Fréttablaðið - 06.07.2011, Síða 19

Fréttablaðið - 06.07.2011, Síða 19
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Arngrímur Borgþórsson, landshornaflakkari og vespugæi, ætlar nú í vikunni að leggja upp í langferð frá Norðurmýrinni í Reykjavík og rúlla sér alla leið á Lónsöræfi austan Vatnajökuls. Arngrímur ætlar að pakka litlu fyrir ferðina; verður með svefn- poka á bögglaberanum og kaffi- brúsa og smurt nesti í bakpoka. Hann gefur puttaferðalöngum lík- lega ekki far, allavega ekki lengri leiðir, enda hægir vespan á sér ef tvímennt er á henni. Á leiðinni austur á Arngrímur von á því að upplifa þjóðveginn og landslagið í meiri nálægð en bílafólkið sem tekur fram úr honum en sjálfur tekur hann fram úr hjólatúristum. Vespur eru greinilega ekki ein- göngu borgarhjól. „Ég hef farið út um allt á minni vespu. Kem henni upp í níutíu og held lög- legum hraða. Í brekkum kemst hún hraðar ef ég er búinn að borða lítið, þá kem ég henni upp í hundrað.“ kímir Arngrímur vespu sinni til hróss og talar í hana kjark: „Það eru aðeins torfærur þarna inn í Lón en á illfærum vegum fer ég rólega yfir, svona á þrjá- tíu,“ segir Arngrímur, sem þarf ekki að hafa áhyggjur af miklum bensínkostnaði. „Ég hef ekki reiknað út hverju vespan eyðir á hundraðið. En ég veit að ég þarf ekki nema 600 krónur á viku til að komast í og úr vinnu á hverjum degi og ég býst við að bensín- kostnaður í ferðinni austur verði undir 2.500 krónum,“ segir Arn- grímur ánægður með lífið. nielsg@365.is FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Arngrímur Borgþórsson leggur upp í langferð á lítilli rellu og gerir ekki ráð fyrir miklum bensínkostnaði. Keyrir hægt í torfærum Þorláksmessa að sumri er 20. júlí og verður haldið upp á það með hressilegu skötu áti í Miðgarði Gerðaskóla í Garði. Þar verður borðað til góðs og rennur allur hagnaður til góðgerðar- mála. Hreimur, Bjartmar Guðlaugsson og Árni Johnsen eru meðal skemmtikrafta. Forsala og skráning er á asmundur@svgardur.is. Bonito ehf. Friendtex Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Opnunartími: mánud. - föstud. kl. 11:00 - 18:00 lokað á laugardögum ÚTSALA MIKIÐ ÚRVAL AF FLOTTUM FATNAÐI ENN MEIRI VERÐLÆKKUN KÍKTU ÞAÐ BORGAR SIG DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerísk gæðavara Amerísk gæðavara

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.