með það út um gluggann. Menn eru búnir að vera að sleikja sárin eins og ýmsir í þessum bransa. Núna gerir maður öðruvísi samninga með útgöngu- leið ef þér finnst giggið ekki vera að skila sér.“ Miðasala á tónleika The Saga hefst á Midi.is 5. júlí og eru 2.600 sæti í boði. - fb The Saga til Íslands í nóvember TIL ÍSLANDS Michael Sadler og félagar í The Saga spila í Vodafonehöllinni 4. nóvember. Fyrirsætan Kate Moss ætlar nú loks að ganga upp að altarinu en sá heppni er rokkarinn Jamie Hince. Brúðkaupið fer fram á heimili Moss á laugardag- inn. Það er enginn annar en hönnuðurinn John Galliano sem hannar brúðarkjólinn en þeim upplýsingum hefur verið haldið leyndum hing- að til. Galliano hefur heldur betur verið í sviðsljósinu á árinu en hann er þessa dagana fyrir rétti vegna niðr- andi ummæla í garð minnihluta- hópa. Galliano byrjaði að hanna kjólinn áður en hann kom sér í vandræði og var rekinn frá Dior tískuhúsinu. Fyrirsætan og hönnuð- irinn eru góðir vinir og hafa starfað saman í mörg ár. Talið er að Moss sé að launa Galliano greiða því þegar Moss þurfti að tak- ast á við eiturlyfjavanda- mál sín opinberlega árið 2005 stóð hönnuðurinn eins og klettur við hlið fyrirsætunnar. Þar sem Galliano er í meðferð á stofnun í Sviss, er það teymi á hans vegum undir stjórn kærasta hans, Alexis Roche, sem sér um að leggja lokahönd á kjólinn fyrir stóra dag- inn. Galliano hannar brúðarkjólinn JOHN GALLIANO Rokksveitin Saktmóðigur gefur á föstudag út tíu laga plötu sem nefnist Guð hann myndi gráta. Sveitin var stofnuð árið 1991 og hefur gefið út fimm titla í ýmsu formi, eða eina kassettu, tvær tíu tommu vínylplötur og tvær geislaplötur sem heita Ég á mér líf og Plata. Auk þess hefur hljómsveitin gefið út lög á safn- plötum. Útgefandi nýju plötunnar er Logsýra og verður gripurinn fáanlegur á helstu sölustöðum tónlistar. Saktmóðigur spilar næst á rokkhátíðinni Eistnaflugi í júlí. Formlegir útgáfutónleikar eru fyrirhugaðir í sumar. Saktmóðigur með plötu NÝ PLATA Hljómsveitin Saktmóðigur gefur á föstudag út plötuna Guð hann myndi gráta. GAMLIR FÉLAGAR Kate Moss gengur að eiga Jamie Hince um næstu helgi en hún valdi John Galliano til að hanna brúðarkjólinn. NORDICPHOTO/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.