Fréttablaðið - 06.07.2011, Side 24

Fréttablaðið - 06.07.2011, Side 24
MARKAÐURINN6. JÚLÍ 2011 MIÐVIKUDAGUR6 U T A N D A G S K R Á R Kraftmiklir frumkvöðlar lenda oft í þeirri aðstöðu að þeir fá hug- myndir að verkefnum, vörum eða þjónustu sem þeir geta ekki, ein- hverra hluta vegna, fylgt eftir sjálfir. Í stað þess að láta þessar hugmyndir falla í gleymsku er ávallt möguleiki að pakka hug- myndinni þannig inn að einhver sjái færi í því að kaupa hana af hugmyndasmiðnum og útfæra hugmyndina sjálfur. Oft á tíðum eru einkaleyfi seld dýrum dómum eða fyrirtækjum seld leyfi til að nýta sér hugmyndir annarra. Þessi grein fjallar um nokkur at- riði sem gott er að hafa í huga ef þú vilt selja hugmyndina þína. 1. PAKKAÐU INN HUGMYNDINNI Þetta mikilvæga skref snýst um að pakka hugmyndinni inn þannig að aðrir geti skilið út á hvað hún gengur. Vel innpökkuð hugmynd lýsir því vel hvernig hún nýtist endanotanda ásamt því að sýna fram á mögulega nýtingu fyrir þann sem myndi kaupa af þér hug- myndina. Þó hugmynd þín snú- ist hugsanlega um ákveðna vöru eða þjónustu þá er verkefni þitt að selja viðskiptahugmynd, þ.e. sá sem ætlar að kaupa af þér hug- mynd þarf að sjá fram á hvernig hægt er að fá fjárfestinguna til baka. Þetta þýðir að þó þú ætlir þér ekki að útfæra hugmynd þína, þá þarftu engu að síður að útbúa viðskiptaáætlun sem nýtist þér við söluna á hugmyndinni. Kaup- andinn getur notað hana til að sjá betur fyrir sér möguleikana sem í hugmyndinni búa. Þetta skref krefst þess líka að þú hafir grun um hvaða verð þú vilt fá fyrir hug- myndina. Verðið ræðst af mörg- um þáttum, s.s. mögulegum fjár- hagslegum ávinningi kaupandans, hvort varan sé með einkaleyfi, hveru auðvelt er að gera sambæri- lega vöru og ýmislegt fleira. Þú þarft að hafa hugmynd um verð- ið sem þú vilt fá ef þú vilt selja hugmyndina. 2. HUGSAÐU UM VARNIR Áður en þú selur hugmyndina þína þarftu að hugsa um hvern- ig þú ferð að því að vernda hana fyrir stuldi. Ef hugmynd er góð gætu margir séð sér hag í að nýta hana – án þess að hugmyndasmið- urinn fái nokkuð fyrir sinn snúð. Til eru nokkrar leiðir til að vernda hugmyndir. Afar algengt er að hugmynda- smiður og hugsanlegur kaupandi undirriti svokallaðan leyndar- samning. Á ensku kallast þetta „Non-disclocure Agreement“ eða NDA. Í þessum samningi er tekið á því hvaða upplýsingar eru látnar af hendi, hvaða leyfi er gefið til að nýta þær og hvernig viðtakandinn skal fara með upplýsingarnar sem hann fær í hendur. Ef þú hefur ekki gert slíka samninga áður má víða fá ráðgjöf um slíka samn- inga, s.s. hjá Impru. Mjög þekkt leið til verndunar á hugmynd eru einkaleyfi. Einka- leyfi veita ákveðna vörn gegn því að aðrir geti nýtt sér hugmynd- ina þína. Oft setja kaupendur að hugmyndum skilyrði um að vara sé einkaleyfishæf, eða jafnvel að hugmyndin sé komin með einka- leyfi. Þetta er þó alls ekki allt- af raunin. Einkaleyfisferlið kost- ar peninga og getur verið dýrt ef ekki er rétt að því staðið. Hægt er að fá ráðgjöf um einkaleyfisferlið hjá sérstökum fyrirtækjum á Ís- landi og hjá Impru. Einnig eru til fleiri leiðir til að vernda hugmyndina þína, s.s. skráning vörumerkja, höfundar- réttur og hönnunarvernd. Leitaðu aðstoðar hjá sérfróðum aðilum til að athuga hvaða vernd á best við þína hugmynd. 3. SÖLUFERLIÐ SJÁLFT Að selja hugmynd er eins og hvert annað söluferli. Þú þarft að vinna mikla undirbúningsvinnu áður en þú reynir að hitta mögulega kaup- endur. a) Gerðu góða rannsókn á því hverjir gætu notað hugmynd þína. Þú þarft að skilja þann markað vel svo að þú getir áttað þig á því hvaða fyrirtæki eru með best að- gengi að þeim markhópi. b) Skoðaðu gaumgæfilega hvaða fyrirtæki það eru sem nálgast þann markhóp. Þú skalt læra allt um þessi fyrirtæki því þú þarft að skilja vel hvernig hug- myndin þín getur hjálpað þess- um fyrirtækjum að þjónusta sinn markhóp betur. Mundu að þú ert að selja þeim viðskiptahugmynd líka. Þarna koma þættir inn eins og sölunetið sem fyrirtækin hafa, möguleikarnir sem þau hafa til að klára útfærsluna á vörunni þinni, þeirra núverandi vöruframboð og margt fleira. c) Reyndu að komast að því hverjir innan fyrirtækisins væru líklegir til að hlusta á þig fyrst. Þú þarft alls ekki að byrja á forstjór- anum þó svo að á seinni stigum sé nauðsynlegt að komast að þeim sem taka ákvarðanirnar. Þú skalt reyna að finna einhverja sem gætu séð möguleikana og þann- ig orðið bandamenn þínir innan fyrirtækisins sem á að kaupa hug- myndina. d) Skrifaðu hjá þér lýsingu á hugmyndinni sem lýsir henni samt mjög lauslega. Talaðu meira um möguleikana sem hugmyndin opnar í stað þess að lýsa henni í þaula. Mundu að í fyrsta samtali við mögulega kaupendur er ekki búið að skrifa undir leyndarsamn- ing. Ef þú ert kominn með einka- leyfi á hugmyndinni þá er mjög gott að nefna það strax í fyrsta samtali. e) Næst skaltu reyna að hafa samband við rétta aðila innan fyrirtækisins sem á að kaupa hugmyndina og lýsa hug myndinni eins og talað er um í skrefinu hér að ofan. f) Sýni væntanlegur kaupandi áhuga skaltu reyna að fá undir- ritað leyndarskjal sem verndar hugmynd þína ef þú ert ekki með einkaleyfi á henni. g) Eftir þetta geturðu lýst hug- myndinni betur og reynt að fá að- gengi að þeim sem taka ákvarð- anir í fyrirtækjunum. Takist það geta samningaviðræður hafist. Þó svo að hugmyndaríkir einstak- lingar ætli sér ekki að klára út- færslu á hugmynd sinni þá krefst það töluverðrar vinnu að selja hugmynd sína áfram. Með rétt- um vinnubrögðum og öllum þeim möguleikum, sem eru í boði fyrir ráðgjöf af þessu tagi, áttu góða möguleika á að koma hugmynd þinni í söluhæft form. Þú þarft að vernda hugmynd þína vel áður en þú leggur af stað og kaupandinn þarf að fá raunveruleg verðmæti úr hugmyndinni þinni ef hann á að kaupa hana. Að selja hugmyndir S P R O T A R Ingvar Hjálmarsson tölvunarfræðingur G R E I N A R Ö Ð U M N Ý S K Ö P U N Markaðurinn birtir röð greina um mikilvæg atriði fyrir sprotafyrirtæki. Ingvar Hjálmarsson hefur tíu ára reynslu úr heimi margs konar fyrirtækja, bæði sprota og stærri fyrirtækjum. Þar hefur hann unnið að rekstri, vöruþróun, vörustýringu, sölu- og markaðsmálum og fleiri þáttum. Hægt er að senda höfundi línu á ingvarh@gmail.com G A M L A M Y N D I N SJÁÐU PLÖTURNAR Kristín Þorsteinsdóttir sýnir 45 snúninga plötur með stjörnum tónlistarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Dægurflugur fortíðar Unglingamenningin var í mikilli uppsveiflu í lok sjötta áratugar- ins og í byrjun þess sjöunda þar sem stjörnur dægurtónlistarinn- ar vestanhafs voru einnig fyr- irmyndir íslenskra ungmenna. Á þessari mynd, sem var tekin sumarið 1962 í hljóðfæra- verslun Sigríðar Helga dóttur í Vesturveri við Aðalstræti, sýnir afgreiðslustúlkan Kristín Þorsteinsdóttir ljósmyndara nokkrar vinsælar 45 snún- inga plötur með stjörnum eins og Connie Francis og Chubby Checker. Connie Francis var um ára- bil einhver dáðasta söngstjarna heims og söng meðal annars slagarana ódauðlegu Lipstick on Your Collar og Stupid Cupid. Checker var svo maðurinn sem kom Tvistinu á kortið með ofur- smellinum The Twist, sem ennþá heyrist reglulega. Íslenskir tónlistar unnendur tóku bylgju dægurtónlistar þessa tíma fagnandi og urðu í fyrsta sinn mikilvægur neyt- endahópur þar sem þeir festu kaup á plötum og klæðnaði í takt við nýjustu tísku. - þj The Glenlivet er eitt vin- sælasta maltviskí í heimi og eitt það sögufrægasta. Viskíið er til dæmis mest selda malt viskíið í Banda- ríkjunum. Einhver kynni að draga þá ályktun að slík framleiðsla gerði að ein- hvert miðjumoð væri á veigunum. Svo er ekki. Þannig er til dæmis 15 ára gamalt Glen- livet-maltviskí sem látið hefur verið eldast í frönskum eikartunnum (French Oak Re- serve) með þeim fínni sem völ er á í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Michael Jackson gefur viskíinu 86 í einkunn af 100 mögu- legum í nýjustu útgáfu bókar hans Michael Jackson‘s Malt Whisky Companion, sem út kom í fyrra. Glenlivet er Speyside-hálandaviskí fram- leitt við litla á sem nefnist Livet. Áin er sögu- fræg uppspretta vatns fyrir fjölda bruggara á svæðinu, auk þess að vera notuð til kælingar. Í bók Jackson‘s er frá því greint að á árum áður hafi verið hömlur á viskíframleiðslu á svæðinu og mátti bara búa til viskí á heimamarkað. Afskekkt brugg- húsið var þá frægt fyrir framleiðslu sem send var til útlanda fram hjá lögum og reglu og gerði að verkum að þegar framleiðslan var gefin frjáls, árið 1824, var töluverð eftirspurn eftir veigunum „frá Glenlivet“ hjá kaupmönnum í Englandi. Þetta gerði líka að allmargir framleiðend- ur í Speyside héraði tóku upp nafnið Glen- livet, þótt þeir væru margir verulega fjarri ánni Livet. Á því var hins vegar tekið og að- eins einn framleiðandi má nota nafnið, en það var sá sem fyrstur varð til að fá fram- leiðsluleyfi í byrjun nítjándu aldar. Einka- rétturinn á heitinu fékkst árið 1880. Enn þann dag í dag eru flöskurnar merktar feðgunum George og J.G. Smith í smáu letri neðst á merkimiða þeirra, en þeir stofnuðu og áttu brugghúsið. Viskíunnendur vita að í Glenlivet geta þeir gengið að ljúfum sopa, tiltölulega léttum en bragðríkum þótt ekki fari mikið fyrir móreyk. 15 ára viskíið sem hér er til umfjöllunar er svo óvenju marg slungið í samsetningu sinni. Lyktin af því er mikil og sæt, og má greina í henni bæði hunang og vanillu, auk karamellukeims. Þegar í munninn er komið bætist svo við hnetu- keimur með léttum biturleika og eikar- bragði sem hver getur leikið sér að við að greina eftir því sem eftirbragðið leikur á tungunni. 15 ára Glenlivet er einstaklega vel heppnuð lögun og í góðu jafnvægi sem líklegt er til að gleðja jafnt viskísérfræðinga sem -áhugafólk með ljúfum og margslungnum eftirkeim sínum. Möndlur, hnetur og eik í lokin Í G L A S I M E Ð Ó L A K R I S T J Á N I „Við höfum í mörg ár barist fyrir því að koma fiskinum á lífrænan markað en vantað vottun,“ segir Birgir Þóris son, rekstrarstjóri Klausturbleikju á Kirkjubæjar klaustri. Hann segir þetta mikilvægt skref, fyrir löngu sé búið að sanna að eftirspurn sé eftir lífrænt ræktuðum matvælum og viðskiptavinir setji ekki hærra verð fyrir sig. Fyrirtækið selur eldis- bleikju, mest flakaða en líka grafna og reykta. Í bí- gerð er að setja á markað nýjar afurðir. Birgir var á meðal stofnenda Klausturbleikju árið 1993 og hefur markmið fyrirtækisins frá upphafi verið að ala upp bleikju í lindarvatni sem rennur undan hrauninu á Kirkjubæjarklaustri að eldisstöðinni. Eldið er eins lífrænt og framast verður unnt. Þröskuldur- inn er fóðrið, sem ekki er lífrænt. Birgir bendir á að lífrænt eldi sé óhagkvæmara og hægara en hefðbundið eldi þar sem áhersla er lögð á að fita og stækka eldisfiska á sem stystum tíma. Sýnt hefur verið fram á að hæg- ari vöxtur lengir geymslu- þol fisksins auk þess sem hann þránar síður. Saga Klausturbleikju hefur ekki verið eintóm ham- ingja. Eigendurnir höfðu nýverið tekið lán í erlendri mynt til að stækka vinnsluhús þegar gengi krónunnar hrundi og drápust um átta hundruð kíló af fiski þegar aska úr Gríms- vatnagosinu komst í kerin. Hjá fyrirtækinu eru árs- verkin þrjú til fjögur og stendur til að fjölga þeim. Birgir segir viðskiptavinum fyrirtækisins líka náttúrulegt eldi bleikjunnar enda hafi fyrir tækið aldrei náð að sinna eftirspurn. „Við höfum aldrei átt nóg af fiski og þurft að neita kaupendum,“ segir hann. - jab Hægur vöxtur tryggir gæðin KIRKJUBÆJARKLAUSTUR FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA AF LANDSBYGGÐINNI Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.