Fréttablaðið - 06.07.2011, Side 18
MARKAÐURINN6. JÚLÍ 2011 MIÐVIKUDAGUR4
Ú T T E K T
F
erðaþjónusta á Íslandi hefur vaxið
hratt síðastliðinn áratug og orðið
ein af grunnstoðum íslensks efna-
hagslífs. Geirinn glímir hins vegar
við það vandamál að vera afar árs-
tíðabundinn, en rúmur helmingur allra
ferðamanna kemur hingað á sumrin. Til
að hægt sé að taka á móti mikið fleiri ferða-
mönnum á háannatímabilinu þarf talsverða
fjárfestingu í innviðum ferðaþjónustunn-
ar. Fjölgun vetrarferðamanna krefst hins
vegar mun minni uppbyggingar. Nýta má
mannvirki og mannskap betur og þann-
ig auka arðsemi greinarinnar. Í því sam-
hengi hefur verið bent á reynslu Finna, sem
hafa gert mikið út á vetrarferðamennsku
með góðum árangri. Starfsfólk í greininni
er þess fullvisst að með átaki megi fjölga
verulega vetrarferðamönnum. Merkjanleg
fjölgun þeirra hefði án efa mikil jákvæð
áhrif á þjóðarbúið auk þess að skapa fjölda
starfa. Fréttablaðið kannaði hvað þarf að
gerast til að þetta geti orðið að veruleika.
FERÐAMENN SÆKJA Í NÁTTÚRUNA
Fjöldi ferðamanna á Íslandi hefur vaxið
mikið síðastliðinn áratug. Á árinu 2003
komu um Leifsstöð rétt rúmlega 300 þús-
und ferðamenn. Fari hins vegar fram sem
horfir verða þeir um 550 þúsund á þessu
ári.
Langstærstu mánuðirnir í ferðaþjónust-
unni á Íslandi eru júlí og ágúst. Þar á eftir
koma júní og svo september. Um 60 pró-
sent allra ferðamanna sem koma hingað
til lands koma á þessu fjögurra mánaða
tímabili.
„Ef okkur tækist að fjölga verulega
vetrar ferðamönnum hefði það náttúrulega
gríðarlega þýðingu fyrir ferða þjónustuna.
Sú fjárfesting sem liggur að baki innviðun-
um er mikil en nýtingin er afskaplega stutt-
an tíma ársins. Arðsemi ferðaþjónustunn-
ar verður því lítil,“ segir Friðrik Pálsson,
framkvæmdastjóri Hótel Rangár og stjórn-
arformaður Íslandsstofu. Friðrik bendir
einnig á að það hve árstíðabundin ferða-
þjónustan er valdi því að þjónustustigið
verði aldrei jafn gott og ella. Ferðaþjón-
ustan á sumrin sé að stórum hluta mönn-
uð með sumarstarfsmönnum og sé því oft
á tíðum of laus í reipum.
Í sama streng tekur Hildur Ómars dóttir,
markaðsstjóri Icelandair Hotels. „Þetta
hefði auðvitað gríðarlega mikla þýðingu.
Tekjur af ferðaþjónustu eru stór hluti gjald-
eyristekna þjóðarbúsins og þar af ertu með
háönn sem er ekki nema rétt um tveir mán-
uðir á ári. Ef við gætum aukið hlut vetrar-
ferðaþjónustu, þó ekki nema þannig að hún
væri 50 prósent af sumrinu, þá hefði það
mjög mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf,
svo ekki sé talað um atvinnuleysið,“ segir
Hildur.
Það sem helst virðist laða erlenda ferða-
menn til Íslands er náttúra landsins, en það
kemur sennilega fáum á óvart. Það gildir
jafnt um sumar- og vetrarferðamenn. Sú
afþreying sem stendur ferðamönnum til
boða á veturna þykir standa fyrir sínu þótt
nauðsynlegt sé að auka úrvalið og markaðs-
setja það betur erlendis. Vetrar ferðamenn
Gríðarleg tækifæri í
vetrarferðamennsku
VETRARFERÐAMENNSKA Hægt er að njóta náttúrufegurðar Íslands hvort sem er að sumri eða að vetri til. Mikil tækifæri eru talin vera til staðar til að auka fjölda
vetrarferðamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Mikill árangur í sveiflujöfnun hefur orðið, til dæmis frá Bret-
landi en Bretar hafa komið mikið hingað í helgarferðir yfir
vetur inn og líka í norðurljósaskoðun. Það sama gildir um ferða-
menn frá Japan og Kína. Við þyrftum að ná sama árangri víðar,
til dæmis í Þýskalandi sem er mjög mikilvægur markaður,“
segir Ársæll Harðarson, svæðisstjóri á markaðssviði Icelandair.
Á R S Æ L L H A R Ð A R S O N , S V Æ Ð I S S T J Ó R I
„Utan háannar þarftu að skilgreina betur hvað er hér í boði. Þú
auglýsir ekki bara íslensku náttúruna almennt heldur er æski-
legt að skilgreina einhvers konar upplifun. Þess vegna höfum
við til að mynda litið til heilsuferðaþjónustu þar sem lögð er
áhersla á vatnið og afslöppun. Þá hafa norðurljósaferðir gefið
góða raun,“ segir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri.
Ó L Ö F Ý R R A T L A D Ó T T I R , F E R Ð A M Á L A S T J Ó R I
Miklir möguleikar eru taldir vera á því að fjölga vetrarferðamönnum á Íslandi. Þannig sé hægt að nýta
innviði ferðaþjónustunnar betur og auka arðsemi í greininni. Miklir peningar og fjöldi starfa gætu fylgt
í kjöfar öflugs markaðsátaks og frekari uppbyggingar.